Samsung sér fram á hagnaðarhrun Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. janúar 2019 10:28 Galaxy-snjallsímarnir eru meðal flaggskipa Samsung. Hvers kyns flögur og kubbar í snjallsíma hafa malað fyrirtækinu gull á undanförnum árum. Getty/SOPA Dvínandi eftirspurn og hörð samkeppni eru sagðar ástæður þess að tæknirisinn Samsung taldi sig tilneyddan til að senda frá sér afkomuviðvörun í gær. Í fyrsta sinn í tvö ár sér fyrirtækið fram á það að ársfjórðungshagnaður dragist saman. Samsung áætlar að hagnaður síðasta fjórðungs ársins 2018 sé næstum 30 prósentum minni en á sama tímabili árið áður. Suður-Kóreski raftækjaframleiðandinn skilaði um 10,8 þúsund milljarða wona hagnaði, sem nemur um 1200 milljörðum króna, á umræddum ársfjórðungi. Er það töluvert undir væntingum greinenda, sem spáð höfðu hagnaði hjá Samsung upp á um 13,5 þúsund milljarða wona. Í yfirlýsingu fyrirtækisins segir að búast megi við því að yfirstandandi ársfjórðungur verði einnig lakari en sama tímabil í fyrra. Dregið hafi úr eftirspurn eftir íhlutum í síma, eins og minnisflögum, sem hafa malað fyrirtækinu gull á undanförnum árum og orðið til þess að Samsung hefur skilað gríðarlegum hagnaði síðustu misseri. Þá bæti hörð samkeppni ekki úr skák, þá ekki síst frá kínverskum fjarskiptarisum. Að sama skapi hafi eftirspurn eftir Samsung-vörum í Kína, fjölmennasta ríki heims, dregist saman. Kveður þar við sama tón og í afkomuviðvörun sem einn helsti keppinautur Samsung, Apple, sendi frá sér á dögunum. Samsung segir af þesssum sökum að gera megi ráð fyrir því að tekjur félagsins á yfirstandandi ársfjórðungi gætu dregist saman um allt að 11 prósent. Samsung er með um 20 prósent farsímamarkaðarins í heiminum en Huawei, kínverska fjarskiptafyrirtækið, er farið að anda duglega ofan í hálsmálið á þeim suður-kóresku. Samsung Tengdar fréttir Ekkert heyrnartólatengi á nýjasta síma Samsung Aðdáendur Apple ráða sér vart af kæti. 11. desember 2018 10:04 Stálu tækni frá Samsung Tækninni sem Samsung þróaði og nýtir í væntanlegan síma sinn til þess að hægt sé að brjóta hann sundur og saman hefur verið stolið og hún seld til tveggja kínverskra fyrirtækja. 1. desember 2018 09:30 Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Sjá meira
Dvínandi eftirspurn og hörð samkeppni eru sagðar ástæður þess að tæknirisinn Samsung taldi sig tilneyddan til að senda frá sér afkomuviðvörun í gær. Í fyrsta sinn í tvö ár sér fyrirtækið fram á það að ársfjórðungshagnaður dragist saman. Samsung áætlar að hagnaður síðasta fjórðungs ársins 2018 sé næstum 30 prósentum minni en á sama tímabili árið áður. Suður-Kóreski raftækjaframleiðandinn skilaði um 10,8 þúsund milljarða wona hagnaði, sem nemur um 1200 milljörðum króna, á umræddum ársfjórðungi. Er það töluvert undir væntingum greinenda, sem spáð höfðu hagnaði hjá Samsung upp á um 13,5 þúsund milljarða wona. Í yfirlýsingu fyrirtækisins segir að búast megi við því að yfirstandandi ársfjórðungur verði einnig lakari en sama tímabil í fyrra. Dregið hafi úr eftirspurn eftir íhlutum í síma, eins og minnisflögum, sem hafa malað fyrirtækinu gull á undanförnum árum og orðið til þess að Samsung hefur skilað gríðarlegum hagnaði síðustu misseri. Þá bæti hörð samkeppni ekki úr skák, þá ekki síst frá kínverskum fjarskiptarisum. Að sama skapi hafi eftirspurn eftir Samsung-vörum í Kína, fjölmennasta ríki heims, dregist saman. Kveður þar við sama tón og í afkomuviðvörun sem einn helsti keppinautur Samsung, Apple, sendi frá sér á dögunum. Samsung segir af þesssum sökum að gera megi ráð fyrir því að tekjur félagsins á yfirstandandi ársfjórðungi gætu dregist saman um allt að 11 prósent. Samsung er með um 20 prósent farsímamarkaðarins í heiminum en Huawei, kínverska fjarskiptafyrirtækið, er farið að anda duglega ofan í hálsmálið á þeim suður-kóresku.
Samsung Tengdar fréttir Ekkert heyrnartólatengi á nýjasta síma Samsung Aðdáendur Apple ráða sér vart af kæti. 11. desember 2018 10:04 Stálu tækni frá Samsung Tækninni sem Samsung þróaði og nýtir í væntanlegan síma sinn til þess að hægt sé að brjóta hann sundur og saman hefur verið stolið og hún seld til tveggja kínverskra fyrirtækja. 1. desember 2018 09:30 Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Sjá meira
Ekkert heyrnartólatengi á nýjasta síma Samsung Aðdáendur Apple ráða sér vart af kæti. 11. desember 2018 10:04
Stálu tækni frá Samsung Tækninni sem Samsung þróaði og nýtir í væntanlegan síma sinn til þess að hægt sé að brjóta hann sundur og saman hefur verið stolið og hún seld til tveggja kínverskra fyrirtækja. 1. desember 2018 09:30