Ekki verið fleiri nýliðar á stórmóti í fjórtán ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. janúar 2019 10:00 Ýmir Örn Gíslason og Gísli Kristjánsson. Ýmir var með á EM í fyrra en Gísli er á sínu fyrsta stórmóti. Mynd/HSÍ Heimsmeistaramótið í Þýskalandi og Danmörku í ár kemst í hóp með HM 2005 og EM 2000 sem þau stórmót þar sem íslenska handboltalandsliðið hefur teflt fram flestum nýliðum á þessari öld. Sex úr sautján manna HM-hópi Guðmundar Guðmundssonar eru á leiðinni á sitt fyrsta stórmót og tveir til viðbótar hafa aðeins verið einu sinni áður með á stórmóti. Meðalaldur íslensku nýliðanna í ár er líka aðeins 20,7 ár. Haukur Þrastarson er sautjándi maður og sá langyngsti af þeim en hann verður ekki átján ára fyrr en í apríl. Gísli Kristjánsson er einnig undir tvítugu (19 ára), Teitur Örn Einarsson hélt upp á tvítugsafmælið sitt í september síðastliðnum og er Elvar Örn Jónsson er 21 árs gamall. Elsti nýliðinn í íslenska hópnum er síðan hinn 24 ára Sigvaldi Björn Guðjónsson en hann er einu ári eldri en Daníel Þór Ingason. Sigvaldi og Daníel eru þeir einu af þessum sex nýliðum sem voru fæddir þegar Ísland hélt heimsmeistarakeppnina í maí 1995. Tveir aðrir ungir leikmenn eru líka bara á leiðinni á sitt annað stórmót en það eru markvörðurinn Ágúst Elí Björgvinsson og línumaðurinn Ýmir Örn Gíslason. Báðir voru þeir með á EM í Króatíu fyrir ári síðan. Ágúst Elí er 23 ára en Ýmir aðeins 21 árs. Þetta eru flestir nýliðar í stórmótahópi íslenska landsliðsins síðan að Viggó Sigurðsson fór með sjö nýliða á HM í Túnis árið 2005. Viggó var þá að taka við landsliðinu af Guðmundi Guðmundssyni og þá urðu stór kynslóðarskipti. Sex leikmenn sem spiluðu á sínu fyrsta stórmóti í Túnis fyrir fjórtán árum síðan áttu síðan eftir að vinna silfur og/eða brons með landsliðinu á ÓL 2008 og EM 2010. Það eru þeir Alexander Petersson, Arnór Atlason, Hreiðar Levy Guðmundsson, Ingimundur Ingimundarson, Logi Geirsson og Vignir Svavarsson (bara brons). Sjöundi nýliðinn var síðan Einar Hólmgeirsson sem var mjög óheppinn með meiðsli á sínum ferli. Á fyrsta stórmóti aldarinnar, Evrópumótinu í Króatíu 2000, þá fengu sex leikmenn að spreyta sig á stórmóti í fyrsta sinn. Íslenska landsliðið var þá með á stórmóti í fyrsta sinn í þrjú ár eða síðan á HM í Kumamoto 1997. Meðal nýliðanna var Guðjón Valur Sigurðsson en hinir voru þeir Magnús Sigurðsson, Magnús Már Þórðarson, Njörður Árnason, Rúnar Sigtryggsson og Serbastian Alexandersson. Guðmundur er nú að taka við íslenska landsliðinu í þriðja sinn en þetta er fyrsta stórmótið eftir að hann tók aftur við. Þegar hann tók fyrst við fór hann með fjóra nýliða á sitt fyrsta stórmót (EM 2002 í Svíþjóð) og fjórum árum síðar, þegar hann tók aftur við, fór hann með tvo nýliða á fyrsta mótið sem voru Ólympíuleikarnir í Peking 2008.Flestir stórmótanýliðar á stórmótum Íslands 2000-2019 7 - HM í Túnis 2005 (Viggó Sigurðsson þjálfaði liðið)6 - HM í Þýskalandi og Danmörku 2019 (Guðmundur Guðmundsson) 6 - EM í Króatíu 2000 (Þorbjörn Jensson) 5 - HM á Spáni 2013 (Aron Kristjánsson) 5 - HM í Frakklandi 2001 (Þorbjörn Jensson) 4 - HM í Frakklandi 2017 (Geir Sveinsson) 4 - EM í Sviss 2006 (Viggó Sigurðsson) 4 - EM í Svíþjóð 2002 (Guðmundur Guðmundsson) HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Sjá meira
