Sólin ósigrandi Þórlindur Kjartansson skrifar 21. desember 2018 07:00 Í dag mun vera stysti dagur ársins á norðurhveli jarðar. Milli sólarupprásar og sólarlags eru ekki nema fjórar klukkustundir og sjö mínútur í höfuðborginni—og enn styttra eftir því sem norðar dregur. Sólin lætur ekki sjá sig nema í þrjár klukkustundir og tíu mínútur á Akureyri; og Ísfirðingar þurfa að gera sér að góðu tuttugu mínútum skemmri dagsbirtu.Sálfræðitrix Áður en mannkynið náði tökum á dagatalinu hlýtur það að hafa verið angistarfullt að fylgjast með vetrinum læsa klónum í lífið á hverju hausti og hafa ekki nema óljósa hugmynd um hvenær færi að vora á ný. Auðvitað hefur mönnunum lærst að vorið kæmi á ný—en líklega hefur reynt á þolgæði margra að þrauka vetrarmánuðina eftir áramót. Eftir því sem kuldinn og veðurofsinn er meiri þeim mun meiri áhyggjur er líklegt að fólk hafi haft af endurkomu sólarinnar. En um leið og mannkynið hafði til þess þekkingu, þá var reiknað út hvaða dagur markaði þessi umskipti milli undanhalds og sóknar sólarinnar. Þess vegna eru engin samfélög þekkt þar sem ekki er haldið upp á myrkasta skammdegið í þeirri von og vissu að verra gæti það ekki orðið þennan veturinn. Jafnvel þótt mestu vetrarhörkurnar og leiðindin séu enn ókomin, þá er skammdegið sjálft á undanhaldi. Dagarnir lengjast smám saman, sigur ljóssins og hlýjunnar er í fullum undirbúningi og er óumflýjanlegur jafnvel þótt við horfum enn fram á langt harðindatímabil. Jólin eru því haldin til þess að forða okkur frá andlegri bugun og uppgjöf—og eru kannski elsta samfélagslega sálfræðitrix mannkyns.Sol invictus Meira að segja í hlýindunum suður í Róm var til forna lögð áhersla á að fagna á þeim degi þegar sigurganga sólarinnar hófst á ný. Þó eru hörðustu vetrarveður þar hátíð miðað við harðræði sem við þekkjum á norðurslóðum. Þar var haldin hátíðin Saturnalia í desember, og á vetrarsólstöðum var haldin fæðingarhátíð hinnar ósigrandi sólar, Sol invictus. Árni Björnsson þjóðháttafræðingur segir að það hafi verið Júlíus Sesar sem fastsetti þessa hátíð á 25. desember—kunnuglegri dagsetningu. Þegar kristni var lögtekin í Rómaveldi snemma á fjórðu öld lá beint við að tímasetja fæðingardag frelsarans á nákvæmlega þessum degi—enda sagðist hann vera ljós heimsins og er það sannarlega í hugum og hjörtum margra. Eftir því sem kristnin breiddist um norðurhvel reyndist fremur hægur leikur að dubba þessa hátíðisdaga upp sem kristna hátíð, því á öllu byggðu bóli voru til staðar aldalangar hefðir fyrir gleðskap og hátíðarhaldi í kringum vetrarsólstöður. Jólahátíðin er því miklu eldri en kristin trú. Það á við bæði hér á Íslandi og annars staðar. Talað var um að „drekka jólin“ og virðist sem mikið hafi verið um fyllerí á Norðurslóðum í kringum myrkasta skammdegið. Þeir siðir hafa mildast víðast hvar, nema einna helst í Bretlandi þar sem enn tíðkast að halda upp á jólin á öldurhúsum eða í heimadrykkju, enda eru Bretar sérdeilis ölkær þjóð. Hér á Íslandi líta flestir svo á að jólin séu fjölskylduhátíð—hátíð barnanna og þau eru hátíð ljóss og friðar. Það passar vel við þann skilning sem lagður er í jólahátíðina að hún marki í raun nýtt upphaf, nýja hringferð hnattarins okkar í kringum sólina. Þannig kjósum við líka að ljúka árinu við þetta tilefni og byrjum að telja upp á nýtt þegar dagarnir lengjast. Við byrjum á núlli. 1. janúar er dagurinn sem inniheldur alla möguleika nýs upphafs— óskrifað blað, eins og nýfætt barn.Öll eigum við jólin Og þar sem jólin eru í raun ekki kristin hátíð, nema í þeim skilningi að við veljum 25. desember til þess að halda upp á fæðingardag manns sem enginn veit hvenær fæddist, þá eru jólin sannarlega hátíð okkar allra. Sama hvaða trúarbrögð fólk aðhyllist, eða hvort það trúir bara alls engu—þá er erfitt að rífast við þá staðreynd að einmitt um þessar mundir byrjar þessi árlega sigurganga sólarinnar sem forsenda alls lífs og lífsgæða okkar. Varla er til sá trúleysingi, kommúnisti eða anarkisti sem ekki er tilbúinn til þess að viðurkenna að hann haldi meira með birtunni heldur en myrkrinu, meira með hlýjunni heldur en kuldanum—meira með sólinni heldur en skugganum. Og það ætti að vera erfitt að rífast yfir því að við kjósum að setja ljós í gluggana okkar og um götur og torg til þess að gera okkur skammdegið léttara. Meira að segja helgileikirnir í skólunum þyrftu ekki að fara í taugarnar á neinum, enda felst ekki í þeim nein trúarleg innræting önnur en sú að fagna nýju lífi og nýju ljósi. Jólin eru hátíð okkar allra, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Gleðilega hátíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórlindur Kjartansson Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Í dag mun vera stysti dagur ársins á norðurhveli jarðar. Milli sólarupprásar og sólarlags eru ekki nema fjórar klukkustundir og sjö mínútur í höfuðborginni—og enn styttra eftir því sem norðar dregur. Sólin lætur ekki sjá sig nema í þrjár klukkustundir og tíu mínútur á Akureyri; og Ísfirðingar þurfa að gera sér að góðu tuttugu mínútum skemmri dagsbirtu.Sálfræðitrix Áður en mannkynið náði tökum á dagatalinu hlýtur það að hafa verið angistarfullt að fylgjast með vetrinum læsa klónum í lífið á hverju hausti og hafa ekki nema óljósa hugmynd um hvenær færi að vora á ný. Auðvitað hefur mönnunum lærst að vorið kæmi á ný—en líklega hefur reynt á þolgæði margra að þrauka vetrarmánuðina eftir áramót. Eftir því sem kuldinn og veðurofsinn er meiri þeim mun meiri áhyggjur er líklegt að fólk hafi haft af endurkomu sólarinnar. En um leið og mannkynið hafði til þess þekkingu, þá var reiknað út hvaða dagur markaði þessi umskipti milli undanhalds og sóknar sólarinnar. Þess vegna eru engin samfélög þekkt þar sem ekki er haldið upp á myrkasta skammdegið í þeirri von og vissu að verra gæti það ekki orðið þennan veturinn. Jafnvel þótt mestu vetrarhörkurnar og leiðindin séu enn ókomin, þá er skammdegið sjálft á undanhaldi. Dagarnir lengjast smám saman, sigur ljóssins og hlýjunnar er í fullum undirbúningi og er óumflýjanlegur jafnvel þótt við horfum enn fram á langt harðindatímabil. Jólin eru því haldin til þess að forða okkur frá andlegri bugun og uppgjöf—og eru kannski elsta samfélagslega sálfræðitrix mannkyns.Sol invictus Meira að segja í hlýindunum suður í Róm var til forna lögð áhersla á að fagna á þeim degi þegar sigurganga sólarinnar hófst á ný. Þó eru hörðustu vetrarveður þar hátíð miðað við harðræði sem við þekkjum á norðurslóðum. Þar var haldin hátíðin Saturnalia í desember, og á vetrarsólstöðum var haldin fæðingarhátíð hinnar ósigrandi sólar, Sol invictus. Árni Björnsson þjóðháttafræðingur segir að það hafi verið Júlíus Sesar sem fastsetti þessa hátíð á 25. desember—kunnuglegri dagsetningu. Þegar kristni var lögtekin í Rómaveldi snemma á fjórðu öld lá beint við að tímasetja fæðingardag frelsarans á nákvæmlega þessum degi—enda sagðist hann vera ljós heimsins og er það sannarlega í hugum og hjörtum margra. Eftir því sem kristnin breiddist um norðurhvel reyndist fremur hægur leikur að dubba þessa hátíðisdaga upp sem kristna hátíð, því á öllu byggðu bóli voru til staðar aldalangar hefðir fyrir gleðskap og hátíðarhaldi í kringum vetrarsólstöður. Jólahátíðin er því miklu eldri en kristin trú. Það á við bæði hér á Íslandi og annars staðar. Talað var um að „drekka jólin“ og virðist sem mikið hafi verið um fyllerí á Norðurslóðum í kringum myrkasta skammdegið. Þeir siðir hafa mildast víðast hvar, nema einna helst í Bretlandi þar sem enn tíðkast að halda upp á jólin á öldurhúsum eða í heimadrykkju, enda eru Bretar sérdeilis ölkær þjóð. Hér á Íslandi líta flestir svo á að jólin séu fjölskylduhátíð—hátíð barnanna og þau eru hátíð ljóss og friðar. Það passar vel við þann skilning sem lagður er í jólahátíðina að hún marki í raun nýtt upphaf, nýja hringferð hnattarins okkar í kringum sólina. Þannig kjósum við líka að ljúka árinu við þetta tilefni og byrjum að telja upp á nýtt þegar dagarnir lengjast. Við byrjum á núlli. 1. janúar er dagurinn sem inniheldur alla möguleika nýs upphafs— óskrifað blað, eins og nýfætt barn.Öll eigum við jólin Og þar sem jólin eru í raun ekki kristin hátíð, nema í þeim skilningi að við veljum 25. desember til þess að halda upp á fæðingardag manns sem enginn veit hvenær fæddist, þá eru jólin sannarlega hátíð okkar allra. Sama hvaða trúarbrögð fólk aðhyllist, eða hvort það trúir bara alls engu—þá er erfitt að rífast við þá staðreynd að einmitt um þessar mundir byrjar þessi árlega sigurganga sólarinnar sem forsenda alls lífs og lífsgæða okkar. Varla er til sá trúleysingi, kommúnisti eða anarkisti sem ekki er tilbúinn til þess að viðurkenna að hann haldi meira með birtunni heldur en myrkrinu, meira með hlýjunni heldur en kuldanum—meira með sólinni heldur en skugganum. Og það ætti að vera erfitt að rífast yfir því að við kjósum að setja ljós í gluggana okkar og um götur og torg til þess að gera okkur skammdegið léttara. Meira að segja helgileikirnir í skólunum þyrftu ekki að fara í taugarnar á neinum, enda felst ekki í þeim nein trúarleg innræting önnur en sú að fagna nýju lífi og nýju ljósi. Jólin eru hátíð okkar allra, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Gleðilega hátíð.
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun