Sænska landsliðskonan í handbolta Louise Sand hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna aðeins 26 ára gömul þar sem hún er á leið í kynleiðréttingu.
Sand hefur sagt upp samningi sínum við franska félagið Fleury og staðfest áætlanir sínar.
„Mér er alveg sama hvort fólki líkar við mig eða ekki. Það sem öllu skiptir er að mér líkar loksins vel við sjálfa mig,“ sagði Sand.
„Það er orðið formlegt að ég hef lagt skóna á hilluna. Ég hef spilað handbolta síðan ég var átta ára og handboltinn hefur verið mitt líf. Ég elskaði það.
„Ég fæddist í röngum líkama og það er mikill léttir að geta lagt spilin á borðið. Það er líka gott að geta kvatt á eigin forsendum og ég geri það líka fyrir ástvini mína svo þeir þurfi ekki að ljúga fyrir mig.“
Sand lék 105 landsleiki fyrir sænska landsliðið.
Leggur skóna á hilluna og fer í kynleiðréttingu
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið






Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins
Enski boltinn



Jón Dagur í frystiklefa í Berlín
Fótbolti
