Andleg líðan hælisleitenda í Reykjanesbæ slæm Nadine Guðrún Yaghi skrifar 30. desember 2018 20:00 Hælisleitendur sem búa á Ásbrú í Reykjanesbæ kvarta undan mikilli einangrun en samgöngumöguleikar þeirra eru afar takmarkaðir. Andleg líðan íbúa sé mjög slæm. Einn hafi reynt að svipta sig lífi á dögunum. Um níutíu hælisleitendur, einhleypir karlmenn, dvelja í húsnæði á vegum Útlendingastofnunar á Ásbrú í Reykjanesbæ. Hælisleitendur sem fréttastofa ræddi við segja úrræðið allt of afskekkt og að litlir möguleikar séu fyrir íbúa að komast þaðan til að mynda til að sinna erindum í Reykjavík. Þeir upplifi sig gríðarlega einangraða og að lítið sem ekkert sé við að vera á daginn. Þeir segja ástandið sérstaklega erfitt fyrir suma þeirra sem komi úr erfiðustu aðstæðunum. Einn þeirra, íranskur hælisleitandi, hafi reynt að svipta sig lífi í byrjun mánaðar með því að taka of stóran skammt af lyfjum. Útlendingastofnun staðfestir að hælisleitandi hafi verið fluttur þaðan á sjúkrahús í Reykjavík í byrjun mánaðar. Maðurinn dvelur nú enn á Ásbrú þar sem hann bíður eftir því að mál hans verði tekið til efnismeðferðar hjá stofnuninni. „Ástandið er hræðilegt. Sum okkar hafa ekki séð fjölskyldur okkar í tvö til þrjú ár. Hann á einnig börn,“ segir Ali Fardoni, hælisleitandi sem einnig kemur frá Íran. Hann segir að fjarlægðin og einangrunin bæti ekki úr. Margir glími við mikið þunglyndi. „Ástandið er erfitt. Læknir sagði mér að ef men dvelja innandyra í tuttugu og fjórar klukkustundir munu þeir leggjast í þunglyndi, þótt þeir séu annars heilbrigðir.“ Hælisleitendur fá strætókort sem gengur innan Reykjanesbæjar en þurfi að borga um þrjú þúsund og fimm hundruð krónur ef þeir ætla til Reykjavíkur og til baka. Þeir fái hins vegar aðeins tíu þúsund krónur á viku til að eyða í mat og aðrar nauðsynjar og því sé ekki í boði að eyða slíkri upphæð í far í bæinn. Útlendingastofnun aðstoði þá aðeins með að komast í bæinn þurfi þeir að sinna erindum vegna málsmeðferðarinnar. „Við höfum þegar sagt þeim að við þjáumst að þunglyndi en þeir segjast skilja það en ekkert gerist svo,“ segir Ali Fardoni. Heilbrigðismál Hælisleitendur Reykjanesbær Tengdar fréttir Vilja frekar deyja en að snúa aftur á götuna á Grikklandi Prestur innflytjenda segir það gerast í auknum mæli að flóttamenn, sem hafi fengið dvalarleyfi í Grikklandi, leiti til Íslands þar sem aðstæður þar séu óviðunandi. 29. desember 2018 21:15 Komast ekki í jólamat því strætó gengur ekki Jaðarsett fólk sem býr utan miðbæjarins hafa lent í vandræðum með að komast í jólamat Hjálpræðishersins á aðfangadagskvöld vegna skertra almenningssamgangna. 24. desember 2018 08:15 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Sjá meira
Hælisleitendur sem búa á Ásbrú í Reykjanesbæ kvarta undan mikilli einangrun en samgöngumöguleikar þeirra eru afar takmarkaðir. Andleg líðan íbúa sé mjög slæm. Einn hafi reynt að svipta sig lífi á dögunum. Um níutíu hælisleitendur, einhleypir karlmenn, dvelja í húsnæði á vegum Útlendingastofnunar á Ásbrú í Reykjanesbæ. Hælisleitendur sem fréttastofa ræddi við segja úrræðið allt of afskekkt og að litlir möguleikar séu fyrir íbúa að komast þaðan til að mynda til að sinna erindum í Reykjavík. Þeir upplifi sig gríðarlega einangraða og að lítið sem ekkert sé við að vera á daginn. Þeir segja ástandið sérstaklega erfitt fyrir suma þeirra sem komi úr erfiðustu aðstæðunum. Einn þeirra, íranskur hælisleitandi, hafi reynt að svipta sig lífi í byrjun mánaðar með því að taka of stóran skammt af lyfjum. Útlendingastofnun staðfestir að hælisleitandi hafi verið fluttur þaðan á sjúkrahús í Reykjavík í byrjun mánaðar. Maðurinn dvelur nú enn á Ásbrú þar sem hann bíður eftir því að mál hans verði tekið til efnismeðferðar hjá stofnuninni. „Ástandið er hræðilegt. Sum okkar hafa ekki séð fjölskyldur okkar í tvö til þrjú ár. Hann á einnig börn,“ segir Ali Fardoni, hælisleitandi sem einnig kemur frá Íran. Hann segir að fjarlægðin og einangrunin bæti ekki úr. Margir glími við mikið þunglyndi. „Ástandið er erfitt. Læknir sagði mér að ef men dvelja innandyra í tuttugu og fjórar klukkustundir munu þeir leggjast í þunglyndi, þótt þeir séu annars heilbrigðir.“ Hælisleitendur fá strætókort sem gengur innan Reykjanesbæjar en þurfi að borga um þrjú þúsund og fimm hundruð krónur ef þeir ætla til Reykjavíkur og til baka. Þeir fái hins vegar aðeins tíu þúsund krónur á viku til að eyða í mat og aðrar nauðsynjar og því sé ekki í boði að eyða slíkri upphæð í far í bæinn. Útlendingastofnun aðstoði þá aðeins með að komast í bæinn þurfi þeir að sinna erindum vegna málsmeðferðarinnar. „Við höfum þegar sagt þeim að við þjáumst að þunglyndi en þeir segjast skilja það en ekkert gerist svo,“ segir Ali Fardoni.
Heilbrigðismál Hælisleitendur Reykjanesbær Tengdar fréttir Vilja frekar deyja en að snúa aftur á götuna á Grikklandi Prestur innflytjenda segir það gerast í auknum mæli að flóttamenn, sem hafi fengið dvalarleyfi í Grikklandi, leiti til Íslands þar sem aðstæður þar séu óviðunandi. 29. desember 2018 21:15 Komast ekki í jólamat því strætó gengur ekki Jaðarsett fólk sem býr utan miðbæjarins hafa lent í vandræðum með að komast í jólamat Hjálpræðishersins á aðfangadagskvöld vegna skertra almenningssamgangna. 24. desember 2018 08:15 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Sjá meira
Vilja frekar deyja en að snúa aftur á götuna á Grikklandi Prestur innflytjenda segir það gerast í auknum mæli að flóttamenn, sem hafi fengið dvalarleyfi í Grikklandi, leiti til Íslands þar sem aðstæður þar séu óviðunandi. 29. desember 2018 21:15
Komast ekki í jólamat því strætó gengur ekki Jaðarsett fólk sem býr utan miðbæjarins hafa lent í vandræðum með að komast í jólamat Hjálpræðishersins á aðfangadagskvöld vegna skertra almenningssamgangna. 24. desember 2018 08:15