Ekki verið fleiri nýliðar á stórmóti í fjórtán ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. janúar 2019 10:00 Ýmir Örn Gíslason og Gísli Kristjánsson. Ýmir var með á EM í fyrra en Gísli er á sínu fyrsta stórmóti. Mynd/HSÍ Heimsmeistaramótið í Þýskalandi og Danmörku í ár kemst í hóp með HM 2005 og EM 2000 sem þau stórmót þar sem íslenska handboltalandsliðið hefur teflt fram flestum nýliðum á þessari öld. Sex úr sautján manna HM-hópi Guðmundar Guðmundssonar eru á leiðinni á sitt fyrsta stórmót og tveir til viðbótar hafa aðeins verið einu sinni áður með á stórmóti. Meðalaldur íslensku nýliðanna í ár er líka aðeins 20,7 ár. Haukur Þrastarson er sautjándi maður og sá langyngsti af þeim en hann verður ekki átján ára fyrr en í apríl. Gísli Kristjánsson er einnig undir tvítugu (19 ára), Teitur Örn Einarsson hélt upp á tvítugsafmælið sitt í september síðastliðnum og er Elvar Örn Jónsson er 21 árs gamall. Elsti nýliðinn í íslenska hópnum er síðan hinn 24 ára Sigvaldi Björn Guðjónsson en hann er einu ári eldri en Daníel Þór Ingason. Sigvaldi og Daníel eru þeir einu af þessum sex nýliðum sem voru fæddir þegar Ísland hélt heimsmeistarakeppnina í maí 1995. Tveir aðrir ungir leikmenn eru líka bara á leiðinni á sitt annað stórmót en það eru markvörðurinn Ágúst Elí Björgvinsson og línumaðurinn Ýmir Örn Gíslason. Báðir voru þeir með á EM í Króatíu fyrir ári síðan. Ágúst Elí er 23 ára en Ýmir aðeins 21 árs. Þetta eru flestir nýliðar í stórmótahópi íslenska landsliðsins síðan að Viggó Sigurðsson fór með sjö nýliða á HM í Túnis árið 2005. Viggó var þá að taka við landsliðinu af Guðmundi Guðmundssyni og þá urðu stór kynslóðarskipti. Sex leikmenn sem spiluðu á sínu fyrsta stórmóti í Túnis fyrir fjórtán árum síðan áttu síðan eftir að vinna silfur og/eða brons með landsliðinu á ÓL 2008 og EM 2010. Það eru þeir Alexander Petersson, Arnór Atlason, Hreiðar Levy Guðmundsson, Ingimundur Ingimundarson, Logi Geirsson og Vignir Svavarsson (bara brons). Sjöundi nýliðinn var síðan Einar Hólmgeirsson sem var mjög óheppinn með meiðsli á sínum ferli. Á fyrsta stórmóti aldarinnar, Evrópumótinu í Króatíu 2000, þá fengu sex leikmenn að spreyta sig á stórmóti í fyrsta sinn. Íslenska landsliðið var þá með á stórmóti í fyrsta sinn í þrjú ár eða síðan á HM í Kumamoto 1997. Meðal nýliðanna var Guðjón Valur Sigurðsson en hinir voru þeir Magnús Sigurðsson, Magnús Már Þórðarson, Njörður Árnason, Rúnar Sigtryggsson og Serbastian Alexandersson. Guðmundur er nú að taka við íslenska landsliðinu í þriðja sinn en þetta er fyrsta stórmótið eftir að hann tók aftur við. Þegar hann tók fyrst við fór hann með fjóra nýliða á sitt fyrsta stórmót (EM 2002 í Svíþjóð) og fjórum árum síðar, þegar hann tók aftur við, fór hann með tvo nýliða á fyrsta mótið sem voru Ólympíuleikarnir í Peking 2008.Flestir stórmótanýliðar á stórmótum Íslands 2000-2019 7 - HM í Túnis 2005 (Viggó Sigurðsson þjálfaði liðið)6 - HM í Þýskalandi og Danmörku 2019 (Guðmundur Guðmundsson) 6 - EM í Króatíu 2000 (Þorbjörn Jensson) 5 - HM á Spáni 2013 (Aron Kristjánsson) 5 - HM í Frakklandi 2001 (Þorbjörn Jensson) 4 - HM í Frakklandi 2017 (Geir Sveinsson) 4 - EM í Sviss 2006 (Viggó Sigurðsson) 4 - EM í Svíþjóð 2002 (Guðmundur Guðmundsson) HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Sjá meira
