Vill fjármagna vegaframkvæmdir með lánum sem greiðist með vegtollum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. desember 2018 20:00 Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnarráðherra. Stöð 2/Sigurjón Ólason. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, telur að heildarupphæð lánsfjármagns sem Vegagerðin þarf til framkvæmda sem settar eru í forgang sé minnst 50 milljarðar. Þetta kemur fram í frétt RÚV. Sigurður Ingi sagði í viðtali við að RÚV að stefnt sé að því að fjármagna þær framkvæmdir sem mest liggi á með lánsfé. Lánin yrðu síðan greidd með veggjöldum að loknum verktíma, sem Sigurður Ingi segir að verði í fyrsta lagi árið 2024. Ráðherrann segir að brýnast sé að klára tvöföldun Reykjanesbrautarinnar og að aðskilja akstursstefnur, annars vegar á Vesturlandsvegi upp í Borgarnes og á Suðurlandsvegi austur fyrir Selfoss hins vegar. Aðspurður sagði Sigurður Ingi ekki enn hafa verið útfært hvaðan lánsféð til Vegagerðarinnar muni koma. Ríkinu bjóðist hagstæð lántaka og að nokkrir aðilar hafi þegar boðist til þess að taka þátt í verkefninu, meðal annars lífeyrissjóðir og norrænir bankar. Nefndi hann þar Norræna fjárfestingabankann sem dæmi.Ekki enn ákveðið hvernig gjaldtöku verði háttað Í viðtalinu sagði Sigurður enn óákveðið hvernig gjaldtöku í umferðinni yrði háttað. Hann nefndi þó kerfi sem stólar á myndavélar sem líklega lausn. Rafrænar myndavélar muni þá taka myndir af þeim bílum sem aki um svæði þar sem gjaldtakan komi til með að fara fram og eigendurnir fengju senda rukkun. Þannig myndi gjaldtakan geta gengið án þess að hindrun yrði í vegi ökufólks. Ef fyrirætlanir ráðherrans verða að veruleika má ætla að fyrstu framkvæmdir í framkvæmdahrinunni sem fyrirætluð er hefjist árið 2020. Segist Sigurður vongóður um að geta notað næsta ár til þess að klára útfærslur á áætlunum og frumvarp sem ráðgert er að þingið taki fyrir í mars. Í kjölfarið yrði svo hægt að hefja leit að fjármagni í verkin. Borgarbyggð Lífeyrissjóðir Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Lagafrumvarp um vegtolla lagt fram í mars Jón Gunnarsson formaður umhverfis-og samgöngunefndar er bjartsýnn á að tímaáætlun samgönguáætlunar standist og lagafrumvarp um flýtiframkvæmdir og gjaldtöku verði lagt fram í mars á næsta ári. Nefndin kynnir tillögur um mögulegar fjármögnunarleiðir og gjaldtöku í vegakerfinu í janúar. 22. desember 2018 13:37 Ráðherra boðar núna vegtolla sem hann mælti gegn í fyrra Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra boðar sérstakt frumvarp um vegtolla eftir áramót. Sjálfur gagnrýndi hann forvera sinn fyrir slík áform í fyrra. 10. október 2018 21:15 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, telur að heildarupphæð lánsfjármagns sem Vegagerðin þarf til framkvæmda sem settar eru í forgang sé minnst 50 milljarðar. Þetta kemur fram í frétt RÚV. Sigurður Ingi sagði í viðtali við að RÚV að stefnt sé að því að fjármagna þær framkvæmdir sem mest liggi á með lánsfé. Lánin yrðu síðan greidd með veggjöldum að loknum verktíma, sem Sigurður Ingi segir að verði í fyrsta lagi árið 2024. Ráðherrann segir að brýnast sé að klára tvöföldun Reykjanesbrautarinnar og að aðskilja akstursstefnur, annars vegar á Vesturlandsvegi upp í Borgarnes og á Suðurlandsvegi austur fyrir Selfoss hins vegar. Aðspurður sagði Sigurður Ingi ekki enn hafa verið útfært hvaðan lánsféð til Vegagerðarinnar muni koma. Ríkinu bjóðist hagstæð lántaka og að nokkrir aðilar hafi þegar boðist til þess að taka þátt í verkefninu, meðal annars lífeyrissjóðir og norrænir bankar. Nefndi hann þar Norræna fjárfestingabankann sem dæmi.Ekki enn ákveðið hvernig gjaldtöku verði háttað Í viðtalinu sagði Sigurður enn óákveðið hvernig gjaldtöku í umferðinni yrði háttað. Hann nefndi þó kerfi sem stólar á myndavélar sem líklega lausn. Rafrænar myndavélar muni þá taka myndir af þeim bílum sem aki um svæði þar sem gjaldtakan komi til með að fara fram og eigendurnir fengju senda rukkun. Þannig myndi gjaldtakan geta gengið án þess að hindrun yrði í vegi ökufólks. Ef fyrirætlanir ráðherrans verða að veruleika má ætla að fyrstu framkvæmdir í framkvæmdahrinunni sem fyrirætluð er hefjist árið 2020. Segist Sigurður vongóður um að geta notað næsta ár til þess að klára útfærslur á áætlunum og frumvarp sem ráðgert er að þingið taki fyrir í mars. Í kjölfarið yrði svo hægt að hefja leit að fjármagni í verkin.
Borgarbyggð Lífeyrissjóðir Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Lagafrumvarp um vegtolla lagt fram í mars Jón Gunnarsson formaður umhverfis-og samgöngunefndar er bjartsýnn á að tímaáætlun samgönguáætlunar standist og lagafrumvarp um flýtiframkvæmdir og gjaldtöku verði lagt fram í mars á næsta ári. Nefndin kynnir tillögur um mögulegar fjármögnunarleiðir og gjaldtöku í vegakerfinu í janúar. 22. desember 2018 13:37 Ráðherra boðar núna vegtolla sem hann mælti gegn í fyrra Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra boðar sérstakt frumvarp um vegtolla eftir áramót. Sjálfur gagnrýndi hann forvera sinn fyrir slík áform í fyrra. 10. október 2018 21:15 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Lagafrumvarp um vegtolla lagt fram í mars Jón Gunnarsson formaður umhverfis-og samgöngunefndar er bjartsýnn á að tímaáætlun samgönguáætlunar standist og lagafrumvarp um flýtiframkvæmdir og gjaldtöku verði lagt fram í mars á næsta ári. Nefndin kynnir tillögur um mögulegar fjármögnunarleiðir og gjaldtöku í vegakerfinu í janúar. 22. desember 2018 13:37
Ráðherra boðar núna vegtolla sem hann mælti gegn í fyrra Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra boðar sérstakt frumvarp um vegtolla eftir áramót. Sjálfur gagnrýndi hann forvera sinn fyrir slík áform í fyrra. 10. október 2018 21:15