Setja 200 milljónir í úrræði fyrir fólk með tvígreindan vanda Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 8. janúar 2019 12:35 Heiða Björg Hilmarsdóttir er formaður velferðarráðs og varaformaður Samfylkingarinnar. fréttablaðið/Ernir Formaður Velferðarráðs segir Reykjavíkurborg vera að bregðast við úrræðaleysi þegar kemur að búsetu fyrir fólk með fíknivanda og geðsjúkdóma eða svokallaðan tvígreindan vanda. 200 milljónir muni fara í verkefnið á þessu ári. Hún vill sjá ríkið stíga sterkar inn í og segir þennan vanda allra sveitarfélaga að bregðast við. Í fréttum Stöðvar tvö í gær sagði deildarstjóri á sérhæfðri endurhæfingardeild geðsviðs Landspítalans það algengt vandamál að konur með tvígreindan vanda ílengist eða festist jafnvel á spítalanum vegna skorts á framhaldsúrræðum. Dæmi sé um konu sem hefur verið þar föst í rúmlega tvö og hálft ár. Ástandið sé óásættanlegt. Í kjölfar fréttarinnar vakti Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, athygli á því að Reykjavíkurborg hefði samþykkt að setja fjármagn í búsetuúrræði fyrir konur með tvígreindan vanda. „Við fengum samþykkt núna í desember að setja inn 200 milljónir í að opna úrræði fyrir sex tvígreindar konur. Við erum að leita að húsnæði næstu dagana og reyna að koma því í gagnið sem allra fyrst. Það veltur á því að við finnum hentugt húsnæði og starfsfólk.“ Hún segir ekki óeðlilegt að það taki tíma að finna húsnæði vegna sérstöðunnar. Hún telur leitinni líklega ljúka á næstu vikum og staðfestir að úrræðið muni opna á þessu ári. Borgin hefur sætt mikilli gagnrýni vegna úrræðaleysis fyrir heimilislausa. Hún viðurkennir að úrræðin hafi hingað til ekki verið nægilega mörg. „Það þurfa fleiri en Reykjavíkurborg að bregðast við. Ekki síst ríkið sem sér um heilbrigðisþjónustuna fyrir þennan hóp. Bæði fíknin og geðheilbrigðið eru auðvitað heilbrigðisvandi. Við erum ekki að fara að meðhöndla hann. Við erum að sjá til þess að fólk eigi einhvers stðaar heima og geti átt gott líf í samfélaginu,“ segir Heiða Björg. Hún telur að öll sveitarfélög og við sem samfélag eigi að hlúa betur að fólki almennt, klárlega í tilfelli fólks sem glími bæði við geðsjúkdóma og fíknivanda. Félagsmál Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Það eru vondir menn sem nýta sér þennan hóp“ Dæmi eru um að konur með mikinn geð- og fíknivanda séu misnotaðar af karlmönnum eftir að hafa verið útskrifaðar á götuna vegna skorts á framhaldsúrræðum. 7. janúar 2019 18:45 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Formaður Velferðarráðs segir Reykjavíkurborg vera að bregðast við úrræðaleysi þegar kemur að búsetu fyrir fólk með fíknivanda og geðsjúkdóma eða svokallaðan tvígreindan vanda. 200 milljónir muni fara í verkefnið á þessu ári. Hún vill sjá ríkið stíga sterkar inn í og segir þennan vanda allra sveitarfélaga að bregðast við. Í fréttum Stöðvar tvö í gær sagði deildarstjóri á sérhæfðri endurhæfingardeild geðsviðs Landspítalans það algengt vandamál að konur með tvígreindan vanda ílengist eða festist jafnvel á spítalanum vegna skorts á framhaldsúrræðum. Dæmi sé um konu sem hefur verið þar föst í rúmlega tvö og hálft ár. Ástandið sé óásættanlegt. Í kjölfar fréttarinnar vakti Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, athygli á því að Reykjavíkurborg hefði samþykkt að setja fjármagn í búsetuúrræði fyrir konur með tvígreindan vanda. „Við fengum samþykkt núna í desember að setja inn 200 milljónir í að opna úrræði fyrir sex tvígreindar konur. Við erum að leita að húsnæði næstu dagana og reyna að koma því í gagnið sem allra fyrst. Það veltur á því að við finnum hentugt húsnæði og starfsfólk.“ Hún segir ekki óeðlilegt að það taki tíma að finna húsnæði vegna sérstöðunnar. Hún telur leitinni líklega ljúka á næstu vikum og staðfestir að úrræðið muni opna á þessu ári. Borgin hefur sætt mikilli gagnrýni vegna úrræðaleysis fyrir heimilislausa. Hún viðurkennir að úrræðin hafi hingað til ekki verið nægilega mörg. „Það þurfa fleiri en Reykjavíkurborg að bregðast við. Ekki síst ríkið sem sér um heilbrigðisþjónustuna fyrir þennan hóp. Bæði fíknin og geðheilbrigðið eru auðvitað heilbrigðisvandi. Við erum ekki að fara að meðhöndla hann. Við erum að sjá til þess að fólk eigi einhvers stðaar heima og geti átt gott líf í samfélaginu,“ segir Heiða Björg. Hún telur að öll sveitarfélög og við sem samfélag eigi að hlúa betur að fólki almennt, klárlega í tilfelli fólks sem glími bæði við geðsjúkdóma og fíknivanda.
Félagsmál Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Það eru vondir menn sem nýta sér þennan hóp“ Dæmi eru um að konur með mikinn geð- og fíknivanda séu misnotaðar af karlmönnum eftir að hafa verið útskrifaðar á götuna vegna skorts á framhaldsúrræðum. 7. janúar 2019 18:45 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
„Það eru vondir menn sem nýta sér þennan hóp“ Dæmi eru um að konur með mikinn geð- og fíknivanda séu misnotaðar af karlmönnum eftir að hafa verið útskrifaðar á götuna vegna skorts á framhaldsúrræðum. 7. janúar 2019 18:45