Um 10% fleiri sjúklingar á bráðamóttöku eftir lokun bráðahluta hjartagáttar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. janúar 2019 19:45 Álag á bráðamóttöku Landspítalans hefur aukist um tíu prósent að jafnaði síðan að bráðahluta hjartagáttar var lokað. Nær ómögulegt er að draga ákvörðunina til baka að sögn yfirlæknis á hjartagátt. Heilbrigðisráðherra segist treysta faglegu mati spítalans. Bráðahluti hjartagáttar Landspítalans við Hringbraut var færður yfir á bráðamóttökuna í Fossvogi fyrsta desember síðastliðinn. „Það hefur komið svolítið aukið álag vegna þessa sjúklingahóps eðli málsins samkvæmt. Þetta eru um það bil 20 sjúklingar á dag, í heildina tekur bráðamóttakan að jafnaði á móti sirka 200 sjúklingum á dag þannig að þetta eru 10% þess,“ segir Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir á bráðamóttöku. Í hlutaúttekt um stöðu bráðamóttökunnar sem birt var í gær leggur landlæknir til að Landspítalann endurmeti hvort lokun hjartagáttar hafi verið rétt ákvörðun. „Ef að það er sýnt að þetta verulega ógni öryggi sjúklinga þá auðvitað endurskoðum við þessa ákvörðun. Eins og þetta lítur út fyrir okkur núna að þá hefur þessi breyting tekist vel til og það er ekki tilefni til að því er við fáum séð að endurskoða þetta,“ segir Jón Magnús. Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir á bráðadeild Landspítalans.Karl Andersen, yfirlæknir á hjartagátt, tekur í sama streng og segir ákvörðunina hafa verið tekna af vel ígrunduðu máli. „Veltum við öllum steinum og við náttúrlega fórum ekki út í þetta af neinni annarri ástæðu en þeirri að það var mannekla, veruleg mannekla, sem að okkur tókst ekki að ráða fram úr. Í ljósi þess þá urðum við að gera þessar breytingar og ég núna þegar þessi breyting er um garð gengin þá er mjög erfitt að vinda ofan af henni og ég sé bara ekki hreinlega að það sé hægt,“ segir Karl. Hann bendir á að með tilkomu nýs meðferðarkjarna verði þjónustan öll sameinuð á ný undir sama þaki. „Þetta undirstrikar ennþá meira en áður að við þurfum að sameina bráðaþjónustu í eitt hús á einni deild og þangað til að það er gert að þá verðum við með þessa óþægilegu aðstæður, að vinna í tveimur húsum,“ segir Karl. „Auðvitað vildum við geta sameinað þessar deildir strax í dag á nýjum meðferðarkjarna og ég vona bara að þeirri uppbyggingu verði flýtt.“Karl Andersen, yfirlæknir á hjartagátt Landspítalans.Vísir/skjáskotSvandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kveðst treysta faglegu mati Landspítalans. „Auðvitað er þessi ákvörðun rökstudd með tilteknum hætti og Landspítalinn verður að meta það. En ég hlýt að horfa til þess, þar sem að embætti landlæknis er svona minn ráðgjafi í heilbrigðismálum meðal annars, að hlýtur að vera ástæða til þess að hvetja Landspítalann til að meta þessa ákvörðun eftir tiltekinn tíma,“ segir Svandís. Hún mun á morgun ásamt Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra heimsækja stofnanir Landspítalans og kynna sér starfsemina og stöðu mála. Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Bíða fjórum sinnum lengur en æskilegt er talið Bráðamóttöku Landspítalans tekst vel að sinna bráðahlutverki sínu. Ekki er töf á því að þeir sem veikastir eru fái þjónustu og meðaldvalartími þeirra sem útskrifast heim hefur ekki lengst. 8. janúar 2019 14:11 Sjá mikil sóknarfæri í lokun bráðamóttöku Hjartagáttarinnar vegna mönnunarvanda Yfirlæknir segir mikil samlegðaráhrif fást með því að sameina bráðaþjónustu á einum stað. 12. október 2018 11:58 Skoða þarf hvort flutningur hjartagáttar hafi gefist vel Von á hlutaúttekt á starfsemi bráðamóttökunnar í Fossvogi vegna álags eftir flutninga hjartagáttar 6. janúar 2019 19:00 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Álag á bráðamóttöku Landspítalans hefur aukist um tíu prósent að jafnaði síðan að bráðahluta hjartagáttar var lokað. Nær ómögulegt er að draga ákvörðunina til baka að sögn yfirlæknis á hjartagátt. Heilbrigðisráðherra segist treysta faglegu mati spítalans. Bráðahluti hjartagáttar Landspítalans við Hringbraut var færður yfir á bráðamóttökuna í Fossvogi fyrsta desember síðastliðinn. „Það hefur komið svolítið aukið álag vegna þessa sjúklingahóps eðli málsins samkvæmt. Þetta eru um það bil 20 sjúklingar á dag, í heildina tekur bráðamóttakan að jafnaði á móti sirka 200 sjúklingum á dag þannig að þetta eru 10% þess,“ segir Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir á bráðamóttöku. Í hlutaúttekt um stöðu bráðamóttökunnar sem birt var í gær leggur landlæknir til að Landspítalann endurmeti hvort lokun hjartagáttar hafi verið rétt ákvörðun. „Ef að það er sýnt að þetta verulega ógni öryggi sjúklinga þá auðvitað endurskoðum við þessa ákvörðun. Eins og þetta lítur út fyrir okkur núna að þá hefur þessi breyting tekist vel til og það er ekki tilefni til að því er við fáum séð að endurskoða þetta,“ segir Jón Magnús. Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir á bráðadeild Landspítalans.Karl Andersen, yfirlæknir á hjartagátt, tekur í sama streng og segir ákvörðunina hafa verið tekna af vel ígrunduðu máli. „Veltum við öllum steinum og við náttúrlega fórum ekki út í þetta af neinni annarri ástæðu en þeirri að það var mannekla, veruleg mannekla, sem að okkur tókst ekki að ráða fram úr. Í ljósi þess þá urðum við að gera þessar breytingar og ég núna þegar þessi breyting er um garð gengin þá er mjög erfitt að vinda ofan af henni og ég sé bara ekki hreinlega að það sé hægt,“ segir Karl. Hann bendir á að með tilkomu nýs meðferðarkjarna verði þjónustan öll sameinuð á ný undir sama þaki. „Þetta undirstrikar ennþá meira en áður að við þurfum að sameina bráðaþjónustu í eitt hús á einni deild og þangað til að það er gert að þá verðum við með þessa óþægilegu aðstæður, að vinna í tveimur húsum,“ segir Karl. „Auðvitað vildum við geta sameinað þessar deildir strax í dag á nýjum meðferðarkjarna og ég vona bara að þeirri uppbyggingu verði flýtt.“Karl Andersen, yfirlæknir á hjartagátt Landspítalans.Vísir/skjáskotSvandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kveðst treysta faglegu mati Landspítalans. „Auðvitað er þessi ákvörðun rökstudd með tilteknum hætti og Landspítalinn verður að meta það. En ég hlýt að horfa til þess, þar sem að embætti landlæknis er svona minn ráðgjafi í heilbrigðismálum meðal annars, að hlýtur að vera ástæða til þess að hvetja Landspítalann til að meta þessa ákvörðun eftir tiltekinn tíma,“ segir Svandís. Hún mun á morgun ásamt Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra heimsækja stofnanir Landspítalans og kynna sér starfsemina og stöðu mála.
Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Bíða fjórum sinnum lengur en æskilegt er talið Bráðamóttöku Landspítalans tekst vel að sinna bráðahlutverki sínu. Ekki er töf á því að þeir sem veikastir eru fái þjónustu og meðaldvalartími þeirra sem útskrifast heim hefur ekki lengst. 8. janúar 2019 14:11 Sjá mikil sóknarfæri í lokun bráðamóttöku Hjartagáttarinnar vegna mönnunarvanda Yfirlæknir segir mikil samlegðaráhrif fást með því að sameina bráðaþjónustu á einum stað. 12. október 2018 11:58 Skoða þarf hvort flutningur hjartagáttar hafi gefist vel Von á hlutaúttekt á starfsemi bráðamóttökunnar í Fossvogi vegna álags eftir flutninga hjartagáttar 6. janúar 2019 19:00 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Bíða fjórum sinnum lengur en æskilegt er talið Bráðamóttöku Landspítalans tekst vel að sinna bráðahlutverki sínu. Ekki er töf á því að þeir sem veikastir eru fái þjónustu og meðaldvalartími þeirra sem útskrifast heim hefur ekki lengst. 8. janúar 2019 14:11
Sjá mikil sóknarfæri í lokun bráðamóttöku Hjartagáttarinnar vegna mönnunarvanda Yfirlæknir segir mikil samlegðaráhrif fást með því að sameina bráðaþjónustu á einum stað. 12. október 2018 11:58
Skoða þarf hvort flutningur hjartagáttar hafi gefist vel Von á hlutaúttekt á starfsemi bráðamóttökunnar í Fossvogi vegna álags eftir flutninga hjartagáttar 6. janúar 2019 19:00