Eyþór segir borgarstjóra rúinn trausti Andri Eysteinsson skrifar 23. desember 2018 12:41 Eyþór telur Dag skauta heldur léttilega frá eigin ábyrgð vegna umdeilds verks við endurgerð bragga í Nauthólsvik. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir borgarstjóra, Dag B. Eggertsson, rúinn trausti í opnu bréfi sem hann birti á Facebook síðu sinni í dag. Eyþór fjallar um skýrslu innri endurskoðunar í braggamálinu sem gefin var út í vikunni. Eyþór segir skýrsluna vera svarta, skýra og sláandi, staðfest sé að borgarstjóri hafi sýnt af sér umfangsmikla vanrækslu. Eyþór rifjar upp yfirlýsingu Hildar Björnsdóttur frá því í gær en hún lýsti því yfir að hún muni ekki starfa með borgarstjóra í rýnihópi um skýrsluna. Hildur krefst þess að borgarstjóri víki úr hópnum. Oddvitinn minnir á skýrslu innri endurskoðunar um viðhaldsverkefni hjá Félagsbústöðum sem var birt í Október. Í kjölfar þeirrar skýrslu sagði framkvæmdastjóri Félagsbústaða uppstörfum og segir Eyþór það vera skýrt fordæmi. Í lok pistilsins segir Eyþór: „Borgarstjóri er rúinn trausti og þarf að sýna sem æðsti embættismaður borgarinnar hvernig hann ætlar að axla sína ábyrgð. Það er hið eina rétta“.Pistil Eyþórs má sjá í heild sinni hér að neðan.Borgarstjóri rúinn traustiSkýrsla Innri endurskoðunar í “braggamálinu” var birt þegar fáeinir dagar voru til jóla. Niðurstaða skýrslunnar hefur þó ekki týnst í jólaösinni enda var hún svört, skýr og sláandi: Lög voru þverbrotinn og allt fór úrskeiðis frá upphafi til enda.Staðfest er að borgarstjóri sýndi af sér umfangsmikla vanrækslu. Ekki veit ég dæmi um að jafnmikill áfellisdómur hafi áður komið fram á hendur sitjandi borgarstjóra frá Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar.Borgarskjalasafn hefur bent á að eyðing gagna sé alvarlegt lögbrot, en í braggamálinu var skjalavarsla í molum og tölvupóstum eytt með ólöglegum hætti. Skjalavarsla er hluti af verkefnum skrifstofu borgarstjóra, enda er Borgarskjalasafn staðsett inn á skrifstofu borgarstjóra. Borgarskjalasafn hefur ítrekað bent á að hörð viðurlög eru við brotum á skjalavörslu.Í stað þess að axla ábyrgð þá segir borgarstjóri að hann “finni til ábyrgðar” sem er ansi létt í hendi. Borgarstjórinn í Róm sagði af sér vegna tveggja milljóna krónu risnukostnaðar og þó eru ítölsk stjórnmál ekki hátt skrifuð.Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi lýsti því yfir í gær að hún muni ekki starfa með borgarstjóra í rýnihópi um braggaskýrsluna. Hann þurfi að víkja úr hópnum. Í gærkvöldi kom ályktun frá stjórn Varðar, fulltrúarráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík um að borgarstjóra bæri að segja af sér. Á sama tíma og stofnanir borgarinnar hafa gagnrýnt störf borgarstjóra heyrist lítið í fulltrúum þeirra flokka sem eru í samstarfi við Samfylkinguna í borgarstjórn.Sú þögn er ærandi.Innri endurskoðun birti skýrslu í október síðastliðnum um óheimila framúrkeyrslu í viðhaldsverkefni hjá Félagsbústöðum, en það félag er hluti af samstæðu borgarinnar. Strax og sú skýrsla var birt sagði framkvæmdastjóri Félagsbústaða af sér.Það er skýrt fordæmi.Ég sagði þann 11. október að borgarstjóri bæri ábyrgð á verkinu, enda mælti hann fyrir því, skrifaði undir eina samninginn og væri framkvæmdastjóri borgarinnar. Nú er það staðfest af stofnunum borgarinnar sjálfrar og fleiri hafa tekið undir þessi sjónarmið.Það er því ljóst að borgarstjóri er rúinn trausti og þarf að sýna sem æðsti embættismaður borgarinnar hvernig hann ætlar að axla sína ábyrgð.Það er hið eina rétta. Borgarstjórn Braggamálið Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Selenskí segir Rússa bera ábyrgð á drónum í Danmörku Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Sjá meira
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir borgarstjóra, Dag B. Eggertsson, rúinn trausti í opnu bréfi sem hann birti á Facebook síðu sinni í dag. Eyþór fjallar um skýrslu innri endurskoðunar í braggamálinu sem gefin var út í vikunni. Eyþór segir skýrsluna vera svarta, skýra og sláandi, staðfest sé að borgarstjóri hafi sýnt af sér umfangsmikla vanrækslu. Eyþór rifjar upp yfirlýsingu Hildar Björnsdóttur frá því í gær en hún lýsti því yfir að hún muni ekki starfa með borgarstjóra í rýnihópi um skýrsluna. Hildur krefst þess að borgarstjóri víki úr hópnum. Oddvitinn minnir á skýrslu innri endurskoðunar um viðhaldsverkefni hjá Félagsbústöðum sem var birt í Október. Í kjölfar þeirrar skýrslu sagði framkvæmdastjóri Félagsbústaða uppstörfum og segir Eyþór það vera skýrt fordæmi. Í lok pistilsins segir Eyþór: „Borgarstjóri er rúinn trausti og þarf að sýna sem æðsti embættismaður borgarinnar hvernig hann ætlar að axla sína ábyrgð. Það er hið eina rétta“.Pistil Eyþórs má sjá í heild sinni hér að neðan.Borgarstjóri rúinn traustiSkýrsla Innri endurskoðunar í “braggamálinu” var birt þegar fáeinir dagar voru til jóla. Niðurstaða skýrslunnar hefur þó ekki týnst í jólaösinni enda var hún svört, skýr og sláandi: Lög voru þverbrotinn og allt fór úrskeiðis frá upphafi til enda.Staðfest er að borgarstjóri sýndi af sér umfangsmikla vanrækslu. Ekki veit ég dæmi um að jafnmikill áfellisdómur hafi áður komið fram á hendur sitjandi borgarstjóra frá Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar.Borgarskjalasafn hefur bent á að eyðing gagna sé alvarlegt lögbrot, en í braggamálinu var skjalavarsla í molum og tölvupóstum eytt með ólöglegum hætti. Skjalavarsla er hluti af verkefnum skrifstofu borgarstjóra, enda er Borgarskjalasafn staðsett inn á skrifstofu borgarstjóra. Borgarskjalasafn hefur ítrekað bent á að hörð viðurlög eru við brotum á skjalavörslu.Í stað þess að axla ábyrgð þá segir borgarstjóri að hann “finni til ábyrgðar” sem er ansi létt í hendi. Borgarstjórinn í Róm sagði af sér vegna tveggja milljóna krónu risnukostnaðar og þó eru ítölsk stjórnmál ekki hátt skrifuð.Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi lýsti því yfir í gær að hún muni ekki starfa með borgarstjóra í rýnihópi um braggaskýrsluna. Hann þurfi að víkja úr hópnum. Í gærkvöldi kom ályktun frá stjórn Varðar, fulltrúarráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík um að borgarstjóra bæri að segja af sér. Á sama tíma og stofnanir borgarinnar hafa gagnrýnt störf borgarstjóra heyrist lítið í fulltrúum þeirra flokka sem eru í samstarfi við Samfylkinguna í borgarstjórn.Sú þögn er ærandi.Innri endurskoðun birti skýrslu í október síðastliðnum um óheimila framúrkeyrslu í viðhaldsverkefni hjá Félagsbústöðum, en það félag er hluti af samstæðu borgarinnar. Strax og sú skýrsla var birt sagði framkvæmdastjóri Félagsbústaða af sér.Það er skýrt fordæmi.Ég sagði þann 11. október að borgarstjóri bæri ábyrgð á verkinu, enda mælti hann fyrir því, skrifaði undir eina samninginn og væri framkvæmdastjóri borgarinnar. Nú er það staðfest af stofnunum borgarinnar sjálfrar og fleiri hafa tekið undir þessi sjónarmið.Það er því ljóst að borgarstjóri er rúinn trausti og þarf að sýna sem æðsti embættismaður borgarinnar hvernig hann ætlar að axla sína ábyrgð.Það er hið eina rétta.
Borgarstjórn Braggamálið Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Selenskí segir Rússa bera ábyrgð á drónum í Danmörku Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Sjá meira