Heimsmeistaramótið í Þýskalandi og Danmörku í ár kemst í hóp með HM 2005 og EM 2000 sem þau stórmót þar sem íslenska handboltalandsliðið hefur teflt fram flestum nýliðum á þessari öld. Sex úr sautján manna HM-hópi Guðmundar Guðmundssonar eru á leiðinni á sitt fyrsta stórmót og tveir til viðbótar hafa aðeins verið einu sinni áður með á stórmóti. Meðalaldur íslensku nýliðanna í ár er líka aðeins 20,7 ár. Haukur Þrastarson er sautjándi maður og sá langyngsti af þeim en hann verður ekki átján ára fyrr en í apríl. Gísli Kristjánsson er einnig undir tvítugu (19 ára), Teitur Örn Einarsson hélt upp á tvítugsafmælið sitt í september síðastliðnum og er Elvar Örn Jónsson er 21 árs gamall. Elsti nýliðinn í íslenska hópnum er síðan hinn 24 ára Sigvaldi Björn Guðjónsson en hann er einu ári eldri en Daníel Þór Ingason. Sigvaldi og Daníel eru þeir einu af þessum sex nýliðum sem voru fæddir þegar Ísland hélt heimsmeistarakeppnina í maí 1995. Tveir aðrir ungir leikmenn eru líka bara á leiðinni á sitt annað stórmót en það eru markvörðurinn Ágúst Elí Björgvinsson og línumaðurinn Ýmir Örn Gíslason. Báðir voru þeir með á EM í Króatíu fyrir ári síðan. Ágúst Elí er 23 ára en Ýmir aðeins 21 árs. Þetta eru flestir nýliðar í stórmótahópi íslenska landsliðsins síðan að Viggó Sigurðsson fór með sjö nýliða á HM í Túnis árið 2005. Viggó var þá að taka við landsliðinu af Guðmundi Guðmundssyni og þá urðu stór kynslóðarskipti. Sex leikmenn sem spiluðu á sínu fyrsta stórmóti í Túnis fyrir fjórtán árum síðan áttu síðan eftir að vinna silfur og/eða brons með landsliðinu á ÓL 2008 og EM 2010. Það eru þeir Alexander Petersson, Arnór Atlason, Hreiðar Levy Guðmundsson, Ingimundur Ingimundarson, Logi Geirsson og Vignir Svavarsson (bara brons). Sjöundi nýliðinn var síðan Einar Hólmgeirsson sem var mjög óheppinn með meiðsli á sínum ferli. Á fyrsta stórmóti aldarinnar, Evrópumótinu í Króatíu 2000, þá fengu sex leikmenn að spreyta sig á stórmóti í fyrsta sinn. Íslenska landsliðið var þá með á stórmóti í fyrsta sinn í þrjú ár eða síðan á HM í Kumamoto 1997. Meðal nýliðanna var Guðjón Valur Sigurðsson en hinir voru þeir Magnús Sigurðsson, Magnús Már Þórðarson, Njörður Árnason, Rúnar Sigtryggsson og Serbastian Alexandersson. Guðmundur er nú að taka við íslenska landsliðinu í þriðja sinn en þetta er fyrsta stórmótið eftir að hann tók aftur við. Þegar hann tók fyrst við fór hann með fjóra nýliða á sitt fyrsta stórmót (EM 2002 í Svíþjóð) og fjórum árum síðar, þegar hann tók aftur við, fór hann með tvo nýliða á fyrsta mótið sem voru Ólympíuleikarnir í Peking 2008.Flestir stórmótanýliðar á stórmótum Íslands 2000-2019 7 - HM í Túnis 2005 (Viggó Sigurðsson þjálfaði liðið)6 - HM í Þýskalandi og Danmörku 2019 (Guðmundur Guðmundsson) 6 - EM í Króatíu 2000 (Þorbjörn Jensson) 5 - HM á Spáni 2013 (Aron Kristjánsson) 5 - HM í Frakklandi 2001 (Þorbjörn Jensson) 4 - HM í Frakklandi 2017 (Geir Sveinsson) 4 - EM í Sviss 2006 (Viggó Sigurðsson) 4 - EM í Svíþjóð 2002 (Guðmundur Guðmundsson)
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Sjá meira