Vill borgarstjóra úr nefnd og að hann íhugi stöðu sína Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. desember 2018 18:00 Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að borgarstjóri segi sig úr vinnuhópi um skýrslu Innri endurskoðunar. Vísir Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hefur farið fram á að borgarstjóri víki úr hópi sem fer yfir niðurstöðu Braggaskýrslunnar ella víki hún. Skrifstofustjóri sem sá um framkvæmdirnar hafi heyrt beint undir borgarstjóra og því sé óeðlilegt að hann fari yfir málið. Þá sé eðlilegt að Dagur B. Eggertsson íhugi stöðu sína almennt. Flest sem farið gat úrskeiðis fór úrskeiðis í endurgerð Braggans við Nauthólseg en í skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar sem kynnt var í vikunni kemur fram að farið hafi verið á svig við lög og innkaupareglur auk þess sem eftirliti, verkferlum og ábyrgð hafi verið ábótavant. hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að eftir því sem hún hafi kynnt sér málið betur komi betur í ljós hversu alvarlegt málið sé. „Eftir að hafa lesið skýrsluna nánar þá sér maður það enn skýrar en áður hvernig allt virtist fara úrskeiðis í málinu. Það virtist ekki vera neitt eftirlit eða yfirsýn á þessari skrifstofu. Það er mjög alvarlegt,“ segir Hildur. Hún vill ekki að borgarstjóri sitji í nefnd sem fari yfir málið. „Borgarstjóri ber ábyrgð á þessu máli, hann er einn þeirra. Þannig að mér finnst óeðlilegt að hann sitji í nefnd sem fer yfir niðurstöðu skýrslu Innri endurskoðunar. Ég hef farið fram á það að hann víki. Ef hann gerir það ekki eru forsendur fyrir trúverðugri vinnu brostnar og ég mun gefa eftir mitt sæti,“ segir Hildur. Hún segir stöðu borgarstjóra grafalvarlega. „Mér finnst missa marks þegar kollegar úr pólítikinni eru sífellt að hrópa á afsögn hvers annars. Mér finnst eðlilegast að slík krafa komi frá kjósendum. Þegar borgarstjóri hefur misst traust kjósenda þá stendur hann auðvitað höllum fæti. Hvert málið hefur rekið annað nú á haustmánuðum og fleiri mál eru til skoðunnar hjá Innri endurskoðunnar. Mér finnst því eðlilegt að borgarstjóri íhugi stöðu stöðu sína “, segir Hildur Björnsdóttir að lokum. Borgarstjórn Braggamálið Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Selenskí segir Rússa bera ábyrgð á drónum í Danmörku Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Sjá meira
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hefur farið fram á að borgarstjóri víki úr hópi sem fer yfir niðurstöðu Braggaskýrslunnar ella víki hún. Skrifstofustjóri sem sá um framkvæmdirnar hafi heyrt beint undir borgarstjóra og því sé óeðlilegt að hann fari yfir málið. Þá sé eðlilegt að Dagur B. Eggertsson íhugi stöðu sína almennt. Flest sem farið gat úrskeiðis fór úrskeiðis í endurgerð Braggans við Nauthólseg en í skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar sem kynnt var í vikunni kemur fram að farið hafi verið á svig við lög og innkaupareglur auk þess sem eftirliti, verkferlum og ábyrgð hafi verið ábótavant. hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að eftir því sem hún hafi kynnt sér málið betur komi betur í ljós hversu alvarlegt málið sé. „Eftir að hafa lesið skýrsluna nánar þá sér maður það enn skýrar en áður hvernig allt virtist fara úrskeiðis í málinu. Það virtist ekki vera neitt eftirlit eða yfirsýn á þessari skrifstofu. Það er mjög alvarlegt,“ segir Hildur. Hún vill ekki að borgarstjóri sitji í nefnd sem fari yfir málið. „Borgarstjóri ber ábyrgð á þessu máli, hann er einn þeirra. Þannig að mér finnst óeðlilegt að hann sitji í nefnd sem fer yfir niðurstöðu skýrslu Innri endurskoðunar. Ég hef farið fram á það að hann víki. Ef hann gerir það ekki eru forsendur fyrir trúverðugri vinnu brostnar og ég mun gefa eftir mitt sæti,“ segir Hildur. Hún segir stöðu borgarstjóra grafalvarlega. „Mér finnst missa marks þegar kollegar úr pólítikinni eru sífellt að hrópa á afsögn hvers annars. Mér finnst eðlilegast að slík krafa komi frá kjósendum. Þegar borgarstjóri hefur misst traust kjósenda þá stendur hann auðvitað höllum fæti. Hvert málið hefur rekið annað nú á haustmánuðum og fleiri mál eru til skoðunnar hjá Innri endurskoðunnar. Mér finnst því eðlilegt að borgarstjóri íhugi stöðu stöðu sína “, segir Hildur Björnsdóttir að lokum.
Borgarstjórn Braggamálið Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Selenskí segir Rússa bera ábyrgð á drónum í Danmörku Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Sjá meira