Þingeyringar vilja vegagerð fyrir andvirði Íslandsbanka Kristján Már Unnarsson skrifar 30. desember 2018 22:30 Frá vegagerð við Reykjanesbraut. Vísir/Ernir „Okkar tillaga er: Seljum bankann eins og skot. Og setjum þessa peninga í samgöngumál. Punktur og basta!“ Þetta segja ritfélagarnir þrír á Þingeyri, þeir Hallgrímur Sveinsson, Guðmundur Ingvarsson og Bjarni Einarsson, í sameiginlegri grein sem birtist bæði á Þingeyrarvefnum og Bæjarins besta, en þremenningarnir hafa undanfarin ár vakið athygli fyrir greinaskrif um þjóðfélagsmál. Þingeyringarnir þrír rita reglulega saman greinar um hin ýmsu þjóðfélagsmál. Nú leggja þeir til að Íslandsbanki verði seldur til að fjármagna vegagerð.„Smáskammtalækningar leysa ekki vandann“ er fyrirsögn greinarinnar en þeir segja að í samgöngumálum þurfi fyrst og fremst stórhug, kjark og vilja, og rifja upp tillögu sem þeir hafa áður kynnt: „Hlutur ríkisins í Íslandsbanka verði seldur nú þegar. Raunhæft markaðsverð, varlega áætlað af sérfræðingum, 140 milljarðar króna. Í nýrri hvítbók er tæpt á þessu máli. Og auðvitað slegið úr og í að vanda. Okkar tillaga er: Seljum bankann eins og skot. Og setjum þessa peninga í samgöngumál. Punktur og basta! Ríkissjóður hefur ekkert að gera með að eiga tvo banka af þremur aðalbönkum landsins. Það ætti að vera honum nóg að eiga Landsbankann að fullu eins og er í dag. En það á ekki að selja fimmeyring í honum að okkar mati og margra fleiri,“ segja öldungarnir. Frá Dynjandisheiði. Endurbygging þjóðvegarins um heiðina er meðal margra verkefna sem Vestfirðingar þrýsta á.Vísir/Egill Aðalsteinsson.„Umrædd tillaga um sölu Íslandsbanka mundi hafa margt gott í för með sér. Í öllum landsfjórðungum yrðu til dæmis starfandi verktakar allan ársins hring sem kæmu samgöngum markvisst í almennilegt horf á örfáum árum.“ Þeir taka fram að töku veggjalda gæti Alþingi svo rætt nánar eftir hentugleikum. Hvítbók fyrir fjármálakerfið Ísafjarðarbær Samgöngur Stj.mál Vegtollar Tengdar fréttir FÍB vill að ráðamenn skili bílasköttum til vegagerðar Félag íslenskra bifreiðaeigenda óttast að innheimtukerfi vegtolla verði of dýr lausn fyrir örríki eins og Ísland og hvetur ráðamenn frekar til að láta þá skatta, sem þegar eru teknir af bíleigendum, renna til vegagerðar. 17. desember 2018 20:30 Vegtollum ætlað að fara í sérfélag um flýtiverkefnin Tekjur af veggjöldum eiga ekki að renna í ríkissjóð heldur inn í sérfélag sem hafi það eina hlutverk að greiða tiltekin verkefni og þegar þau eru uppgreidd verður innheimtu hætt. 15. desember 2018 14:00 Kynnir jarðgöng undir Setberg í Hafnarfirði Samgönguráðherra hefur kynnt þann möguleika að setja Reykjanesbraut í Hafnarfirði að hluta í jarðgöng undir Setbergshamar. Göngin yrðu um fjórtánhundruð metra löng og talin kosta tólf milljarða króna. 28. desember 2018 21:15 Telur blekkingar viðhafðar varðandi veggjöldin 100 til 140 krónur í veggjald duga ekki til að standa undir fyrirhuguðum vegaframkvæmdum. 27. desember 2018 12:01 Bæjarstjórar fagna "leið út úr óboðlegu ástandi“ Vísir setti sig í samband við bæjarstjóra sem voru spurðir hvernig hugmyndir um vegtolla leggjast í þá og hvernig umræðan um þær hafa þróast í þeirra bæjarfélögum. 20. desember 2018 09:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Sjá meira
„Okkar tillaga er: Seljum bankann eins og skot. Og setjum þessa peninga í samgöngumál. Punktur og basta!“ Þetta segja ritfélagarnir þrír á Þingeyri, þeir Hallgrímur Sveinsson, Guðmundur Ingvarsson og Bjarni Einarsson, í sameiginlegri grein sem birtist bæði á Þingeyrarvefnum og Bæjarins besta, en þremenningarnir hafa undanfarin ár vakið athygli fyrir greinaskrif um þjóðfélagsmál. Þingeyringarnir þrír rita reglulega saman greinar um hin ýmsu þjóðfélagsmál. Nú leggja þeir til að Íslandsbanki verði seldur til að fjármagna vegagerð.„Smáskammtalækningar leysa ekki vandann“ er fyrirsögn greinarinnar en þeir segja að í samgöngumálum þurfi fyrst og fremst stórhug, kjark og vilja, og rifja upp tillögu sem þeir hafa áður kynnt: „Hlutur ríkisins í Íslandsbanka verði seldur nú þegar. Raunhæft markaðsverð, varlega áætlað af sérfræðingum, 140 milljarðar króna. Í nýrri hvítbók er tæpt á þessu máli. Og auðvitað slegið úr og í að vanda. Okkar tillaga er: Seljum bankann eins og skot. Og setjum þessa peninga í samgöngumál. Punktur og basta! Ríkissjóður hefur ekkert að gera með að eiga tvo banka af þremur aðalbönkum landsins. Það ætti að vera honum nóg að eiga Landsbankann að fullu eins og er í dag. En það á ekki að selja fimmeyring í honum að okkar mati og margra fleiri,“ segja öldungarnir. Frá Dynjandisheiði. Endurbygging þjóðvegarins um heiðina er meðal margra verkefna sem Vestfirðingar þrýsta á.Vísir/Egill Aðalsteinsson.„Umrædd tillaga um sölu Íslandsbanka mundi hafa margt gott í för með sér. Í öllum landsfjórðungum yrðu til dæmis starfandi verktakar allan ársins hring sem kæmu samgöngum markvisst í almennilegt horf á örfáum árum.“ Þeir taka fram að töku veggjalda gæti Alþingi svo rætt nánar eftir hentugleikum.
Hvítbók fyrir fjármálakerfið Ísafjarðarbær Samgöngur Stj.mál Vegtollar Tengdar fréttir FÍB vill að ráðamenn skili bílasköttum til vegagerðar Félag íslenskra bifreiðaeigenda óttast að innheimtukerfi vegtolla verði of dýr lausn fyrir örríki eins og Ísland og hvetur ráðamenn frekar til að láta þá skatta, sem þegar eru teknir af bíleigendum, renna til vegagerðar. 17. desember 2018 20:30 Vegtollum ætlað að fara í sérfélag um flýtiverkefnin Tekjur af veggjöldum eiga ekki að renna í ríkissjóð heldur inn í sérfélag sem hafi það eina hlutverk að greiða tiltekin verkefni og þegar þau eru uppgreidd verður innheimtu hætt. 15. desember 2018 14:00 Kynnir jarðgöng undir Setberg í Hafnarfirði Samgönguráðherra hefur kynnt þann möguleika að setja Reykjanesbraut í Hafnarfirði að hluta í jarðgöng undir Setbergshamar. Göngin yrðu um fjórtánhundruð metra löng og talin kosta tólf milljarða króna. 28. desember 2018 21:15 Telur blekkingar viðhafðar varðandi veggjöldin 100 til 140 krónur í veggjald duga ekki til að standa undir fyrirhuguðum vegaframkvæmdum. 27. desember 2018 12:01 Bæjarstjórar fagna "leið út úr óboðlegu ástandi“ Vísir setti sig í samband við bæjarstjóra sem voru spurðir hvernig hugmyndir um vegtolla leggjast í þá og hvernig umræðan um þær hafa þróast í þeirra bæjarfélögum. 20. desember 2018 09:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Sjá meira
FÍB vill að ráðamenn skili bílasköttum til vegagerðar Félag íslenskra bifreiðaeigenda óttast að innheimtukerfi vegtolla verði of dýr lausn fyrir örríki eins og Ísland og hvetur ráðamenn frekar til að láta þá skatta, sem þegar eru teknir af bíleigendum, renna til vegagerðar. 17. desember 2018 20:30
Vegtollum ætlað að fara í sérfélag um flýtiverkefnin Tekjur af veggjöldum eiga ekki að renna í ríkissjóð heldur inn í sérfélag sem hafi það eina hlutverk að greiða tiltekin verkefni og þegar þau eru uppgreidd verður innheimtu hætt. 15. desember 2018 14:00
Kynnir jarðgöng undir Setberg í Hafnarfirði Samgönguráðherra hefur kynnt þann möguleika að setja Reykjanesbraut í Hafnarfirði að hluta í jarðgöng undir Setbergshamar. Göngin yrðu um fjórtánhundruð metra löng og talin kosta tólf milljarða króna. 28. desember 2018 21:15
Telur blekkingar viðhafðar varðandi veggjöldin 100 til 140 krónur í veggjald duga ekki til að standa undir fyrirhuguðum vegaframkvæmdum. 27. desember 2018 12:01
Bæjarstjórar fagna "leið út úr óboðlegu ástandi“ Vísir setti sig í samband við bæjarstjóra sem voru spurðir hvernig hugmyndir um vegtolla leggjast í þá og hvernig umræðan um þær hafa þróast í þeirra bæjarfélögum. 20. desember 2018 09:00