Telur tímabært að hefja undirbúning á sölu bankanna Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. janúar 2019 18:30 Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands segir tímabært að ríkisstjórnin hefji undirbúning á sölu á Íslandsbanka og hluta af Landsbankanum nú þegar hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið liggur fyrir. Ríkissjóður á 98,2 prósent hlutafjár í Landsbankanum og 100 prósent hlutafjár í Íslandsbanka. Fjármála- og efnahagsráðherra er heimilt að selja Íslandsbanka og allt að 70 prósent hlut í Landsbankanum að fenginni heimild í fjárlögum og tillögu frá Bankasýslu ríkisins samkvæmt lögum um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir: „Eignarhald ríkisins á fjármálafyrirtækjum er það umfangsmesta í Evrópu og vill ríkisstjórnin leita leiða til að draga úr því. Ljóst er þó að ríkissjóður verður leiðandi fjárfestir í að minnsta kosti einni kerfislega mikilvægri fjármálastofnun.“ Þar segir einnig að hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið á Íslandi verði lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar áður en stefnumarkandi ákvarðanir verða teknar um fjármálakerfið. Hvítbókin var kynnt 10. desember síðastliðinn. Höfundar hennar leggja til að bankarnir verði seldir en þar segir: „Það ætti því að kanna möguleika á að selja Íslandsbanka til erlends banka að hluta eða öllu leyti.“ Síðan leggja höfundar hvítbókarinnar til að hafinn verði undirbúningur á sölu á hluta af eignarhlut ríkisins í Landsbankanum einnig. Það má því segja að það liggi bæði fyrir pólitísk yfirlýsing um að losa um eignarhald ríkisins á bönkunum og leiðarvísir í formi hvítbókarinnar. Því má spyrja hvar standa þessi áform og hvenær má reikna með að ríkið selji Íslandsbanka og hluta af Landsbankanum? Hvítbókin hefur ekki verið lögð fyrir Alþingi og því hefur engin umræða farið fram á þeim vettvangi um efni hennar. Eins og er rakið hér framar hyggst ríkisstjórnin ekki taka neinar stefnumarkandi ákvarðanir um fjármálakerfið fyrr en hvítbókin hefur verið lögð fram á Alþingi. Ekkert hefur verið verið fjallað um sölu bankanna á fundum ríkisstjórnarinnar miðað við dagskrá ríkisstjórnarfunda sem er aðgengileg á netinu. Þess skal þó getið að dagskrá ríkisstjórnarfunda er að sjálfsögðu ekki tæmandi yfirlit um efni þeirra. Ásta Sigríður Fjeldsted framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands segir tímabært að taka næstu skref við sölu bankanna. „Maður hefur það á tilfinningunni að tíminn sé réttur að hefja allavega undirbúning á þessu söluferli þannig að við séum ekki að draga þetta á langinn og hrædd við að taka þessar stóru ákvarðanir. Sem manni finnst stundum í samfélaginu að stjórnmálamenn séu hræddir við. Við þurfum bara að halda vel á spöðunum þarna og klára dæmið,“ segir Ásta. Ekki hefur fengist svar við því hvort undirbúningsvinna sé hafin í fjármála- og efnahagsráðuneytinu vegna sölu bankanna. Hvítbók fyrir fjármálakerfið Íslenskir bankar Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent „Það voru margir undrandi og spurðu: Hvað er í gangi hjá ykkur?“ Atvinnulíf Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands segir tímabært að ríkisstjórnin hefji undirbúning á sölu á Íslandsbanka og hluta af Landsbankanum nú þegar hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið liggur fyrir. Ríkissjóður á 98,2 prósent hlutafjár í Landsbankanum og 100 prósent hlutafjár í Íslandsbanka. Fjármála- og efnahagsráðherra er heimilt að selja Íslandsbanka og allt að 70 prósent hlut í Landsbankanum að fenginni heimild í fjárlögum og tillögu frá Bankasýslu ríkisins samkvæmt lögum um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir: „Eignarhald ríkisins á fjármálafyrirtækjum er það umfangsmesta í Evrópu og vill ríkisstjórnin leita leiða til að draga úr því. Ljóst er þó að ríkissjóður verður leiðandi fjárfestir í að minnsta kosti einni kerfislega mikilvægri fjármálastofnun.“ Þar segir einnig að hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið á Íslandi verði lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar áður en stefnumarkandi ákvarðanir verða teknar um fjármálakerfið. Hvítbókin var kynnt 10. desember síðastliðinn. Höfundar hennar leggja til að bankarnir verði seldir en þar segir: „Það ætti því að kanna möguleika á að selja Íslandsbanka til erlends banka að hluta eða öllu leyti.“ Síðan leggja höfundar hvítbókarinnar til að hafinn verði undirbúningur á sölu á hluta af eignarhlut ríkisins í Landsbankanum einnig. Það má því segja að það liggi bæði fyrir pólitísk yfirlýsing um að losa um eignarhald ríkisins á bönkunum og leiðarvísir í formi hvítbókarinnar. Því má spyrja hvar standa þessi áform og hvenær má reikna með að ríkið selji Íslandsbanka og hluta af Landsbankanum? Hvítbókin hefur ekki verið lögð fyrir Alþingi og því hefur engin umræða farið fram á þeim vettvangi um efni hennar. Eins og er rakið hér framar hyggst ríkisstjórnin ekki taka neinar stefnumarkandi ákvarðanir um fjármálakerfið fyrr en hvítbókin hefur verið lögð fram á Alþingi. Ekkert hefur verið verið fjallað um sölu bankanna á fundum ríkisstjórnarinnar miðað við dagskrá ríkisstjórnarfunda sem er aðgengileg á netinu. Þess skal þó getið að dagskrá ríkisstjórnarfunda er að sjálfsögðu ekki tæmandi yfirlit um efni þeirra. Ásta Sigríður Fjeldsted framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands segir tímabært að taka næstu skref við sölu bankanna. „Maður hefur það á tilfinningunni að tíminn sé réttur að hefja allavega undirbúning á þessu söluferli þannig að við séum ekki að draga þetta á langinn og hrædd við að taka þessar stóru ákvarðanir. Sem manni finnst stundum í samfélaginu að stjórnmálamenn séu hræddir við. Við þurfum bara að halda vel á spöðunum þarna og klára dæmið,“ segir Ásta. Ekki hefur fengist svar við því hvort undirbúningsvinna sé hafin í fjármála- og efnahagsráðuneytinu vegna sölu bankanna.
Hvítbók fyrir fjármálakerfið Íslenskir bankar Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent „Það voru margir undrandi og spurðu: Hvað er í gangi hjá ykkur?“ Atvinnulíf Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent