Ríkasti maður heims og eiginkona að skilja Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. janúar 2019 15:32 Jeff og McKenzie Bezos. Getty/Franziska Krug Jeff Bezos, forstjóri vefrisans Amazon og ríkasti maður heims, tilkynnti í dag að hann og McKensie Bezos, eiginkona hans til fjölda ára ætli sér að skilja. Bezos tilkynnti um hinn fyrirhuga skilnað á Twitter fyrr í dag en hann og McKensie hafa verið gift frá árinu 1993 og eiga þau fjögur börn. Þau eru nú þegar skilin að borði og sæng. „Eins og fjölskylda og nánir vinir okkar vita nú þegar höfum við ákveðið, eftir að hafa verið aðskilin um hríð, að skilja og halda áfram sameiginlegu lífi okkar sem vinir,“ segir í yfirlýsingu Bezos sem sjá má hér að neðan. Í yfirlýsingunni segir Bezos að sameiginlegt líf þeirra til til 25 ára hafi verið frábært og að ef þau hefðu fengið að vita við upphaf sambandsins að þau myndi skilja eftir 25 ára samband hefðu samt sem áður ákveðið að halda sambandinu áfram. „Þrátt fyrir að merkimiðarnir séu nú aðrir erum við enn þá fjölskylda og við munum áfram vera kærir vinir,“ segir í yfirlýsingu Bezos. Bezos er sem fyrr segir ríkasti maður heims en samkvæmt Forbes eru eignir hans metnar á 112 milljarða dollara, um 13 þúsund milljarða íslenskra króna. Hann stofnaði vefverslunina Amazon árið 1994, einu ári eftir að hann og McKensie giftu sig. í fyrstu var hugmyndin að selja bækur en Amazon hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er fyrirtækið nú stærsta veffyrirtæki heims.pic.twitter.com/Gb10BDb0x0 — Jeff Bezos (@JeffBezos) January 9, 2019 Amazon Bandaríkin Tímamót Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Jeff Bezos, forstjóri vefrisans Amazon og ríkasti maður heims, tilkynnti í dag að hann og McKensie Bezos, eiginkona hans til fjölda ára ætli sér að skilja. Bezos tilkynnti um hinn fyrirhuga skilnað á Twitter fyrr í dag en hann og McKensie hafa verið gift frá árinu 1993 og eiga þau fjögur börn. Þau eru nú þegar skilin að borði og sæng. „Eins og fjölskylda og nánir vinir okkar vita nú þegar höfum við ákveðið, eftir að hafa verið aðskilin um hríð, að skilja og halda áfram sameiginlegu lífi okkar sem vinir,“ segir í yfirlýsingu Bezos sem sjá má hér að neðan. Í yfirlýsingunni segir Bezos að sameiginlegt líf þeirra til til 25 ára hafi verið frábært og að ef þau hefðu fengið að vita við upphaf sambandsins að þau myndi skilja eftir 25 ára samband hefðu samt sem áður ákveðið að halda sambandinu áfram. „Þrátt fyrir að merkimiðarnir séu nú aðrir erum við enn þá fjölskylda og við munum áfram vera kærir vinir,“ segir í yfirlýsingu Bezos. Bezos er sem fyrr segir ríkasti maður heims en samkvæmt Forbes eru eignir hans metnar á 112 milljarða dollara, um 13 þúsund milljarða íslenskra króna. Hann stofnaði vefverslunina Amazon árið 1994, einu ári eftir að hann og McKensie giftu sig. í fyrstu var hugmyndin að selja bækur en Amazon hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er fyrirtækið nú stærsta veffyrirtæki heims.pic.twitter.com/Gb10BDb0x0 — Jeff Bezos (@JeffBezos) January 9, 2019
Amazon Bandaríkin Tímamót Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira