Björk Eiðsdóttir hefur gengið til liðs við Fréttablaðið þar sem hún vera umsjónarmaður Lífsins í Fréttablaðinu og á vef Fréttablaðsins. Þá mun hún taka við ritstjórn Glamour sem var áður í höndum Álfrúnar Pálsdóttur.
Björk starfaði áður sem ritstjóri tímaritsins MAN. Eliza Reid prýddi forsíðu síðasta tölublaðsins í desember en blaðið hættir nú útgáfu. Blaðið hafði verið gefið út frá árinu 2013.
Fleiri breytingar eru framundan hjá Fréttablaðinu en Benedikt Bóas Hinriksson mun taka við sérblöðum blaðsins og Guðmundur Snær Guðmundsson verður yfirhönnuður Fréttablaðsins.
Björk Eiðsdóttir nýr ritstjóri Glamour

Tengdar fréttir

MAN leggur upp laupana
Fleiri tölublöð af tímaritinu MAN munu ekki líta dagsins ljós.