Hvíta húsið kannar að lýsa yfir neyðarástandi Samúel Karl Ólason skrifar 7. janúar 2019 21:45 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Alex Brandon Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, segir starfsmenn Hvíta hússins vera að skoða að lýsa yfir neyðarástandi við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Slíkt myndi veita Donald Trump, forseta, vald til að byggja múr á landamærunum, án aðkomu þingsins. Meðal þess sem verið er að skoða er hvort slíkt væri lögum samkvæmt. Það þykir ekki ljóst og slík yfirlýsing þyrfti án efa að fara í gegnum langt dómsferli. Um þriðjungi alríkisstofnanna Bandaríkjanna hefur nú verið lokað í rúmar tvær vikur vegna deilna um múrinn. Trump neitar að skrifa undir fjárlög án þess að fá 5,7 milljarðar dala til að byggja múr á hluta landamæranna og Demókratar, sem stjórna fulltrúadeild Bandaríkjaþings, neita að samþykkja slíka fjárveitingu. Trump hélt því áður fram að Mexíkó myndi greiða fyrir múrinn. Mexíkó neitaði hins vegar að gera það. Ekkert útlit er fyrir að lausn finnist á deilunni en Trump hefur stungið upp á því að múrinn verði gerður úr stáli, frekar en steypu, og vonaðist hann til þess að Demókrötum litist betur á það. Svo virðist þó ekki vera. Þeir segja óhagkvæmt að byggja múr á gífurlega löngum landamærum ríkjanna Pence og Kirstjen Nielsen, yfirmaður Heimavarnarráðuneytis Bandaríkjanna, héldu blaðamannafund í kvöld. Þar gagnrýndi Pence Demókrata fyrir að vilja ekki semja um byggingu múrsins og sagði hann sömuleiðis að Trump myndi ekki víkja frá kröfu sinni um 5,7 milljarða dala. Þá afhentu þau blaðamönnum línurit sem sýna eigi af hverju neyðarástand ríki á landamærunum. Línurit þessi hafa þó verið gagnrýnd vegna þess að þar er áætlað að ástandið muni versna til muna en engin rök færð fyrir því. Þá er ljóst að tölur þessar eiga að miklu leyti við aðila sem fara ekki inn í Bandaríkin í gegnum Mexíkó.The WH also handed out charts to make their case that there is a humanitarian and national security crisis on the southern border. But, Secretary Nielsen said it’s classified how many potential terrorists have been stopped on the southern border trying to enter the US. pic.twitter.com/LosbGSSPDh — Yamiche Alcindor (@Yamiche) January 7, 2019 Ríkisstjórn Donald Trump hefur einnig haldið því fram að þörf sé á Múrnum vegna þess hve margir hryðjuverkamenn reyni að komast yfir landamærin. Sarah Sanders, upplýsingafulltrúi Hvíta hússins, sagði fyrir helgina að tæplega fjögur þúsund grunaðir hryðjuverkamenn hefðu verið stöðvaðir við landamærin í fyrra. NBC segir þær tölur þó byggja á gögnum frá árinu 2017 og þau gögn eigi að mestu við aðila sem hafi reynt að ferðast til Bandaríkjanna með flugvél. Þá sagði Nielsen í kvöld að frá 1. október 2017 og til 31. mars 2018 hefðu rétt rúmlega 40 aðilar, sem eru á lista yfir grunaða hryðjuverkamenn, verið stöðvaðir á landamærunum. Þar af var mikill meirihluti ríkisborgarar eða með dvalarleyfi í Bandaríkjunum.Aðeins sex þeirra falla í raun undir þá skilgreiningu sem Sanders notaði.Sagði ósatt um fyrrverandi forseta Trump hélt því fram á föstudaginn að fyrrverandi forseti Bandaríkjanna hefði lýst yfir stuðningi við byggingu múrsins. Allir núlifandi fyrrverandi forsetar Bandaríkjanna, að Barack Obama undanskildum, hafa þó lýst því yfir að þeir hafi ekki sagst vilja múr á landamærunum. Þó Obama hafi ekki lýst því yfir að hann hafi ekki rætt við Trump um málið hefur hann þó margsinnis lýst því yfir opinberlega að hann sé andvígur múrnum.Barátta Trump og starfsmanna hans virðist nú snúast um almenningsálit Bandaríkjamanna. Trump hefur tilkynnt að hann ætli að ferðast til landamæranna til að skoða ástandið og þar að auki ætlar hann sér að ávarpa þjóðina annað kvöld. Það verður í fyrsta sinn sem Trump ávarpar þjóðina úr skrifstofu forsetans og sagði hann á Twitter í kvöld að ávarpið væri um mannúðar- og öryggisneyðarástandið á landamærunum.I am pleased to inform you that I will Address the Nation on the Humanitarian and National Security crisis on our Southern Border. Tuesday night at 9:00 P.M. Eastern. — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 7, 2019 Það er þó alls ekki víst að stærstu sjónvarpsstöðvar Bandaríkjanna vilji gera hlé á útsendingum sínum á kjörtíma til að sýna ávarp forsetans. Fréttastöðvar eins og CNN hafa þó ákveðið að sýna ávarpið en áhorfendur þeirra eru færri en hinna stöðvanna. Eins og New York Times bendir á hafa útsendingar verið stöðvaðar áður vegna ávarpa forseta en þau ávörp hafa þó oftar en ekki snúið að málefnum sem þykja mikilvæg hag Bandaríkjanna. Forsvarsmenn sjónvarpsstöðva hafa einnig neitað að sýna ávörp þar sem þau hafa ekki þótt nægilega fréttnæm.Segist skilja stöðu launafólks Trump sagði blaðamönnum í gær að hann skildi stöðu þeirra opinberu starfsmanna sem hafi ekki fengið greidd laun og hafi ekki geta unnið í rúmar tvær vikur. „Ég tengi og ég er viss um að þau geri ráðstafanir. Þau gera það alltaf,“ sagði Trump. Hann bætti svo við að margir þessarra starfsmanna væru sammála honum um þörfina á múr. Þar að auki sagði Trump að múrinn myndi borga sig sjálfur, án þess þó að færa nokkur rök fyrir því hvernig bandaríska ríkið myndi græða á byggingu múrsins. Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Sjá meira
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, segir starfsmenn Hvíta hússins vera að skoða að lýsa yfir neyðarástandi við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Slíkt myndi veita Donald Trump, forseta, vald til að byggja múr á landamærunum, án aðkomu þingsins. Meðal þess sem verið er að skoða er hvort slíkt væri lögum samkvæmt. Það þykir ekki ljóst og slík yfirlýsing þyrfti án efa að fara í gegnum langt dómsferli. Um þriðjungi alríkisstofnanna Bandaríkjanna hefur nú verið lokað í rúmar tvær vikur vegna deilna um múrinn. Trump neitar að skrifa undir fjárlög án þess að fá 5,7 milljarðar dala til að byggja múr á hluta landamæranna og Demókratar, sem stjórna fulltrúadeild Bandaríkjaþings, neita að samþykkja slíka fjárveitingu. Trump hélt því áður fram að Mexíkó myndi greiða fyrir múrinn. Mexíkó neitaði hins vegar að gera það. Ekkert útlit er fyrir að lausn finnist á deilunni en Trump hefur stungið upp á því að múrinn verði gerður úr stáli, frekar en steypu, og vonaðist hann til þess að Demókrötum litist betur á það. Svo virðist þó ekki vera. Þeir segja óhagkvæmt að byggja múr á gífurlega löngum landamærum ríkjanna Pence og Kirstjen Nielsen, yfirmaður Heimavarnarráðuneytis Bandaríkjanna, héldu blaðamannafund í kvöld. Þar gagnrýndi Pence Demókrata fyrir að vilja ekki semja um byggingu múrsins og sagði hann sömuleiðis að Trump myndi ekki víkja frá kröfu sinni um 5,7 milljarða dala. Þá afhentu þau blaðamönnum línurit sem sýna eigi af hverju neyðarástand ríki á landamærunum. Línurit þessi hafa þó verið gagnrýnd vegna þess að þar er áætlað að ástandið muni versna til muna en engin rök færð fyrir því. Þá