Þórarinn í IKEA segir sjálfsafgreiðslu í verslunum útrýma störfum sem þykja ekki spennandi Birgir Olgeirsson skrifar 9. janúar 2019 17:49 Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi. Vísir Sjálfsafgreiðsla í verslunum mun aukast á næstu árum og sá tími mun renna upp að peningar hverfa úr umferð og fólk þarf ekki lengur að fara á kassa til að greiða fyrir vörurnar. Þetta sagði Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi, í Reykjavík síðdegis þar sem hann var spurður út í þróun á sjálfsafgreiðslu í verslunum og hvort sú þjónusta væri betri en mannaðir kassar. Þórarinn sagði þessa þróun hafa átt sér stað á mun lengri tíma en fólk áttaði sig ár. Þórarinn rifjaði upp þegar hann var ungur maður og stóð í marga klukkutíma í biðröð eftir því að kaupa sér ferð til útlanda hjá Samvinnuferðum Landsýn. Í dag geri hann þetta vandræðalaust á örskotsstund á netinu þar sem hann sér um leið allskonar möguleika. Sama eigi við um heimabanka en áður fyrr þurfti að standa í biðröð í bönkum eftir einfaldri þjónustu sem er framkvæmd í tölvunni í dag. Sama eigi við um starfsfólk á bensíndælum en Þórarinn sagðist sjálfur hafa starfað sem bensíntittur á sínum yngri árum.Spurður hvort þetta þýddi ekki að störfum myndi fækka í verslunum svaraði Þórarinn að starfsfólkið færðist einungis til og myndi væntanlega taka að sér ráðgjöf og aðra þjónustu í verslunum. Með sjálfsafgreiðslunni væri verið að fækka störfum sem flest séu ekki spennandi. „Það er ekki draumastarf að vera áratugi á kassa þó það séu margir sem byrji þar,“ sagði Þórarinn. Hann sagði það mun betri þjónustu að geta rokið beint á sjálfsafgreiðslukassa með eina tannkremstúpu í stað þess að þurfa bíða óralengi í röð eftir fólki sem væri með troðfullar körfur af vörum. Þórarinn bætti þó við að mannaðir kassar yrðu vafalaust til staðar í einhver ár til viðbótar en hjá Amazon eru þó komnar verslanir sem eru mannlausar. Þar eru RFID-flögur settar á vörurnar sem skannar nema og segja til um hvað viðkomandi hefur verslað og er það síðan dregið af viðskiptavininum.Sjálfsafgreiðslukassar í Krónunni.VísirSpurður út í hvernig reynslan væri af sjálfsafgreiðslu þegar kemur að því að viðskiptavinir séu samviskusamir og skanni allar vörur sem þeir eru með svaraði Þórarinn að tölfræðin sýni að rýrnun á vörum sé álíka mikil á mönnuðum kössum og sjálfsafgreiðslukössum. Þeir sem ætli sér að stela geri það hvort sem kassar eru mannaðir eða ekki. „Íslendingar eru upp til hópa heiðarlegt fólk og ég er ekki með vantraust gagnvart þeim,“ sagði Þórarinn. Þórarinn sagði fólk verðmeti tíma sinn hátt og því kunni það ekki við að bíða lengi í röðum eftir afgreiðslu í verslunum. Með sjálfsafgreiðslunni er ætlunin að stytta þann tíma. „Menn sakna ekki stórra ferðaskrifstofa þar sem menn biðu í röðum eftir að kaupa sér ferð til London,“ sagði Þórarinn. Hann sagði að þeir sem ekki notuðu greiðslukort heldur vilja eða þurfa að greiða allt með reiðufé þurfi að fara á mannaða kassa og þannig verði það áfram. Með tíð og tíma muni þó peningar hverfa úr umferð. Hann var einnig spurður út í fjölbýlishúsið sem IKEA er að byggja í Urriðaholti fyrir starfsfólk sitt. Þórarinn sagði að reiknað sé með að flutt verði inn í mars en um er að ræða 34 íbúðir sem eru á bilinu 25 til 65 metrar að stærð en 450 starfa hjá IKEA á Íslandi í dag. IKEA Neytendur Mest lesið Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Fleiri fréttir Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Sjá meira
Sjálfsafgreiðsla í verslunum mun aukast á næstu árum og sá tími mun renna upp að peningar hverfa úr umferð og fólk þarf ekki lengur að fara á kassa til að greiða fyrir vörurnar. Þetta sagði Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi, í Reykjavík síðdegis þar sem hann var spurður út í þróun á sjálfsafgreiðslu í verslunum og hvort sú þjónusta væri betri en mannaðir kassar. Þórarinn sagði þessa þróun hafa átt sér stað á mun lengri tíma en fólk áttaði sig ár. Þórarinn rifjaði upp þegar hann var ungur maður og stóð í marga klukkutíma í biðröð eftir því að kaupa sér ferð til útlanda hjá Samvinnuferðum Landsýn. Í dag geri hann þetta vandræðalaust á örskotsstund á netinu þar sem hann sér um leið allskonar möguleika. Sama eigi við um heimabanka en áður fyrr þurfti að standa í biðröð í bönkum eftir einfaldri þjónustu sem er framkvæmd í tölvunni í dag. Sama eigi við um starfsfólk á bensíndælum en Þórarinn sagðist sjálfur hafa starfað sem bensíntittur á sínum yngri árum.Spurður hvort þetta þýddi ekki að störfum myndi fækka í verslunum svaraði Þórarinn að starfsfólkið færðist einungis til og myndi væntanlega taka að sér ráðgjöf og aðra þjónustu í verslunum. Með sjálfsafgreiðslunni væri verið að fækka störfum sem flest séu ekki spennandi. „Það er ekki draumastarf að vera áratugi á kassa þó það séu margir sem byrji þar,“ sagði Þórarinn. Hann sagði það mun betri þjónustu að geta rokið beint á sjálfsafgreiðslukassa með eina tannkremstúpu í stað þess að þurfa bíða óralengi í röð eftir fólki sem væri með troðfullar körfur af vörum. Þórarinn bætti þó við að mannaðir kassar yrðu vafalaust til staðar í einhver ár til viðbótar en hjá Amazon eru þó komnar verslanir sem eru mannlausar. Þar eru RFID-flögur settar á vörurnar sem skannar nema og segja til um hvað viðkomandi hefur verslað og er það síðan dregið af viðskiptavininum.Sjálfsafgreiðslukassar í Krónunni.VísirSpurður út í hvernig reynslan væri af sjálfsafgreiðslu þegar kemur að því að viðskiptavinir séu samviskusamir og skanni allar vörur sem þeir eru með svaraði Þórarinn að tölfræðin sýni að rýrnun á vörum sé álíka mikil á mönnuðum kössum og sjálfsafgreiðslukössum. Þeir sem ætli sér að stela geri það hvort sem kassar eru mannaðir eða ekki. „Íslendingar eru upp til hópa heiðarlegt fólk og ég er ekki með vantraust gagnvart þeim,“ sagði Þórarinn. Þórarinn sagði fólk verðmeti tíma sinn hátt og því kunni það ekki við að bíða lengi í röðum eftir afgreiðslu í verslunum. Með sjálfsafgreiðslunni er ætlunin að stytta þann tíma. „Menn sakna ekki stórra ferðaskrifstofa þar sem menn biðu í röðum eftir að kaupa sér ferð til London,“ sagði Þórarinn. Hann sagði að þeir sem ekki notuðu greiðslukort heldur vilja eða þurfa að greiða allt með reiðufé þurfi að fara á mannaða kassa og þannig verði það áfram. Með tíð og tíma muni þó peningar hverfa úr umferð. Hann var einnig spurður út í fjölbýlishúsið sem IKEA er að byggja í Urriðaholti fyrir starfsfólk sitt. Þórarinn sagði að reiknað sé með að flutt verði inn í mars en um er að ræða 34 íbúðir sem eru á bilinu 25 til 65 metrar að stærð en 450 starfa hjá IKEA á Íslandi í dag.
IKEA Neytendur Mest lesið Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Fleiri fréttir Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur