Ungt lið hélt til München í morgun Hjörvar Ólafsson skrifar 9. janúar 2019 08:00 Frá fundi HSÍ í gær. Undirbúningur íslenska karlalandsliðsins í handbolta sem er á leiðinni á heimsmeistaramótið í dag hefur litast af meiðslum og veikindum hjá lykilleikmönnum liðsins. Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari liðsins, tilkynnti í gær hvaða 17 leikmenn hann tekur með sér á mótið að þessu sinni. Hann þurfti að hefja fundinn á því að tilkynna að Guðjón Valur Sigurðsson fyrirliði liðsins myndi ekki vera með í fyrri hluta mótsins hið minnsta vegna meiðsla á hné. Þá er Aron Rafn Eðvarðsson ekki í hópnum vegna meiðsla í nára og Rúnar Kárason er ekki orðinn nægilega góður af þeim kálfameiðslum sem hafa verið að plaga hann. Þeir verða því ekki í leikmannahópnum á þessu móti. Þarna fara tæplega 600 landsleikir úr leikmannahópnum og í þeirra stað koma Bjarki Már Elísson sem hefur reyndar umtalsverða reynslu af stóra sviðinu með landsliðinu og svo Ágúst Elí Björgvinsson og Teitur Örn Einarsson sem eru nokkuð blautir bak við eyrun á stærsta sviðinu. Þá er miðjumannasveit íslenska liðsins einkar ung, en Elvar Örn Jónsson, Gísli Þorgeir Kristjánsson og Haukur Þrastarson sem fer út til München sem 17. leikmaður liðsins eru allir tæplega tvítugir. Það er því ljóst að íslenskt handboltaáhugafólk ætti að fara inn á þetta mót með hófstilltar væntingar. Þetta er hins vegar afar spennandi leikmannahópur sem getur klárlega staðið bestu leikmönnum heims á sporði ef allt gengur upp í leik þeirra og ætti að stefna að því að komast í milliriðil sem fyrsta markmið. Ef það markmið næðist væri það sem eftir á kæmi verkefni sem væru verulega dýrmæt inn í reynslubankann fyrir komandi ár. „Þessi undirbúningur hefur verið alger rússíbanareið vegna þeirra meiðsla og veikinda sem hafa dunið á liðinu. Ég hef lítið sofið undanfarna sólarhringa. Það er alltaf erfitt að velja landsliðshóp fyrir stórmót, en nú hefur það verið sérstaklega erfitt vegna fyrrgreindra skakkafalla og þess að mér finnst nokkrir leikmenn í mörgum stöðum einkar jafnir og það er erfitt að gera upp á milli þeirra,“ segir Guðmundur Þórður Guðmundsson um valið að þessu sinni. „Það er auðvitað mikill skellur fyrir okkur að missa Guðjón Val svona skömmu fyrir mót. Sérstaklega af því að hann kom jákvæður út úr skoðuninni sem hann fór í mánudaginn. Því var það óvænt að heyra hversu alvarleg meiðslin væru orðin. Við þessu er hins vegar ekkert að gera og við verðum bara að tækla stöðuna eins og hún er.“ Guðjón mun vera í endurhæfingu næstu daga og það er ekki loku fyrir það skotið að hann verði með á seinni stigum mótsins. „Það er hins vegar í fyrsta lagi ekki fyrr en eftir viku sem við getum farið að íhuga það að hann komi inn í hópinn og spili. Þetta eru þess háttar meiðsli að það er nokkur óvissa um það hvenær hann jafnar sig alfarið og nú er það bara í höndum hans sjálfs og sjúkrateymisins að koma aftur inn á handboltavöllinn,“ segir Guðmundur um stöðu mála hjá Guðjóni. „Mér er það til efs að íslenska liðið hafi áður mætt til leiks á stórmót með jafn ungt lið og raun ber vitni á komandi móti. Við tökum bara einn leik fyrir í einu á þessu móti og höfum einblínt á leik króatíska liðsins á síðustu tveimur æfingum liðsins. Það verður áfram einbeitingin á þá á næstu sólarhringum fyrir þann leik. Ég er í raun ekki búinn að melta það hvort fjarvera þeirra lykilleikmanna sem verða ekki með breyti þeim væntingum sem við gerum um árangur á mótinu. Nú er ég bara að hugsa um að undirbúa þá leikmenn sem skipa þennan hóp eins vel og ég get fyrir hvern og einn leik. Þetta er ungt og afar spennandi lið sem getur náð mjög langt á næstu þremur árum. Það má segja að þetta stórmót sé fyrsti fasi í því að koma liðinu nær því að komast í fremstu röð á nýjan leik. Við erum í raun neyddir til þess að flýta fasanum örlítið sem getur verið gott til framtíðar litið. Við förum jákvæðir inn í mótið og ætlum okkur að gera góða hluti,“ segir þjálfarinn um komandi verkefni, en liðið heldur til München í dag og fyrsti leikur Íslands á mótinu verður síðan gegn Króatíu í München á föstudaginn kemur. Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Undirbúningur íslenska karlalandsliðsins í handbolta sem er á leiðinni á heimsmeistaramótið í dag hefur litast af meiðslum og veikindum hjá lykilleikmönnum liðsins. Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari liðsins, tilkynnti í gær hvaða 17 leikmenn hann tekur með sér á mótið að þessu sinni. Hann þurfti að hefja fundinn á því að tilkynna að Guðjón Valur Sigurðsson fyrirliði liðsins myndi ekki vera með í fyrri hluta mótsins hið minnsta vegna meiðsla á hné. Þá er Aron Rafn Eðvarðsson ekki í hópnum vegna meiðsla í nára og Rúnar Kárason er ekki orðinn nægilega góður af þeim kálfameiðslum sem hafa verið að plaga hann. Þeir verða því ekki í leikmannahópnum á þessu móti. Þarna fara tæplega 600 landsleikir úr leikmannahópnum og í þeirra stað koma Bjarki Már Elísson sem hefur reyndar umtalsverða reynslu af stóra sviðinu með landsliðinu og svo Ágúst Elí Björgvinsson og Teitur Örn Einarsson sem eru nokkuð blautir bak við eyrun á stærsta sviðinu. Þá er miðjumannasveit íslenska liðsins einkar ung, en Elvar Örn Jónsson, Gísli Þorgeir Kristjánsson og Haukur Þrastarson sem fer út til München sem 17. leikmaður liðsins eru allir tæplega tvítugir. Það er því ljóst að íslenskt handboltaáhugafólk ætti að fara inn á þetta mót með hófstilltar væntingar. Þetta er hins vegar afar spennandi leikmannahópur sem getur klárlega staðið bestu leikmönnum heims á sporði ef allt gengur upp í leik þeirra og ætti að stefna að því að komast í milliriðil sem fyrsta markmið. Ef það markmið næðist væri það sem eftir á kæmi verkefni sem væru verulega dýrmæt inn í reynslubankann fyrir komandi ár. „Þessi undirbúningur hefur verið alger rússíbanareið vegna þeirra meiðsla og veikinda sem hafa dunið á liðinu. Ég hef lítið sofið undanfarna sólarhringa. Það er alltaf erfitt að velja landsliðshóp fyrir stórmót, en nú hefur það verið sérstaklega erfitt vegna fyrrgreindra skakkafalla og þess að mér finnst nokkrir leikmenn í mörgum stöðum einkar jafnir og það er erfitt að gera upp á milli þeirra,“ segir Guðmundur Þórður Guðmundsson um valið að þessu sinni. „Það er auðvitað mikill skellur fyrir okkur að missa Guðjón Val svona skömmu fyrir mót. Sérstaklega af því að hann kom jákvæður út úr skoðuninni sem hann fór í mánudaginn. Því var það óvænt að heyra hversu alvarleg meiðslin væru orðin. Við þessu er hins vegar ekkert að gera og við verðum bara að tækla stöðuna eins og hún er.“ Guðjón mun vera í endurhæfingu næstu daga og það er ekki loku fyrir það skotið að hann verði með á seinni stigum mótsins. „Það er hins vegar í fyrsta lagi ekki fyrr en eftir viku sem við getum farið að íhuga það að hann komi inn í hópinn og spili. Þetta eru þess háttar meiðsli að það er nokkur óvissa um það hvenær hann jafnar sig alfarið og nú er það bara í höndum hans sjálfs og sjúkrateymisins að koma aftur inn á handboltavöllinn,“ segir Guðmundur um stöðu mála hjá Guðjóni. „Mér er það til efs að íslenska liðið hafi áður mætt til leiks á stórmót með jafn ungt lið og raun ber vitni á komandi móti. Við tökum bara einn leik fyrir í einu á þessu móti og höfum einblínt á leik króatíska liðsins á síðustu tveimur æfingum liðsins. Það verður áfram einbeitingin á þá á næstu sólarhringum fyrir þann leik. Ég er í raun ekki búinn að melta það hvort fjarvera þeirra lykilleikmanna sem verða ekki með breyti þeim væntingum sem við gerum um árangur á mótinu. Nú er ég bara að hugsa um að undirbúa þá leikmenn sem skipa þennan hóp eins vel og ég get fyrir hvern og einn leik. Þetta er ungt og afar spennandi lið sem getur náð mjög langt á næstu þremur árum. Það má segja að þetta stórmót sé fyrsti fasi í því að koma liðinu nær því að komast í fremstu röð á nýjan leik. Við erum í raun neyddir til þess að flýta fasanum örlítið sem getur verið gott til framtíðar litið. Við förum jákvæðir inn í mótið og ætlum okkur að gera góða hluti,“ segir þjálfarinn um komandi verkefni, en liðið heldur til München í dag og fyrsti leikur Íslands á mótinu verður síðan gegn Króatíu í München á föstudaginn kemur.
Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira