Braggi allra bragga fyrir og eftir breytingar Jakob Bjarnar skrifar 9. janúar 2019 14:53 Myndir Rúnar eru teknar með tíu ára millibili, fyrir og eftir breytingar. Hér getur að líta einstakar myndir eftir Rúnar Gunnarsson ljósmyndara, af bragga allra bragga, þessum sem er í Nauthólsvík og var gerður upp með slíkum myndarbrag að kostnaðurinn rauk uppúr öllu valdi og fram úr öllum áætlunum. Minnihlutinn í borginni vill sjá höfuð Dags B. Eggertssonar borgarstjóra á fati vegna málsins og krefst afsagnar. En, það er önnur saga.Eins og sjá má hefur byggingin tekið gríðarlegum breytingum. Hvort þær eru þess virði, það er svo spurningin sem brennur á ýmsum borgarbúanum.rúnar gunnarsson„Ég hef sérstakan áhuga á flugvallarsvæðinu og stríðsminjum. Þá er ég þjakaður af fortíðarþrá og ljósmynda mikið fegurð hins gamla og snjáða. Ekki mikið meira um þetta að segja,“ segir Rúnar í samtali við Vísi. Rúnar, sem er fyrrverandi dagskrárstjóri Ríkissjónvarpsins og reyndar saxófónleikari einnig, hóf sinn feril sem ljósmyndari. Hann var með slæma ljósmyndadellu ungur og réðst til starfa á Alþýðublaðinu sem ljósmyndari árið 1963. Hann dregur oft uppúr pússi sínum gamlar myndir og birtir vinum sínum á Facebook til mikillar ánægju. Sem og nýjar myndir.Rúnar Gunnarsson hefur lengi verið með myndavélina um hálsinn og hann fann í fórum sínum afar athyglisverðar myndir sem hann tók fyrir tíu árum.Lárus ÝmirÍ dag birti hann einstakar myndir sem hann tók af bragganum umdeilda í Nauthólsvík, annars vegar myndir sem Rúnar tók af honum árið 2008 og svo á árinu sem var að líða, 2018 eftir hinar umdeildu endurbætur. Myndirnar eru einstök heimild og þar skiptast menn á skoðunum. Meðal þeirra sem tekur til máls á þeim vettvangi er Friðrik Þór Friðriksson sem kemur fram með athyglisverðan punkt, en Friðrik gerði einmitt stórmyndina Djöflaeyjan, sem gerðist í braggahverfi: „Við buðum Reykjavíkurborg 12 bragga gefins 1996 sem voru listalega ryðmálaðir af Steingrími Þorvaldssyni. En þá þegar var uppi áætlun um að varðveita þessa umtöluðu bragga. Því fór sem fór,“ segir Friðrik. Hér neðar má sjá braggann í gegnum linsuop Rúnars, fyrir rúmum tíu árum.Bragginn 2008.rúnar gunnarssonBragginn 2008.rúnar gunnarssonBragginn 2008.rúnar gunnarssonBragginn 2008.rúnar gunnarsson Braggamálið Tengdar fréttir Segist ósáttur við framúrkeyrslu og finnur til ábyrgðar vegna Braggamálsins Vill nýta skýrslu Innri endurskoðunar til umbóta. 20. desember 2018 15:58 Borgarfulltrúar í miklum umbótaham eftir útgáfu Braggaskýrslunnar Borgarfulltrúar sem Vísir náði tali af í dag sammælast um draga þurfi lærdóm af Braggamálinu en skýrsla Innri endurskoðunar varðandi framkvæmdirnar var birt síðdegis. 20. desember 2018 14:44 Hrólfur hlýtur harða útreið í Braggaskýrslu Innri endurskoðunar Dæmi eru um að villandi og jafnvel rangar upplýsingar varðandi framkvæmdir við Braggann í Nauthólsvík hafi farið til borgarráðs, auk þess sem borgarráð var ekki nægilega upplýst um framvindu mála. 20. desember 2018 13:33 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
