Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í handbolta flugu til München í morgun þar sem þeir hefja leik á HM 2019 í handbolta á föstudaginn en fyrsti mótherji er stórlið Króatíu.
Íslenska liðið mætti eldsnemma í morgun í Leifsstöð en rútan rann að dyrum um hálf sex. Þeir nutu svo lífsins í Saga Lounge fram að flugi þar sem að þeir fengu að borða og drekka og horfðu svo á skemmtilegt myndband frá vinum og vandamönnum.
Liðssmyndatakan fyrir mótið fór fram í Saga Lounge og eftir að nokkrar myndir voru teknar kallaði einhver: "Hvar er keilan?" og vísaði til keilunnar frægu sem laumaðist á mynd með íslenska fótboltalandsliðinu fyrir EM 2016. Hún varð svo fræg að hún fékk sitt eigið sæti í fluginu á HM 2018.
Keilan var að sjálfsögðu á staðnum og var skellt fyrir framan strákana þar sem að hún tók sig vel út með íslenska liðinu.
Strákarnir lenda um hádegisbil í München og æfa svo síðdegis í keppnishöllinni en fyrsti leikur er sem fyrr segir á föstudaginn á móti Króatíu.
Vísir er með í för og mun flytja ykkur fréttir allt mótið.
Keilan hitti strákana á leiðinni til München
Tómas Þór Þórðarson í Leifsstöð skrifar

Mest lesið

Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið
Enski boltinn

Gera grín að Jürgen Klopp
Fótbolti

Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum
Körfubolti

Víkingar skipta um gír
Íslenski boltinn






Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum
Körfubolti