Aron um ummæli Loga: „Logi talar aldrei vitleysu“ Anton Ingi Leifsson skrifar 8. janúar 2019 20:30 Aron ræðir við blaðamenn í dag. vísir/skjáskot Aron Pálmarsson, fyrirliði Ísland á HM í fjarveru Guðjóns Vals Sigurðssonar, segir að íslenska liðið þurfi að ná upp góðum anda og þá séu allir vegir færir á HM. HM-hópur Íslands var tilkynntur í dag en þar var enginn Guðjón Valur Sigurðsson en fyrirliðinn er meiddur. Aron segir að þetta hafi aðeins slegið á sig. „Mér líst vel á hópinn. Auðvitað er ákveðið sjokk að missa Guðjón út en það myndu öll lið sakna Guðjóns Vals. Það er á hreinu,“ sagði Aron á blaðamannafundi HSÍ í dag er hópurinn var kynntur. „Sem betur fer erum við með tvo frábæra hornamenn sem geta leyst hann vel af. Ég er mjög spenntur fyrir mótinu og er ánægður með hópinn sem er að fara út.“ Aron segir að það sé ekki bara leikmaðurinn Guðjón Valur sem Ísland mun sakna heldur einnig utan vallar þar sem Guðjón hefur gert þetta oftar en einu sinni og oftar en tvsivar. „Hann kann þetta best held ég allra í heiminum og ég held að hann eigi 21 stórmót að baki. Hann hefur unnið allt sem er hægt að vinna með félagsliðum og hefur verið í flottustu klúbbnum.“ „Hann hefur alla þessa reynslu og karakterinn í hópnum. Hann hefur verið okkar fyrirliði síðan að Óli hætti. Auðvitað verðu hans asknað en við megum heldur ekki dvelja of lengi við það.“ „Það eru bara þrír dagar í fyrsta leik og við þurfum að fókusera á það sem við höfum.“ Hvernig finnst Aroni ungu leikmennirnir sem hafa fengið tækifærið verið að standa sig? „Mér finnst staðan góð. Það vantar aðeins jafnvægi á leikinn hjá okkur. Þeir líta vel út og eru í góðu formi. Ég er ánægðastur með hvað þeir eru með breitt bak og það er erfitt að brjóta þá niður. Þeir eru "fighterar" og þurfum að keyra það í gang á þessu móti.“ „Við erum ekki með sterkasta liðið á pappírunum en höfum marga góða eiginlega sem önnur lið hafa ekki og við þurfum gjörsamlega að ná því í botn til þess að ná í úrslit á mótinu.“ Aron segir að liðið hafi ekki rætt neinar væntingar en hefur sjálfur ákveðnar væntingar fyrir stórmótið. „Ég hef fulla trú á því að við getum farið í milliriðla með einhver stig. Þegar ég horfi á riðilinn og horfi siðan á okkur. Maður hefur bara svo mikla trú á þessu; bæði þjálfarateyminu og leikmönnunum.“ „Ég hef bullandi trú á því að við getum farið inn í milliriðla með stig. Ég hef verið áður í landsliðinu sem við höfum verið litla liðið og við höfum unnið stærstu þjóðir í heimi. Við þurfum að fá þann anda sem voru þá til að vinna þessa leiki.“Logi Geirsson sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að vinur sinn, Aron Pálmarsson, ætti mikið inni með íslenska landsliðinu og Aron tekur undir það með bros á vör. „Já, Logi talar aldrei vitleysu. Ég verð að vera sammála honum. Síðustu landsleikir á þessu ári hef ég ekki náð að sína mitt 100% rétta andlit en það mun koma á HM. Ég lofa því,“ sagði fyrirliðinn að lokum. Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan.Klippa: Aron á blaðmannafundi HSÍ HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Bakslag hjá Guðjóni Val á æfingu í dag og HM úr sögunni: „Mikil blóðtaka fyrir okkur“ Íslenska handboltalandsliðið er á leiðinni á sitt fyrsta stórmót án Guðjón Vals Sigurðssonar síðan að liðið fór á HM í Kumamoto árið 1997. Guðjón Valur átti að fara á HM en það kom í ljós í dag að hann er ekki leikfær. 8. janúar 2019 15:20 Þrír sem voru ekki í 20 manna hópnum fara allir á HM eftir allt saman Þegar þeir héldu upp á jólin fyrir aðeins rúmum tveimur vikum þá voru Ágúst Elí Björgvinsson, Bjarki Már Elísson og Teitur Örn Einarsson ekkert á leiðinni á HM í Þýskalandi. Það hefur aftur á móti margt breyst á mjög stuttum tíma. 8. janúar 2019 15:38 Svona var HM-hópur Íslands kynntur Strákarnir okkar halda áleiðis til Þýskalands á morgun til þess að spila á HM. Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari tilkynnti í dag hverjir verða með í för. 8. janúar 2019 15:30 Guðmundur: Erum að velja sterkasta liðið og það hefur ekkert með aldur að gera Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, segir að það hafi verið reiðarslag að fá þær fréttir að Guðjón Valur Sigurðsson geti ekki leitt Ísland á HM en segir að það sé lán í óláni að þessi meiðsli hafi komið upp í vinstra horninu. 8. janúar 2019 19:30 Guðmundur fer með 17 á HM: Guðjón Valur ekki með og Haukur verður sautjándi maður Guðmundur Guðmundsson kom mikið á óvart með vali sínu á HM-hópnum en stærstu fréttirnar eru að Guðjón Valur Sigurðsson er meiddur og missir af fyrsta stórmótinu síðan á síðustu öld. 8. janúar 2019 15:15 Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Erlendur íþróttaannáll 2024: Bátnum ruggað, 2007 módelin og ótrúlegt hlaup Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Fleiri fréttir Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum Sjá meira
Aron Pálmarsson, fyrirliði Ísland á HM í fjarveru Guðjóns Vals Sigurðssonar, segir að íslenska liðið þurfi að ná upp góðum anda og þá séu allir vegir færir á HM. HM-hópur Íslands var tilkynntur í dag en þar var enginn Guðjón Valur Sigurðsson en fyrirliðinn er meiddur. Aron segir að þetta hafi aðeins slegið á sig. „Mér líst vel á hópinn. Auðvitað er ákveðið sjokk að missa Guðjón út en það myndu öll lið sakna Guðjóns Vals. Það er á hreinu,“ sagði Aron á blaðamannafundi HSÍ í dag er hópurinn var kynntur. „Sem betur fer erum við með tvo frábæra hornamenn sem geta leyst hann vel af. Ég er mjög spenntur fyrir mótinu og er ánægður með hópinn sem er að fara út.“ Aron segir að það sé ekki bara leikmaðurinn Guðjón Valur sem Ísland mun sakna heldur einnig utan vallar þar sem Guðjón hefur gert þetta oftar en einu sinni og oftar en tvsivar. „Hann kann þetta best held ég allra í heiminum og ég held að hann eigi 21 stórmót að baki. Hann hefur unnið allt sem er hægt að vinna með félagsliðum og hefur verið í flottustu klúbbnum.“ „Hann hefur alla þessa reynslu og karakterinn í hópnum. Hann hefur verið okkar fyrirliði síðan að Óli hætti. Auðvitað verðu hans asknað en við megum heldur ekki dvelja of lengi við það.“ „Það eru bara þrír dagar í fyrsta leik og við þurfum að fókusera á það sem við höfum.“ Hvernig finnst Aroni ungu leikmennirnir sem hafa fengið tækifærið verið að standa sig? „Mér finnst staðan góð. Það vantar aðeins jafnvægi á leikinn hjá okkur. Þeir líta vel út og eru í góðu formi. Ég er ánægðastur með hvað þeir eru með breitt bak og það er erfitt að brjóta þá niður. Þeir eru "fighterar" og þurfum að keyra það í gang á þessu móti.“ „Við erum ekki með sterkasta liðið á pappírunum en höfum marga góða eiginlega sem önnur lið hafa ekki og við þurfum gjörsamlega að ná því í botn til þess að ná í úrslit á mótinu.“ Aron segir að liðið hafi ekki rætt neinar væntingar en hefur sjálfur ákveðnar væntingar fyrir stórmótið. „Ég hef fulla trú á því að við getum farið í milliriðla með einhver stig. Þegar ég horfi á riðilinn og horfi siðan á okkur. Maður hefur bara svo mikla trú á þessu; bæði þjálfarateyminu og leikmönnunum.“ „Ég hef bullandi trú á því að við getum farið inn í milliriðla með stig. Ég hef verið áður í landsliðinu sem við höfum verið litla liðið og við höfum unnið stærstu þjóðir í heimi. Við þurfum að fá þann anda sem voru þá til að vinna þessa leiki.“Logi Geirsson sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að vinur sinn, Aron Pálmarsson, ætti mikið inni með íslenska landsliðinu og Aron tekur undir það með bros á vör. „Já, Logi talar aldrei vitleysu. Ég verð að vera sammála honum. Síðustu landsleikir á þessu ári hef ég ekki náð að sína mitt 100% rétta andlit en það mun koma á HM. Ég lofa því,“ sagði fyrirliðinn að lokum. Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan.Klippa: Aron á blaðmannafundi HSÍ
