Dagur ætlar ekki að segja af sér vegna braggamálsins Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 20. desember 2018 20:30 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Vísir/Vilhelm Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist ekki ætla að af sér vegna braggamálsins svokallaða. Hann segir að gera verði betur og að farið hafi verið í pólitískar skotgrafir þegar málið kom upp í sumar. Sindri Sindrason ræddi við Dag í kvöldfréttum Stöðvar 2. Skýrsla innri endurskoðunar um endurgerð braggans í Nauthólsvík var kynnt í dag. Þar segir meðal annars að koma hefði mátt í veg fyrir framúrkeyrsluna ef gerðar hefðu verið úrbætur í samræmi við ábendingar frá árinu 2015 en það hafi ekki verið gert. Þá hafi sveitarstjórnarlög og lög um skjalasöfn verið brotin. Dagur segist ekki ætla að segja af sér vegna málsins. „Það sem við gerum um leið og þetta mál kemur upp í sumar er að ég geri borgarráði grein fyrir því og greini frá því að ég hafi kallað eftir skýringum vegna þess að við eigum þessu ekki að venjast. Það er samt brot á sveitarstjórnarlögum að efna til útgjalda án fjárheimilda og svo þegar skýringarnar koma fram þá ákveður meirihlutinn að fá málið algerlega upplýst af hendi innri endurskoðunar og það er sú skýrsla sem liggur fyrir í dag,“ segir Dagur. „Eitt af því sem hefur einkennt þetta mál reyndar frá upphafi er að þeir sem héldu á verkefninu og báru ábyrgð á því hjá borginni hafa alveg gengist við sinni ábyrgð.“Verði að gera betur Dagur segist gangast við því að vera yfirmaður borgarinnar en segir að borgarráð hafi ekki fengið upplýsingar og hann ekki heldur og það liggi fyrir í skýrslu innri endurskoðunar. „Ég axla mína ábyrgð með því að við förum núna i það, ég ásamt formanni borgarráðs og fulltrúa minnihlutans […] Í fyrsta lagi að upplýsa málið með því að kalla eftir þessari skýrslu og síðan taka þær ákvarðanir sem þarf með breytingum á reglum og eftirfylgni með niðurstöðunum eins og þarf.“ Innri endurskoðun gerði athugun á skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar Reykjavíkur árið 2015 og voru þá lagðar fram tillögur um úrbætur en því hefur ekki verið fylgt eftir. „Það var hópur settur í það strax eftir að sú niðurstaða lá fyrir og það var gerð grein fyrir því hvernig þeim verkefnum miðaði. Sumu er lokið öðru er ólokið og við munum fara yfir það núna í þessari vinnu sem framundan er.“Það er þannig sem þú ætlar að axla ábyrgð, þú ætlar að reyna að gera betur næst ekki segja af þér? „Já, við verðum að gera betur vegna þess að við eigum ekki því að venjast að verkefni fari svona framúr og fari í framkvæmd án fjárheimilda hjá borginni.“ Dagur viðurkennir þó að þetta sé ekki eina verkefnið sem hafi farið fram úr áætlun. „Það sem er sérstakt við þetta verkefni er að þarna er farið fram úr án fjárheimilda. Án þess að í raun þegar sú breytingeins og skýrslan lýsir ágætlega, við förum af stað með verkefni sem átti að felast í því að fara í lágmarksframkvæmdir við að standsetja stúdentabragga sem átti að leigjast út með lágri leigu og það sem í raun þróast er full endurgerð af mjög miklum metnaði á bragga sem kostaði meira án þess að sóttar væru til þess eðlilegar heimildir.“ „Þetta mál er þannig vaxið að það voru vissulega settar fram einhverjar hugleiðingar pólitískt, það fór svolítið í pólitískar skotgrafir þegar það kom upp i sumar. En það vakti athygli eftir að niðurstöðurnar voru kynntar og búið var að fara yfir málið að það var fólki ekki efst í huga.“ Braggamálið Tengdar fréttir Segist ósáttur við framúrkeyrslu og finnur til ábyrgðar vegna Braggamálsins Vill nýta skýrslu Innri endurskoðunar til umbóta. 20. desember 2018 15:58 Borgarfulltrúar í miklum umbótaham eftir útgáfu Braggaskýrslunnar Borgarfulltrúar sem Vísir náði tali af í dag sammælast um draga þurfi lærdóm af Braggamálinu en skýrsla Innri endurskoðunar varðandi framkvæmdirnar var birt síðdegis. 20. desember 2018 14:44 Hrólfur hlýtur harða útreið í Braggaskýrslu Innri endurskoðunar Dæmi eru um að villandi og jafnvel rangar upplýsingar varðandi framkvæmdir við Braggann í Nauthólsvík hafi farið til borgarráðs, auk þess sem borgarráð var ekki nægilega upplýst um framvindu mála. 20. desember 2018 13:33 Sjálfstæðismenn: Áfellisdómur yfir stjórnkerfi borgarinnar, Hrólf og borgarstjóra Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks segja skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um Braggamálið draga upp dekkri mynd en fulltrúum Sjálfstæðisflokks í borgarráði óraði fyrir. 20. desember 2018 14:05 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Fleiri fréttir Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist ekki ætla að af sér vegna braggamálsins svokallaða. Hann segir að gera verði betur og að farið hafi verið í pólitískar skotgrafir þegar málið kom upp í sumar. Sindri Sindrason ræddi við Dag í kvöldfréttum Stöðvar 2. Skýrsla innri endurskoðunar um endurgerð braggans í Nauthólsvík var kynnt í dag. Þar segir meðal annars að koma hefði mátt í veg fyrir framúrkeyrsluna ef gerðar hefðu verið úrbætur í samræmi við ábendingar frá árinu 2015 en það hafi ekki verið gert. Þá hafi sveitarstjórnarlög og lög um skjalasöfn verið brotin. Dagur segist ekki ætla að segja af sér vegna málsins. „Það sem við gerum um leið og þetta mál kemur upp í sumar er að ég geri borgarráði grein fyrir því og greini frá því að ég hafi kallað eftir skýringum vegna þess að við eigum þessu ekki að venjast. Það er samt brot á sveitarstjórnarlögum að efna til útgjalda án fjárheimilda og svo þegar skýringarnar koma fram þá ákveður meirihlutinn að fá málið algerlega upplýst af hendi innri endurskoðunar og það er sú skýrsla sem liggur fyrir í dag,“ segir Dagur. „Eitt af því sem hefur einkennt þetta mál reyndar frá upphafi er að þeir sem héldu á verkefninu og báru ábyrgð á því hjá borginni hafa alveg gengist við sinni ábyrgð.“Verði að gera betur Dagur segist gangast við því að vera yfirmaður borgarinnar en segir að borgarráð hafi ekki fengið upplýsingar og hann ekki heldur og það liggi fyrir í skýrslu innri endurskoðunar. „Ég axla mína ábyrgð með því að við förum núna i það, ég ásamt formanni borgarráðs og fulltrúa minnihlutans […] Í fyrsta lagi að upplýsa málið með því að kalla eftir þessari skýrslu og síðan taka þær ákvarðanir sem þarf með breytingum á reglum og eftirfylgni með niðurstöðunum eins og þarf.“ Innri endurskoðun gerði athugun á skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar Reykjavíkur árið 2015 og voru þá lagðar fram tillögur um úrbætur en því hefur ekki verið fylgt eftir. „Það var hópur settur í það strax eftir að sú niðurstaða lá fyrir og það var gerð grein fyrir því hvernig þeim verkefnum miðaði. Sumu er lokið öðru er ólokið og við munum fara yfir það núna í þessari vinnu sem framundan er.“Það er þannig sem þú ætlar að axla ábyrgð, þú ætlar að reyna að gera betur næst ekki segja af þér? „Já, við verðum að gera betur vegna þess að við eigum ekki því að venjast að verkefni fari svona framúr og fari í framkvæmd án fjárheimilda hjá borginni.“ Dagur viðurkennir þó að þetta sé ekki eina verkefnið sem hafi farið fram úr áætlun. „Það sem er sérstakt við þetta verkefni er að þarna er farið fram úr án fjárheimilda. Án þess að í raun þegar sú breytingeins og skýrslan lýsir ágætlega, við förum af stað með verkefni sem átti að felast í því að fara í lágmarksframkvæmdir við að standsetja stúdentabragga sem átti að leigjast út með lágri leigu og það sem í raun þróast er full endurgerð af mjög miklum metnaði á bragga sem kostaði meira án þess að sóttar væru til þess eðlilegar heimildir.“ „Þetta mál er þannig vaxið að það voru vissulega settar fram einhverjar hugleiðingar pólitískt, það fór svolítið í pólitískar skotgrafir þegar það kom upp i sumar. En það vakti athygli eftir að niðurstöðurnar voru kynntar og búið var að fara yfir málið að það var fólki ekki efst í huga.“
Braggamálið Tengdar fréttir Segist ósáttur við framúrkeyrslu og finnur til ábyrgðar vegna Braggamálsins Vill nýta skýrslu Innri endurskoðunar til umbóta. 20. desember 2018 15:58 Borgarfulltrúar í miklum umbótaham eftir útgáfu Braggaskýrslunnar Borgarfulltrúar sem Vísir náði tali af í dag sammælast um draga þurfi lærdóm af Braggamálinu en skýrsla Innri endurskoðunar varðandi framkvæmdirnar var birt síðdegis. 20. desember 2018 14:44 Hrólfur hlýtur harða útreið í Braggaskýrslu Innri endurskoðunar Dæmi eru um að villandi og jafnvel rangar upplýsingar varðandi framkvæmdir við Braggann í Nauthólsvík hafi farið til borgarráðs, auk þess sem borgarráð var ekki nægilega upplýst um framvindu mála. 20. desember 2018 13:33 Sjálfstæðismenn: Áfellisdómur yfir stjórnkerfi borgarinnar, Hrólf og borgarstjóra Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks segja skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um Braggamálið draga upp dekkri mynd en fulltrúum Sjálfstæðisflokks í borgarráði óraði fyrir. 20. desember 2018 14:05 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Fleiri fréttir Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Sjá meira
Segist ósáttur við framúrkeyrslu og finnur til ábyrgðar vegna Braggamálsins Vill nýta skýrslu Innri endurskoðunar til umbóta. 20. desember 2018 15:58
Borgarfulltrúar í miklum umbótaham eftir útgáfu Braggaskýrslunnar Borgarfulltrúar sem Vísir náði tali af í dag sammælast um draga þurfi lærdóm af Braggamálinu en skýrsla Innri endurskoðunar varðandi framkvæmdirnar var birt síðdegis. 20. desember 2018 14:44
Hrólfur hlýtur harða útreið í Braggaskýrslu Innri endurskoðunar Dæmi eru um að villandi og jafnvel rangar upplýsingar varðandi framkvæmdir við Braggann í Nauthólsvík hafi farið til borgarráðs, auk þess sem borgarráð var ekki nægilega upplýst um framvindu mála. 20. desember 2018 13:33
Sjálfstæðismenn: Áfellisdómur yfir stjórnkerfi borgarinnar, Hrólf og borgarstjóra Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks segja skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um Braggamálið draga upp dekkri mynd en fulltrúum Sjálfstæðisflokks í borgarráði óraði fyrir. 20. desember 2018 14:05