Neysla unglinga á orkudrykkjum mest á Akureyri Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 9. janúar 2019 10:15 Loftgæði á Akureyri hafa verið slæm alla helgina. Vísir/Vilhelm Unglingar á Akureyri drekka mun meira af orkudrykkjum en jafnaldrar þeirra annars staðar á landinu samkvæmt rannsókn Rannsóknar og greiningar. Alfa Aradóttir, deildarstjóri forvarnar- og frístundadeildar Akureyrarbæjar, áttar sig ekki á því af hverju þetta sé svona mikið á Norðurlandi, en telur smæð samfélagsins jafnvel geta spilað þar inn í. Hún segir foreldra þurfa að fylgjast vel með magninu sem fer ofan í börnin þeirra. Árið 2017 seldust tæplega 5,2 milljónir 330 milli lítra dósa af vinsælustu orkudrykkjunum á Íslandi. Rannsóknin Ungt fólk sem framkvæmd er af Rannsóknarmiðstöðinni Rannsókn og greining sýnir að unglingar á Akureyri drekki töluvert meira af orkudrykkjum en jafnaldrar þeirra víða um land. Þetta kemur fram á frétta- og afþreyingarvefnum kaffid.is en þar lýstu forvarnarfulltrúar á Akureyri yfir áhyggjum sínum vegna þessa. Samkvæmt rannsókninni drekka þrjátíu prósent unglinga orkudrykki daglega á Akureyri en landsmeðaltalið er um tíu prósent. fjörutíu og átta prósent unglinga fæddir árið 2001 með búsetu á Akureyri segjast drekka einn eða fleiri orkudrykki á dag meðan landsmeðaltal meðal jafnaldra þeirra er fjórtán prósent. Alfa Aradóttir, deildarstjóri forvarnar og frístundadeildar Akureyrabæjar, segir alveg ástæðu til að hafa áhyggjur af þessu og vill auka forvarnir þegar kemur að drykkju orkudrykkja. „Við teljum enga augljósa skýringu á þessu. Hugmyndir eru um tísku og þetta er minni og kannski einsleitari hópur hvað svona tískubylgju varðar. Svo er þetta líka bara spurningu um hvort foreldrar séu frjálslyndari gagnvart þessu hér en annarsstaðar, ég veit það ekki,“ segir hún aðspurð um hvað hún telji að valdi þessu. Hún segir mikilvægt að vekja athygli á þessu og mikilvægt að höfða til ábyrgðar foreldra og upplýsa unglinga um skaðsemi ofnotkunar á orkudrykkjum. Einnig kom fram í rannsókninni að unglingar á Akureyri sofa minna en þeim er hollt og telur hún það jafnvel geta verið tenging við orkudrykkja notkunina. Bregðast á við með því að vera með málþing í lok janúar og auka fræðslu inn í skólanna. „Svo gerist það kannski bara að við verðum eitthvað ónæm fyrir ákveðnum hlutum, þá þarf að minna okkur. Ég held að þetta sé dæmi um það að við þurfum að fara í almennar aðgerðir til að vekja athygli foreldra á þessari stöðu svo þau geti brugðist við,“ segir hún. Akureyri Börn og uppeldi Heilsa Neytendur Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Sjá meira
Unglingar á Akureyri drekka mun meira af orkudrykkjum en jafnaldrar þeirra annars staðar á landinu samkvæmt rannsókn Rannsóknar og greiningar. Alfa Aradóttir, deildarstjóri forvarnar- og frístundadeildar Akureyrarbæjar, áttar sig ekki á því af hverju þetta sé svona mikið á Norðurlandi, en telur smæð samfélagsins jafnvel geta spilað þar inn í. Hún segir foreldra þurfa að fylgjast vel með magninu sem fer ofan í börnin þeirra. Árið 2017 seldust tæplega 5,2 milljónir 330 milli lítra dósa af vinsælustu orkudrykkjunum á Íslandi. Rannsóknin Ungt fólk sem framkvæmd er af Rannsóknarmiðstöðinni Rannsókn og greining sýnir að unglingar á Akureyri drekki töluvert meira af orkudrykkjum en jafnaldrar þeirra víða um land. Þetta kemur fram á frétta- og afþreyingarvefnum kaffid.is en þar lýstu forvarnarfulltrúar á Akureyri yfir áhyggjum sínum vegna þessa. Samkvæmt rannsókninni drekka þrjátíu prósent unglinga orkudrykki daglega á Akureyri en landsmeðaltalið er um tíu prósent. fjörutíu og átta prósent unglinga fæddir árið 2001 með búsetu á Akureyri segjast drekka einn eða fleiri orkudrykki á dag meðan landsmeðaltal meðal jafnaldra þeirra er fjórtán prósent. Alfa Aradóttir, deildarstjóri forvarnar og frístundadeildar Akureyrabæjar, segir alveg ástæðu til að hafa áhyggjur af þessu og vill auka forvarnir þegar kemur að drykkju orkudrykkja. „Við teljum enga augljósa skýringu á þessu. Hugmyndir eru um tísku og þetta er minni og kannski einsleitari hópur hvað svona tískubylgju varðar. Svo er þetta líka bara spurningu um hvort foreldrar séu frjálslyndari gagnvart þessu hér en annarsstaðar, ég veit það ekki,“ segir hún aðspurð um hvað hún telji að valdi þessu. Hún segir mikilvægt að vekja athygli á þessu og mikilvægt að höfða til ábyrgðar foreldra og upplýsa unglinga um skaðsemi ofnotkunar á orkudrykkjum. Einnig kom fram í rannsókninni að unglingar á Akureyri sofa minna en þeim er hollt og telur hún það jafnvel geta verið tenging við orkudrykkja notkunina. Bregðast á við með því að vera með málþing í lok janúar og auka fræðslu inn í skólanna. „Svo gerist það kannski bara að við verðum eitthvað ónæm fyrir ákveðnum hlutum, þá þarf að minna okkur. Ég held að þetta sé dæmi um það að við þurfum að fara í almennar aðgerðir til að vekja athygli foreldra á þessari stöðu svo þau geti brugðist við,“ segir hún.
Akureyri Börn og uppeldi Heilsa Neytendur Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Sjá meira