Borgarfulltrúar í miklum umbótaham eftir útgáfu Braggaskýrslunnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. desember 2018 14:44 Líf Magneudóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs og borgarfulltrúi Viðreisnar, og Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar og borgarfulltrúi Pírata. Vísir/vilhelm Borgarfulltrúar sem Vísir náði tali af í dag sammælast um draga þurfi lærdóm af Braggamálinu en skýrsla Innri endurskoðunar varðandi framkvæmdirnar var birt síðdegis. Borgarfulltrúi Pírata segir niðurstöðurnar ekki hafa komið sér á óvart og formaður borgarráðs segir ráðið í umbótaham.Sjá einnig: Hrólfur hlýtur harða útreið í Braggaskýrslu Innri endurskoðunar Í niðurstöðum Innri endurskoðunar kemur m.a. fram að villandi og jafnvel röngum upplýsingum varðandi framkvæmdir við braggann í Nauthólsvík hafi verið komið til borgarráðs. Þá hafi ráðið ekki verið upplýst um framvindu mála. Einnig hafi upplýsingastreymi verkefnisins verið ófullnægjandi á allflestum stigum og þá hafi sveitarstjórnarlög verið brotin þegar farið var fram úr kostnaðaráætlun áður en sótt var um viðbótarfjármagn.Bragginn umdeildi í Nauthólsvík.Vísir/VilhelmMargt ámælisvert í niðurstöðunum Líf Magneudóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna segist aðspurð ekki búin að lesa skýrsluna en hún, líkt og aðrir borgarfulltrúar, fékk kynningu á helstu niðurstöðum á fundi með Innri endurskoðun í morgun. Innt eftir því hvort eitthvað í niðurstöðunum verki sláandi við fyrstu sín segir Líf margt ámælisvert. „Það er auðvitað það að við, sem berum sannarlega ábyrgð á öllu því sem fram fer, höfum ekki fengið greinargóðar eða ítarlegar upplýsingar og stundum höfum við jafnvel ekki fengið upplýsingar, sem er mjög ámælisvert.“ Líf segir ljóst að miklar brotalamir séu í kerfinu. Nú muni borgarfulltrúar setjast yfir skýrsluna og skoða tillögur um úrbætur. „Við drögum lærdóm af þessari skýrslu, það er það fyrsta sem við þurfum að hafa í huga. Og passa upp á að þetta gerist ekki aftur í framtíðinni,“ segir Líf. Niðurstöðurnar í samræmi við væntingar Pírata Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og forseti borgarstjórnar, sat ekki fund borgarráðs og Innri endurskoðunar í morgun en hefur náð að fara yfir helstu niðurstöður skýrslunnar. Hún segir í samtali við Vísi að niðurstöðurnar hafi ekki komið sér á óvart. „Það sem ég sé strax er að niðurstöðurnar eru mikið til í samræmi við það sem við Píratar bjuggumst við. Það er að segja að málið kom of lítið inn á borð kjörinna fulltrúa, það var ekki með nægum hætti fengin heimild til að stækka verkið og það vantaði upp á kostnaðaráætlanir.“Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins mun ásamt Þórdísi Lóu og Degi stýra innleiðingu úrbóta byggðum á niðurstöðum skýrslunnar.VísirÞórdís Lóa, Dagur og Hildur fara fyrir úrbótum Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs og borgarfulltrúi Viðreisnar, segir í samtali við Vísi að sér þyki skýrslan afar vel unnin og greinargóð. „Þarna eru ýmis mjög alvarleg mál að okkar mati, sem snýr að ákvarðanatöku, upplýsingagjöf, eftirliti og fleiri þáttum.“ Hún segir borgarráð í umbótaham og hafi þegar ráðist í ákveðnar úrbætur til að koma í veg fyrir að svona lagað komi fyrir aftur. Á fundi borgarráðs í morgun var til að mynda ákveðið að Þórdís Lóa sjálf, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins muni fara fyrir innleiðingu úrbóta í ljósi hinnar nýútkomnu skýrslu. Ljóst er að víða voru brotnar reglur við framkvæmdir á bragganum. Aðspurð hvort einhver viðurlög verði við brotum hlutaðeigandi aðila gefur Þórdís Lóa ekki afgerandi svar. Hún segir að umrædd brot á reglum hafi verið sá þáttur skýrslunnar sem kom sér einna mest á óvart. Lagt sé til að verklag sem snýr að ábyrgð og skyldu starfsmanna verði skoðað og mun borgarráð koma til með að vinna að því. Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segist ekki hafa farið nægilega vel yfir niðurstöður skýrslunnar til að tjá sig um þær að svo stöddu. Borgarstjórn Braggamálið Tengdar fréttir Mikil óvissa í upphafi með braggann Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að mikil óvissa hafi verið um braggamálið þar sem að um er að ræða minjar. Meira fé var veitt í verkefnið í september fyrir ári síðan en það dugði ekki til. 10. nóvember 2018 14:04 Hrólfur hlýtur harða útreið í Braggaskýrslu Innri endurskoðunar Dæmi eru um að villandi og jafnvel rangar upplýsingar varðandi framkvæmdir við Braggann í Nauthólsvík hafi farið til borgarráðs, auk þess sem borgarráð var ekki nægilega upplýst um framvindu mála. 20. desember 2018 13:33 Sjálfstæðismenn: Áfellisdómur yfir stjórnkerfi borgarinnar, Hrólf og borgarstjóra Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks segja skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um Braggamálið draga upp dekkri mynd en fulltrúum Sjálfstæðisflokks í borgarráði óraði fyrir. 20. desember 2018 14:05 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Sjá meira
Borgarfulltrúar sem Vísir náði tali af í dag sammælast um draga þurfi lærdóm af Braggamálinu en skýrsla Innri endurskoðunar varðandi framkvæmdirnar var birt síðdegis. Borgarfulltrúi Pírata segir niðurstöðurnar ekki hafa komið sér á óvart og formaður borgarráðs segir ráðið í umbótaham.Sjá einnig: Hrólfur hlýtur harða útreið í Braggaskýrslu Innri endurskoðunar Í niðurstöðum Innri endurskoðunar kemur m.a. fram að villandi og jafnvel röngum upplýsingum varðandi framkvæmdir við braggann í Nauthólsvík hafi verið komið til borgarráðs. Þá hafi ráðið ekki verið upplýst um framvindu mála. Einnig hafi upplýsingastreymi verkefnisins verið ófullnægjandi á allflestum stigum og þá hafi sveitarstjórnarlög verið brotin þegar farið var fram úr kostnaðaráætlun áður en sótt var um viðbótarfjármagn.Bragginn umdeildi í Nauthólsvík.Vísir/VilhelmMargt ámælisvert í niðurstöðunum Líf Magneudóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna segist aðspurð ekki búin að lesa skýrsluna en hún, líkt og aðrir borgarfulltrúar, fékk kynningu á helstu niðurstöðum á fundi með Innri endurskoðun í morgun. Innt eftir því hvort eitthvað í niðurstöðunum verki sláandi við fyrstu sín segir Líf margt ámælisvert. „Það er auðvitað það að við, sem berum sannarlega ábyrgð á öllu því sem fram fer, höfum ekki fengið greinargóðar eða ítarlegar upplýsingar og stundum höfum við jafnvel ekki fengið upplýsingar, sem er mjög ámælisvert.“ Líf segir ljóst að miklar brotalamir séu í kerfinu. Nú muni borgarfulltrúar setjast yfir skýrsluna og skoða tillögur um úrbætur. „Við drögum lærdóm af þessari skýrslu, það er það fyrsta sem við þurfum að hafa í huga. Og passa upp á að þetta gerist ekki aftur í framtíðinni,“ segir Líf. Niðurstöðurnar í samræmi við væntingar Pírata Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og forseti borgarstjórnar, sat ekki fund borgarráðs og Innri endurskoðunar í morgun en hefur náð að fara yfir helstu niðurstöður skýrslunnar. Hún segir í samtali við Vísi að niðurstöðurnar hafi ekki komið sér á óvart. „Það sem ég sé strax er að niðurstöðurnar eru mikið til í samræmi við það sem við Píratar bjuggumst við. Það er að segja að málið kom of lítið inn á borð kjörinna fulltrúa, það var ekki með nægum hætti fengin heimild til að stækka verkið og það vantaði upp á kostnaðaráætlanir.“Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins mun ásamt Þórdísi Lóu og Degi stýra innleiðingu úrbóta byggðum á niðurstöðum skýrslunnar.VísirÞórdís Lóa, Dagur og Hildur fara fyrir úrbótum Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs og borgarfulltrúi Viðreisnar, segir í samtali við Vísi að sér þyki skýrslan afar vel unnin og greinargóð. „Þarna eru ýmis mjög alvarleg mál að okkar mati, sem snýr að ákvarðanatöku, upplýsingagjöf, eftirliti og fleiri þáttum.“ Hún segir borgarráð í umbótaham og hafi þegar ráðist í ákveðnar úrbætur til að koma í veg fyrir að svona lagað komi fyrir aftur. Á fundi borgarráðs í morgun var til að mynda ákveðið að Þórdís Lóa sjálf, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins muni fara fyrir innleiðingu úrbóta í ljósi hinnar nýútkomnu skýrslu. Ljóst er að víða voru brotnar reglur við framkvæmdir á bragganum. Aðspurð hvort einhver viðurlög verði við brotum hlutaðeigandi aðila gefur Þórdís Lóa ekki afgerandi svar. Hún segir að umrædd brot á reglum hafi verið sá þáttur skýrslunnar sem kom sér einna mest á óvart. Lagt sé til að verklag sem snýr að ábyrgð og skyldu starfsmanna verði skoðað og mun borgarráð koma til með að vinna að því. Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segist ekki hafa farið nægilega vel yfir niðurstöður skýrslunnar til að tjá sig um þær að svo stöddu.
Borgarstjórn Braggamálið Tengdar fréttir Mikil óvissa í upphafi með braggann Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að mikil óvissa hafi verið um braggamálið þar sem að um er að ræða minjar. Meira fé var veitt í verkefnið í september fyrir ári síðan en það dugði ekki til. 10. nóvember 2018 14:04 Hrólfur hlýtur harða útreið í Braggaskýrslu Innri endurskoðunar Dæmi eru um að villandi og jafnvel rangar upplýsingar varðandi framkvæmdir við Braggann í Nauthólsvík hafi farið til borgarráðs, auk þess sem borgarráð var ekki nægilega upplýst um framvindu mála. 20. desember 2018 13:33 Sjálfstæðismenn: Áfellisdómur yfir stjórnkerfi borgarinnar, Hrólf og borgarstjóra Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks segja skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um Braggamálið draga upp dekkri mynd en fulltrúum Sjálfstæðisflokks í borgarráði óraði fyrir. 20. desember 2018 14:05 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Sjá meira
Mikil óvissa í upphafi með braggann Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að mikil óvissa hafi verið um braggamálið þar sem að um er að ræða minjar. Meira fé var veitt í verkefnið í september fyrir ári síðan en það dugði ekki til. 10. nóvember 2018 14:04
Hrólfur hlýtur harða útreið í Braggaskýrslu Innri endurskoðunar Dæmi eru um að villandi og jafnvel rangar upplýsingar varðandi framkvæmdir við Braggann í Nauthólsvík hafi farið til borgarráðs, auk þess sem borgarráð var ekki nægilega upplýst um framvindu mála. 20. desember 2018 13:33
Sjálfstæðismenn: Áfellisdómur yfir stjórnkerfi borgarinnar, Hrólf og borgarstjóra Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks segja skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um Braggamálið draga upp dekkri mynd en fulltrúum Sjálfstæðisflokks í borgarráði óraði fyrir. 20. desember 2018 14:05