Heimsmeistaramótið í Þýskalandi og Danmörku í ár kemst í hóp með HM 2005 og EM 2000 sem þau stórmót þar sem íslenska handboltalandsliðið hefur teflt fram flestum nýliðum á þessari öld. Sex úr sautján manna HM-hópi Guðmundar Guðmundssonar eru á leiðinni á sitt fyrsta stórmót og tveir til viðbótar hafa aðeins verið einu sinni áður með á stórmóti. Meðalaldur íslensku nýliðanna í ár er líka aðeins 20,7 ár. Haukur Þrastarson er sautjándi maður og sá langyngsti af þeim en hann verður ekki átján ára fyrr en í apríl. Gísli Kristjánsson er einnig undir tvítugu (19 ára), Teitur Örn Einarsson hélt upp á tvítugsafmælið sitt í september síðastliðnum og er Elvar Örn Jónsson er 21 árs gamall. Elsti nýliðinn í íslenska hópnum er síðan hinn 24 ára Sigvaldi Björn Guðjónsson en hann er einu ári eldri en Daníel Þór Ingason. Sigvaldi og Daníel eru þeir einu af þessum sex nýliðum sem voru fæddir þegar Ísland hélt heimsmeistarakeppnina í maí 1995. Tveir aðrir ungir leikmenn eru líka bara á leiðinni á sitt annað stórmót en það eru markvörðurinn Ágúst Elí Björgvinsson og línumaðurinn Ýmir Örn Gíslason. Báðir voru þeir með á EM í Króatíu fyrir ári síðan. Ágúst Elí er 23 ára en Ýmir aðeins 21 árs. Þetta eru flestir nýliðar í stórmótahópi íslenska landsliðsins síðan að Viggó Sigurðsson fór með sjö nýliða á HM í Túnis árið 2005. Viggó var þá að taka við landsliðinu af Guðmundi Guðmundssyni og þá urðu stór kynslóðarskipti. Sex leikmenn sem spiluðu á sínu fyrsta stórmóti í Túnis fyrir fjórtán árum síðan áttu síðan eftir að vinna silfur og/eða brons með landsliðinu á ÓL 2008 og EM 2010. Það eru þeir Alexander Petersson, Arnór Atlason, Hreiðar Levy Guðmundsson, Ingimundur Ingimundarson, Logi Geirsson og Vignir Svavarsson (bara brons). Sjöundi nýliðinn var síðan Einar Hólmgeirsson sem var mjög óheppinn með meiðsli á sínum ferli. Á fyrsta stórmóti aldarinnar, Evrópumótinu í Króatíu 2000, þá fengu sex leikmenn að spreyta sig á stórmóti í fyrsta sinn. Íslenska landsliðið var þá með á stórmóti í fyrsta sinn í þrjú ár eða síðan á HM í Kumamoto 1997. Meðal nýliðanna var Guðjón Valur Sigurðsson en hinir voru þeir Magnús Sigurðsson, Magnús Már Þórðarson, Njörður Árnason, Rúnar Sigtryggsson og Serbastian Alexandersson. Guðmundur er nú að taka við íslenska landsliðinu í þriðja sinn en þetta er fyrsta stórmótið eftir að hann tók aftur við. Þegar hann tók fyrst við fór hann með fjóra nýliða á sitt fyrsta stórmót (EM 2002 í Svíþjóð) og fjórum árum síðar, þegar hann tók aftur við, fór hann með tvo nýliða á fyrsta mótið sem voru Ólympíuleikarnir í Peking 2008.Flestir stórmótanýliðar á stórmótum Íslands 2000-2019 7 - HM í Túnis 2005 (Viggó Sigurðsson þjálfaði liðið)6 - HM í Þýskalandi og Danmörku 2019 (Guðmundur Guðmundsson) 6 - EM í Króatíu 2000 (Þorbjörn Jensson) 5 - HM á Spáni 2013 (Aron Kristjánsson) 5 - HM í Frakklandi 2001 (Þorbjörn Jensson) 4 - HM í Frakklandi 2017 (Geir Sveinsson) 4 - EM í Sviss 2006 (Viggó Sigurðsson) 4 - EM í Svíþjóð 2002 (Guðmundur Guðmundsson)
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Sjá meira