Eignast ekki stærri en fimm prósenta hlut Kristinn Ingi Jónsson skrifar 20. desember 2018 09:00 Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Fréttablaðið/Valli Lífeyrissjóðir munu líklega kaupa hlut í Íslandsbanka og Landsbankanum ef hlutabréf í þeim verða skráð á markað en þeir horfa ekki til þess að eignast stærri en fimm prósenta hlut. Þetta segir Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, í samtali við Bloomberg. „Það væri ekki gott fyrir lífeyrissjóð að eiga of stóran hlut í banka,“ segir hann. „Við verðum taka með í reikninginn að við keppum við bankana og erum stórir viðskiptavinir þeirra, auk þess sem við erum eigendur í mörgum fyrirtækjum sem eru einnig viðskiptavinir bankanna.“ Starfshópur fjármála- og efnahagsráðherra sem vann hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið taldi æskilegt að stjórnvöld seldu Íslandsbanka í heild eða að hluta til erlends banka. Samhliða væri ástæða til þess að hefja undirbúning að skráningu og sölu á hluta af eignarhlut ríkisins í Landsbankanum. Haukur segir að íslenskir fjárfestar séu ekki sannfærðir um að margir áhugasamir kaupendur finnist að eignarhlutum ríkisins í Íslandsbanka og Landsbankanum. „Evrópskir bankar hafa ekki beinlínis staðið í röð til þess að kaupa íslenska banka og ég sé það ekki breytast í náinni framtíð,“ nefnir Haukur. Fram kom í áðurnefndri hvítbók að dreift eignarhald ólíkra áhrifafjárfesta, meðal annars erlends banka, í bland við þátttöku almennings væri ákjósanlegasta fyrirkomulag eignarhalds á bönkunum til framtíðar. Var auk þess bent á að ríkissjóður væri, sem eigandi Íslandsbanka og Landsbankans, með um 300 milljarða króna bundna í eignarhlutum í bankakerfinu. Birtist í Fréttablaðinu Hvítbók fyrir fjármálakerfið Lífeyrissjóðir Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira
Lífeyrissjóðir munu líklega kaupa hlut í Íslandsbanka og Landsbankanum ef hlutabréf í þeim verða skráð á markað en þeir horfa ekki til þess að eignast stærri en fimm prósenta hlut. Þetta segir Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, í samtali við Bloomberg. „Það væri ekki gott fyrir lífeyrissjóð að eiga of stóran hlut í banka,“ segir hann. „Við verðum taka með í reikninginn að við keppum við bankana og erum stórir viðskiptavinir þeirra, auk þess sem við erum eigendur í mörgum fyrirtækjum sem eru einnig viðskiptavinir bankanna.“ Starfshópur fjármála- og efnahagsráðherra sem vann hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið taldi æskilegt að stjórnvöld seldu Íslandsbanka í heild eða að hluta til erlends banka. Samhliða væri ástæða til þess að hefja undirbúning að skráningu og sölu á hluta af eignarhlut ríkisins í Landsbankanum. Haukur segir að íslenskir fjárfestar séu ekki sannfærðir um að margir áhugasamir kaupendur finnist að eignarhlutum ríkisins í Íslandsbanka og Landsbankanum. „Evrópskir bankar hafa ekki beinlínis staðið í röð til þess að kaupa íslenska banka og ég sé það ekki breytast í náinni framtíð,“ nefnir Haukur. Fram kom í áðurnefndri hvítbók að dreift eignarhald ólíkra áhrifafjárfesta, meðal annars erlends banka, í bland við þátttöku almennings væri ákjósanlegasta fyrirkomulag eignarhalds á bönkunum til framtíðar. Var auk þess bent á að ríkissjóður væri, sem eigandi Íslandsbanka og Landsbankans, með um 300 milljarða króna bundna í eignarhlutum í bankakerfinu.
Birtist í Fréttablaðinu Hvítbók fyrir fjármálakerfið Lífeyrissjóðir Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira