Sjálfstæðismenn: Áfellisdómur yfir stjórnkerfi borgarinnar, Hrólf og borgarstjóra Atli Ísleifsson skrifar 20. desember 2018 14:05 Eyþór Arnalds, leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. vísir/vilhelm Skýrsla innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um Braggamálið svokallaða dregur upp dekkri mynd en fulltrúum Sjálfstæðisflokks í borgarráði óraði fyrir. Sjálfstæðismenn segja skýrsluna vera áfellisdóm yfir stjórnkerfi Reykjavíkurborgar, fyrrum skrifstofustjóra SEA og borgarstjóra. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins en skýrsla Innri endurskoðunar var kynnt fyrr í dag. Farið hafi hafi verið fram úr samþykktum fjárheimildum og þess ekki gætt að sækja um viðbótarfjármagn áður en stofnað var til kostnaðar. Slíkt sé bæði brot á sveitastjórnarlögum og reglum borgarinnar.Villandi og rangar upplýsingar Sjálfstæðismenn benda í yfirlýsingu sinni á að borgarráði hafi verið veittar villandi og rangar upplýsingar um verkefnið. Kostnaðareftirliti, upplýsingastreymi og skjölun hafi verið ábótavant og hlítni við lög, innkaupareglur, starfslýsingar, verkferla, ábyrgð og forsvar hafi ekki verið nægjanleg. „Fram kemur í skýrslunni að fyrrverandi skrifstofustjóri SEA [Hrólfur Jónsson hjá skrifstofu eigna og atvinnuþróunar] hafi ekki sinnt sinni stjórnendaábyrgð, enda hefði honum borið að fylgjast með verkefnum skrifstofunnar og upplýsa sína yfirmenn og borgarráð um gang mála. Þó kemur fram í skýrslunni að þetta leysi þó ekki næstu yfirmenn skrifstofustjórans, þ.e. borgarritara og borgarstjóra, undan þeirri ábyrgð að hafa heildarsýn yfir rekstur einingarinnar og verkefni hennar. Borgarstjóri, sem starfaði sem næsti yfirmaður skrifstofustjóra SEA, hefði átt að gegna þeirri stjórnunarlegu skyldu að fara yfir veruleg frávik í verkefnum skrifstofunnar. Þess var ekki gætt og skýrslan því ákveðinn áfellisdómur yfir borgarstjóra. Á síðustu árum hefur Reykjavíkurborg eytt fleiri hundruð milljónum í endurbætur á húsnæði fyrir veitingarekstur. Þessum fjármunum hefði verið mun betur varið í grunnþjónustu við borgarbúa.Hrólfur Jónsson, fyrrverandi skrifstofustjóri eignaþróunar hjá Reykjavíkurborg.Rétt er að taka fram að innri endurskoðandi skilaði svartri skýrslu árið 2015 um skrifstofu eigna og atvinnuþróunar (SEA). Í skýrslunni, sem kynnt var í dag, kemur fram að ef brugðist hefði verið við áður gerðum athugasemdum innri endurskoðanda frá 2015, sem voru 30 talsins, þá hefði mátt koma í veg fyrir þetta klúður. Árið 2015 var skipaður starfshópur til að leysa úr ábendingum innri endurskoðenda um SEA. Það er með algerum ólíkindum að nú þremur árum síðar eigi enn eftir að leysa úr 24 þessari ábendinga af 30 í starfsemi SEA. Í skýrslunni, sem kynnt var í dag, segir að samkvæmt skipuriti sé borgarritari næsti yfirmaður skrifstofustjóra SEA, en þó hafi mál skrifstofunnar ekki verið á hans borði heldur farið beint til borgarstjóra og því hafi ekki verið unnið samkvæmt réttri umboðskeðju. Ljóst er að innkaupareglur Reykjavíkurborgar voru brotnar og undanþáguheimilda innkauparáðs var ekki aflað eins og skylt er að gera skv. 13. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar. Þar segir að skylt sé að afla fyrirfram samþykkis innkauparáðs fyrir beitingu undanþáguheimilda. Þetta ákvæði á m.a. við ef ætlunin er að viðhafa bein þjónustukaup án þess að notast sé við formlegt innkaupaferli. Þá er jafnframt ljóst að aðeins í einu tilviki voru til gögn frá skrifstofu eigna og atvinnuþróunar sem sýndu samanburðartilboð eða verðfyrirspurn. Jafnframt voru ekki til staðar gögn sem sýndu fram á að leitað hefði verið hagkvæmustu tilboða eins og sagði orðrétt í áliti borgarlögmanns um málið. Eins lágu engir skriflegir samningar til grundvallar framkvæmdinni þar sem engin útboð voru viðhöfð. Samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar, og öllu framanrituðu, virðist ótalmargt hafa farið úrskeiðis við framkvæmdina. Skýrslan er áfellisdómur yfir stjórnkerfi Reykjavíkurborgar, fyrrum skrifstofustjóra SEA og ekki síst borgarstjóra,“ segir í yfirlýsingunni. Borgarstjórn Braggamálið Tengdar fréttir Hrólfur hlýtur harða útreið í Braggaskýrslu Innri endurskoðunar Dæmi eru um að villandi og jafnvel rangar upplýsingar varðandi framkvæmdir við Braggann í Nauthólsvík hafi farið til borgarráðs, auk þess sem borgarráð var ekki nægilega upplýst um framvindu mála. 20. desember 2018 13:33 Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira
Skýrsla innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um Braggamálið svokallaða dregur upp dekkri mynd en fulltrúum Sjálfstæðisflokks í borgarráði óraði fyrir. Sjálfstæðismenn segja skýrsluna vera áfellisdóm yfir stjórnkerfi Reykjavíkurborgar, fyrrum skrifstofustjóra SEA og borgarstjóra. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins en skýrsla Innri endurskoðunar var kynnt fyrr í dag. Farið hafi hafi verið fram úr samþykktum fjárheimildum og þess ekki gætt að sækja um viðbótarfjármagn áður en stofnað var til kostnaðar. Slíkt sé bæði brot á sveitastjórnarlögum og reglum borgarinnar.Villandi og rangar upplýsingar Sjálfstæðismenn benda í yfirlýsingu sinni á að borgarráði hafi verið veittar villandi og rangar upplýsingar um verkefnið. Kostnaðareftirliti, upplýsingastreymi og skjölun hafi verið ábótavant og hlítni við lög, innkaupareglur, starfslýsingar, verkferla, ábyrgð og forsvar hafi ekki verið nægjanleg. „Fram kemur í skýrslunni að fyrrverandi skrifstofustjóri SEA [Hrólfur Jónsson hjá skrifstofu eigna og atvinnuþróunar] hafi ekki sinnt sinni stjórnendaábyrgð, enda hefði honum borið að fylgjast með verkefnum skrifstofunnar og upplýsa sína yfirmenn og borgarráð um gang mála. Þó kemur fram í skýrslunni að þetta leysi þó ekki næstu yfirmenn skrifstofustjórans, þ.e. borgarritara og borgarstjóra, undan þeirri ábyrgð að hafa heildarsýn yfir rekstur einingarinnar og verkefni hennar. Borgarstjóri, sem starfaði sem næsti yfirmaður skrifstofustjóra SEA, hefði átt að gegna þeirri stjórnunarlegu skyldu að fara yfir veruleg frávik í verkefnum skrifstofunnar. Þess var ekki gætt og skýrslan því ákveðinn áfellisdómur yfir borgarstjóra. Á síðustu árum hefur Reykjavíkurborg eytt fleiri hundruð milljónum í endurbætur á húsnæði fyrir veitingarekstur. Þessum fjármunum hefði verið mun betur varið í grunnþjónustu við borgarbúa.Hrólfur Jónsson, fyrrverandi skrifstofustjóri eignaþróunar hjá Reykjavíkurborg.Rétt er að taka fram að innri endurskoðandi skilaði svartri skýrslu árið 2015 um skrifstofu eigna og atvinnuþróunar (SEA). Í skýrslunni, sem kynnt var í dag, kemur fram að ef brugðist hefði verið við áður gerðum athugasemdum innri endurskoðanda frá 2015, sem voru 30 talsins, þá hefði mátt koma í veg fyrir þetta klúður. Árið 2015 var skipaður starfshópur til að leysa úr ábendingum innri endurskoðenda um SEA. Það er með algerum ólíkindum að nú þremur árum síðar eigi enn eftir að leysa úr 24 þessari ábendinga af 30 í starfsemi SEA. Í skýrslunni, sem kynnt var í dag, segir að samkvæmt skipuriti sé borgarritari næsti yfirmaður skrifstofustjóra SEA, en þó hafi mál skrifstofunnar ekki verið á hans borði heldur farið beint til borgarstjóra og því hafi ekki verið unnið samkvæmt réttri umboðskeðju. Ljóst er að innkaupareglur Reykjavíkurborgar voru brotnar og undanþáguheimilda innkauparáðs var ekki aflað eins og skylt er að gera skv. 13. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar. Þar segir að skylt sé að afla fyrirfram samþykkis innkauparáðs fyrir beitingu undanþáguheimilda. Þetta ákvæði á m.a. við ef ætlunin er að viðhafa bein þjónustukaup án þess að notast sé við formlegt innkaupaferli. Þá er jafnframt ljóst að aðeins í einu tilviki voru til gögn frá skrifstofu eigna og atvinnuþróunar sem sýndu samanburðartilboð eða verðfyrirspurn. Jafnframt voru ekki til staðar gögn sem sýndu fram á að leitað hefði verið hagkvæmustu tilboða eins og sagði orðrétt í áliti borgarlögmanns um málið. Eins lágu engir skriflegir samningar til grundvallar framkvæmdinni þar sem engin útboð voru viðhöfð. Samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar, og öllu framanrituðu, virðist ótalmargt hafa farið úrskeiðis við framkvæmdina. Skýrslan er áfellisdómur yfir stjórnkerfi Reykjavíkurborgar, fyrrum skrifstofustjóra SEA og ekki síst borgarstjóra,“ segir í yfirlýsingunni.
Borgarstjórn Braggamálið Tengdar fréttir Hrólfur hlýtur harða útreið í Braggaskýrslu Innri endurskoðunar Dæmi eru um að villandi og jafnvel rangar upplýsingar varðandi framkvæmdir við Braggann í Nauthólsvík hafi farið til borgarráðs, auk þess sem borgarráð var ekki nægilega upplýst um framvindu mála. 20. desember 2018 13:33 Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira
Hrólfur hlýtur harða útreið í Braggaskýrslu Innri endurskoðunar Dæmi eru um að villandi og jafnvel rangar upplýsingar varðandi framkvæmdir við Braggann í Nauthólsvík hafi farið til borgarráðs, auk þess sem borgarráð var ekki nægilega upplýst um framvindu mála. 20. desember 2018 13:33