er ljóst að tölur þessar eiga að miklu leyti við aðila sem fara ekki inn í Bandaríkin í gegnum Mexíkó.The WH also handed out charts to make their case that there is a humanitarian and national security crisis on the southern border. But, Secretary Nielsen said it’s classified how many potential terrorists have been stopped on the southern border trying to enter the US. pic.twitter.com/LosbGSSPDh — Yamiche Alcindor (@Yamiche) January 7, 2019 Ríkisstjórn Donald Trump hefur einnig haldið því fram að þörf sé á Múrnum vegna þess hve margir hryðjuverkamenn reyni að komast yfir landamærin. Sarah Sanders, upplýsingafulltrúi Hvíta hússins, sagði fyrir helgina að tæplega fjögur þúsund grunaðir hryðjuverkamenn hefðu verið stöðvaðir við landamærin í fyrra. NBC segir þær tölur þó byggja á gögnum frá árinu 2017 og þau gögn eigi að mestu við aðila sem hafi reynt að ferðast til Bandaríkjanna með flugvél. Þá sagði Nielsen í kvöld að frá 1. október 2017 og til 31. mars 2018 hefðu rétt rúmlega 40 aðilar, sem eru á lista yfir grunaða hryðjuverkamenn, verið stöðvaðir á landamærunum. Þar af var mikill meirihluti ríkisborgarar eða með dvalarleyfi í Bandaríkjunum.Aðeins sex þeirra falla í raun undir þá skilgreiningu sem Sanders notaði.Sagði ósatt um fyrrverandi forseta Trump hélt því fram á föstudaginn að fyrrverandi forseti Bandaríkjanna hefði lýst yfir stuðningi við byggingu múrsins. Allir núlifandi fyrrverandi forsetar Bandaríkjanna, að Barack Obama undanskildum, hafa þó lýst því yfir að þeir hafi ekki sagst vilja múr á landamærunum. Þó Obama hafi ekki lýst því yfir að hann hafi ekki rætt við Trump um málið hefur hann þó margsinnis lýst því yfir opinberlega að hann sé andvígur múrnum.Barátta Trump og starfsmanna hans virðist nú snúast um almenningsálit Bandaríkjamanna. Trump hefur tilkynnt að hann ætli að ferðast til landamæranna til að skoða ástandið og þar að auki ætlar hann sér að ávarpa þjóðina annað kvöld. Það verður í fyrsta sinn sem Trump ávarpar þjóðina úr skrifstofu forsetans og sagði hann á Twitter í kvöld að ávarpið væri um mannúðar- og öryggisneyðarástandið á landamærunum.I am pleased to inform you that I will Address the Nation on the Humanitarian and National Security crisis on our Southern Border. Tuesday night at 9:00 P.M. Eastern. — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 7, 2019 Það er þó alls ekki víst að stærstu sjónvarpsstöðvar Bandaríkjanna vilji gera hlé á útsendingum sínum á kjörtíma til að sýna ávarp forsetans. Fréttastöðvar eins og CNN hafa þó ákveðið að sýna ávarpið en áhorfendur þeirra eru færri en hinna stöðvanna. Eins og New York Times bendir á hafa útsendingar verið stöðvaðar áður vegna ávarpa forseta en þau ávörp hafa þó oftar en ekki snúið að málefnum sem þykja mikilvæg hag Bandaríkjanna. Forsvarsmenn sjónvarpsstöðva hafa einnig neitað að sýna ávörp þar sem þau hafa ekki þótt nægilega fréttnæm.Segist skilja stöðu launafólks Trump sagði blaðamönnum í gær að hann skildi stöðu þeirra opinberu starfsmanna sem hafi ekki fengið greidd laun og hafi ekki geta unnið í rúmar tvær vikur. „Ég tengi og ég er viss um að þau geri ráðstafanir. Þau gera það alltaf,“ sagði Trump. Hann bætti svo við að margir þessarra starfsmanna væru sammála honum um þörfina á múr. Þar að auki sagði Trump að múrinn myndi borga sig sjálfur, án þess þó að færa nokkur rök fyrir því hvernig bandaríska ríkið myndi græða á byggingu múrsins.
Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Sjá meira