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Bakslag hjá Guðjóni Val á æfingu í dag og HM úr sögunni: „Mikil blóðtaka fyrir okkur“ Íslenska handboltalandsliðið er á leiðinni á sitt fyrsta stórmót án Guðjón Vals Sigurðssonar síðan að liðið fór á HM í Kumamoto árið 1997. Guðjón Valur átti að fara á HM en það kom í ljós í dag að hann er ekki leikfær. 8. janúar 2019 15:20 Þrír sem voru ekki í 20 manna hópnum fara allir á HM eftir allt saman Þegar þeir héldu upp á jólin fyrir aðeins rúmum tveimur vikum þá voru Ágúst Elí Björgvinsson, Bjarki Már Elísson og Teitur Örn Einarsson ekkert á leiðinni á HM í Þýskalandi. Það hefur aftur á móti margt breyst á mjög stuttum tíma. 8. janúar 2019 15:38 Svona var HM-hópur Íslands kynntur Strákarnir okkar halda áleiðis til Þýskalands á morgun til þess að spila á HM. Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari tilkynnti í dag hverjir verða með í för. 8. janúar 2019 15:30 Guðmundur: Erum að velja sterkasta liðið og það hefur ekkert með aldur að gera Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, segir að það hafi verið reiðarslag að fá þær fréttir að Guðjón Valur Sigurðsson geti ekki leitt Ísland á HM en segir að það sé lán í óláni að þessi meiðsli hafi komið upp í vinstra horninu. 8. janúar 2019 19:30 Guðmundur fer með 17 á HM: Guðjón Valur ekki með og Haukur verður sautjándi maður Guðmundur Guðmundsson kom mikið á óvart með vali sínu á HM-hópnum en stærstu fréttirnar eru að Guðjón Valur Sigurðsson er meiddur og missir af fyrsta stórmótinu síðan á síðustu öld. 8. janúar 2019 15:15 Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Erlendur íþróttaannáll 2024: Bátnum ruggað, 2007 módelin og ótrúlegt hlaup Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Fleiri fréttir Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum Sjá meira
Bakslag hjá Guðjóni Val á æfingu í dag og HM úr sögunni: „Mikil blóðtaka fyrir okkur“ Íslenska handboltalandsliðið er á leiðinni á sitt fyrsta stórmót án Guðjón Vals Sigurðssonar síðan að liðið fór á HM í Kumamoto árið 1997. Guðjón Valur átti að fara á HM en það kom í ljós í dag að hann er ekki leikfær. 8. janúar 2019 15:20
Þrír sem voru ekki í 20 manna hópnum fara allir á HM eftir allt saman Þegar þeir héldu upp á jólin fyrir aðeins rúmum tveimur vikum þá voru Ágúst Elí Björgvinsson, Bjarki Már Elísson og Teitur Örn Einarsson ekkert á leiðinni á HM í Þýskalandi. Það hefur aftur á móti margt breyst á mjög stuttum tíma. 8. janúar 2019 15:38
Svona var HM-hópur Íslands kynntur Strákarnir okkar halda áleiðis til Þýskalands á morgun til þess að spila á HM. Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari tilkynnti í dag hverjir verða með í för. 8. janúar 2019 15:30
Guðmundur: Erum að velja sterkasta liðið og það hefur ekkert með aldur að gera Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, segir að það hafi verið reiðarslag að fá þær fréttir að Guðjón Valur Sigurðsson geti ekki leitt Ísland á HM en segir að það sé lán í óláni að þessi meiðsli hafi komið upp í vinstra horninu. 8. janúar 2019 19:30
Guðmundur fer með 17 á HM: Guðjón Valur ekki með og Haukur verður sautjándi maður Guðmundur Guðmundsson kom mikið á óvart með vali sínu á HM-hópnum en stærstu fréttirnar eru að Guðjón Valur Sigurðsson er meiddur og missir af fyrsta stórmótinu síðan á síðustu öld. 8. janúar 2019 15:15