Hér getur að líta einstakar myndir eftir Rúnar Gunnarsson ljósmyndara, af bragga allra bragga, þessum sem er í Nauthólsvík og var gerður upp með slíkum myndarbrag að kostnaðurinn rauk uppúr öllu valdi og fram úr öllum áætlunum. Minnihlutinn í borginni vill sjá höfuð Dags B. Eggertssonar borgarstjóra á fati vegna málsins og krefst afsagnar. En, það er önnur saga.Eins og sjá má hefur byggingin tekið gríðarlegum breytingum. Hvort þær eru þess virði, það er svo spurningin sem brennur á ýmsum borgarbúanum.rúnar gunnarsson„Ég hef sérstakan áhuga á flugvallarsvæðinu og stríðsminjum. Þá er ég þjakaður af fortíðarþrá og ljósmynda mikið fegurð hins gamla og snjáða. Ekki mikið meira um þetta að segja,“ segir Rúnar í samtali við Vísi. Rúnar, sem er fyrrverandi dagskrárstjóri Ríkissjónvarpsins og reyndar saxófónleikari einnig, hóf sinn feril sem ljósmyndari. Hann var með slæma ljósmyndadellu ungur og réðst til starfa á Alþýðublaðinu sem ljósmyndari árið 1963. Hann dregur oft uppúr pússi sínum gamlar myndir og birtir vinum sínum á Facebook til mikillar ánægju. Sem og nýjar myndir.Rúnar Gunnarsson hefur lengi verið með myndavélina um hálsinn og hann fann í fórum sínum afar athyglisverðar myndir sem hann tók fyrir tíu árum.Lárus ÝmirÍ dag birti hann einstakar myndir sem hann tók af bragganum umdeilda í Nauthólsvík, annars vegar myndir sem Rúnar tók af honum árið 2008 og svo á árinu sem var að líða, 2018 eftir hinar umdeildu endurbætur. Myndirnar eru einstök heimild og þar skiptast menn á skoðunum. Meðal þeirra sem tekur til máls á þeim vettvangi er Friðrik Þór Friðriksson sem kemur fram með athyglisverðan punkt, en Friðrik gerði einmitt stórmyndina Djöflaeyjan, sem gerðist í braggahverfi: „Við buðum Reykjavíkurborg 12 bragga gefins 1996 sem voru listalega ryðmálaðir af Steingrími Þorvaldssyni. En þá þegar var uppi áætlun um að varðveita þessa umtöluðu bragga. Því fór sem fór,“ segir Friðrik. Hér neðar má sjá braggann í gegnum linsuop Rúnars, fyrir rúmum tíu árum.Bragginn 2008.rúnar gunnarssonBragginn 2008.rúnar gunnarssonBragginn 2008.rúnar gunnarssonBragginn 2008.rúnar gunnarsson
Braggamálið Tengdar fréttir Segist ósáttur við framúrkeyrslu og finnur til ábyrgðar vegna Braggamálsins Vill nýta skýrslu Innri endurskoðunar til umbóta. 20. desember 2018 15:58 Borgarfulltrúar í miklum umbótaham eftir útgáfu Braggaskýrslunnar Borgarfulltrúar sem Vísir náði tali af í dag sammælast um draga þurfi lærdóm af Braggamálinu en skýrsla Innri endurskoðunar varðandi framkvæmdirnar var birt síðdegis. 20. desember 2018 14:44 Hrólfur hlýtur harða útreið í Braggaskýrslu Innri endurskoðunar Dæmi eru um að villandi og jafnvel rangar upplýsingar varðandi framkvæmdir við Braggann í Nauthólsvík hafi farið til borgarráðs, auk þess sem borgarráð var ekki nægilega upplýst um framvindu mála. 20. desember 2018 13:33 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
Segist ósáttur við framúrkeyrslu og finnur til ábyrgðar vegna Braggamálsins Vill nýta skýrslu Innri endurskoðunar til umbóta. 20. desember 2018 15:58
Borgarfulltrúar í miklum umbótaham eftir útgáfu Braggaskýrslunnar Borgarfulltrúar sem Vísir náði tali af í dag sammælast um draga þurfi lærdóm af Braggamálinu en skýrsla Innri endurskoðunar varðandi framkvæmdirnar var birt síðdegis. 20. desember 2018 14:44
Hrólfur hlýtur harða útreið í Braggaskýrslu Innri endurskoðunar Dæmi eru um að villandi og jafnvel rangar upplýsingar varðandi framkvæmdir við Braggann í Nauthólsvík hafi farið til borgarráðs, auk þess sem borgarráð var ekki nægilega upplýst um framvindu mála. 20. desember 2018 13:33