Segir sveitarfélagið ætla að taka ævistarf afa síns eignarnámi Sveinn Arnarsson skrifar 22. desember 2018 09:00 Hópmynd af fjölskyldunni á Kleifum. Áslaug Thorlacius myndlistarmaður og fjölskylda hennar töpuðu máli gegn Blönduósbæ sem vill rifta lóðaleigusamningum við fjölskylduna og taka jörð þeirra eignarnámi. Fjölskyldan íhugar að óska eftir því við Hæstarétt að málið fái efnislega afgreiðslu fyrir Hæstarétti og telur bæinn ekki vera í rétti til að taka af þeim jörðina. Fjölskyldan og sveitarfélagið deila um jörðina Kleifar sem liggur að Blöndu sunnan við sjúkrahúsið á Blönduósi. Erfðafestuleigusamningur var gerður árið 1932 og byggingarbréf var samþykkt árið 1951. Byggingarbréfið er um 12 hektara jarðarinnar en jörðin í heild sinni er um 18 hektarar. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, dómari við Landsrétt, skilaði sératkvæði og taldi fjölskylduna vera í rétti í málinu. Vilhjálmur gagnrýnir í sératkvæði sínu að aðeins skuli vera talað um 12 hektara en jörðin sé sannarlega 18,1 hektari. Telur hann sveitarfélagið „ekki [hafa] sýnt fram á að hann eigi nein þau réttindi yfir þeim hluta lands jarðarinnar, sem erfðaleigusamningarnir ná yfir“.Yfirlitsmynd af Blönduósi, sjúkrahúsinu þar og húsunum á Kleifum.„Forsagan er sú að það er ágreiningur um eignarhald og ábúendur vildu ekki taka tilboði bæjarins um afmarkaða lóð fyrir eignir en bærinn á óumdeilt jörðina. Þetta er leigujörð,“ segir Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri á Blönduósi. „Þá var þetta eina leiðin að taka jörðina eignarnámi með eðlilegum bótum fyrir eignir. En þar á undan var búið að bjóða upp á að ábúendur fengju að halda húsum og fengju afmarkaða lóð út á það. og bærinn myndi síðan ráðstafa restinni af jörðinni undir framtíðar byggingarland.“ Hafi rökin verið sú að ekki hafi verið búið á jörðinni og enginn búskapur rekinn, telur Vilhjálmur það ekki vera nægilega sterk rök. „Þegar [sveitarfélagið] rifti byggingarbréfinu 22. desember 2009 voru liðin 15 ár frá því búskap lauk að Kleifum vegna riðuveiki sem upp kom á jörðinni. Fyrr en árið 2009 hafði stefndi aldrei gert neinar athugasemdir um vöntun á búskap eða stopula búsetu á jörðinni,“ segir í séráliti Vilhjálms. Áslaug Thorlacius og maður hennar, Finnur Arnar Arnarson, fengu menningarverðlaun DV í fyrra vegna menningarlífs á Kleifum og var stefnan sú að halda áfram á þeirri braut. „Okkur þykir þetta afar leiðinlegt því hér er um ævistarf afa míns að ræða sem verður tekið af okkur. Við munum nú senda bréf til Hæstaréttar um að fá málið tekið fyrir þar. Vonandi næst það,“ segir Áslaug. Birtist í Fréttablaðinu Blönduós Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Áslaug Thorlacius myndlistarmaður og fjölskylda hennar töpuðu máli gegn Blönduósbæ sem vill rifta lóðaleigusamningum við fjölskylduna og taka jörð þeirra eignarnámi. Fjölskyldan íhugar að óska eftir því við Hæstarétt að málið fái efnislega afgreiðslu fyrir Hæstarétti og telur bæinn ekki vera í rétti til að taka af þeim jörðina. Fjölskyldan og sveitarfélagið deila um jörðina Kleifar sem liggur að Blöndu sunnan við sjúkrahúsið á Blönduósi. Erfðafestuleigusamningur var gerður árið 1932 og byggingarbréf var samþykkt árið 1951. Byggingarbréfið er um 12 hektara jarðarinnar en jörðin í heild sinni er um 18 hektarar. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, dómari við Landsrétt, skilaði sératkvæði og taldi fjölskylduna vera í rétti í málinu. Vilhjálmur gagnrýnir í sératkvæði sínu að aðeins skuli vera talað um 12 hektara en jörðin sé sannarlega 18,1 hektari. Telur hann sveitarfélagið „ekki [hafa] sýnt fram á að hann eigi nein þau réttindi yfir þeim hluta lands jarðarinnar, sem erfðaleigusamningarnir ná yfir“.Yfirlitsmynd af Blönduósi, sjúkrahúsinu þar og húsunum á Kleifum.„Forsagan er sú að það er ágreiningur um eignarhald og ábúendur vildu ekki taka tilboði bæjarins um afmarkaða lóð fyrir eignir en bærinn á óumdeilt jörðina. Þetta er leigujörð,“ segir Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri á Blönduósi. „Þá var þetta eina leiðin að taka jörðina eignarnámi með eðlilegum bótum fyrir eignir. En þar á undan var búið að bjóða upp á að ábúendur fengju að halda húsum og fengju afmarkaða lóð út á það. og bærinn myndi síðan ráðstafa restinni af jörðinni undir framtíðar byggingarland.“ Hafi rökin verið sú að ekki hafi verið búið á jörðinni og enginn búskapur rekinn, telur Vilhjálmur það ekki vera nægilega sterk rök. „Þegar [sveitarfélagið] rifti byggingarbréfinu 22. desember 2009 voru liðin 15 ár frá því búskap lauk að Kleifum vegna riðuveiki sem upp kom á jörðinni. Fyrr en árið 2009 hafði stefndi aldrei gert neinar athugasemdir um vöntun á búskap eða stopula búsetu á jörðinni,“ segir í séráliti Vilhjálms. Áslaug Thorlacius og maður hennar, Finnur Arnar Arnarson, fengu menningarverðlaun DV í fyrra vegna menningarlífs á Kleifum og var stefnan sú að halda áfram á þeirri braut. „Okkur þykir þetta afar leiðinlegt því hér er um ævistarf afa míns að ræða sem verður tekið af okkur. Við munum nú senda bréf til Hæstaréttar um að fá málið tekið fyrir þar. Vonandi næst það,“ segir Áslaug.
Birtist í Fréttablaðinu Blönduós Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira