Guðni: Ekki átti ég nú von á að fara í formannsslag við heiðursformann sambandsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. janúar 2019 13:15 Guðni Bergsson. Getty/Shaun Botterill Guðni Bergsson, formaður KSÍ, viðurkennir það á Twitter reikningi sínum að hann hafi ekki átt von á því að vera fara í formannskjör á móti Geir Þorsteinssyni. Geir Þorsteinsson tilkynnti það um helgina að hann ætli að bjóða sig fram sem formann KSÍ á 73. ársþingi KSÍ sem fer fram á Hilton Reykjavík Nordica þann 9. febrúar næstkomandi. Geir var formaður KSÍ í tíu ár frá 2007 til 2017 en þar á undan hafði hann verið framkvæmdastjóri knattspyrnusambandsins í áratug. Árin 2017 og 2018 voru því tvö fyrstu árin í tvo áratugi þar sem Geir var ekki innanbúðarmaður hjá Knattspyrnusambandi Íslands. Nú vill Geir komast aftur að kjötkötlunum.Ekki átti ég nú von á að fara í formannsslag við heiðursformann sambandsins. Það hefur verið unnið gott starf hér innan KSÍ síðustu 2 árin. Höfum verið framsækin og kraftmikil - ég er til í baráttuna #fotboltinet — Guðni Bergsson (@gudnibergs) January 7, 2019 Guðni Bergsson tók við formennsku af Geir á 71. ársþingi KSÍ í Höllinni í Vestmannaeyjum 11. febrúar 2017. Guðni segist þrátt fyrir óvænt framboð vera til í baráttuna. „Ekki átti ég nú von á að fara í formannsslag við heiðursformann sambandsins. Það hefur verið unnið gott starf hér innan KSÍ síðustu 2 árin. Höfum verið framsækin og kraftmikil - ég er til í baráttuna,“ skrifaði Guðni. Á umræddu ársþingi KSÍ sem fór fram í Vestmannaeyjum í febrúar 2017 var Geir Þorsteinsson kosinn heiðursformaður sambandsins. Samkvæmt 43. grein í lögum KSÍ þá hefur heiðursformaður rétt til setu og málfrelsi á stjórnarfundum KSÍ og kemur fram fyrir hönd sambandsins þegar stjórn þess óskar eftir. Heiðursformenn KSÍ eru nú þrír; þeir Geir Þorsteinsson, Eggert Magnússon og Ellert B Schram. Geir Þorsteinsson var í spjalli í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði það ekki hlutverk sitt að dæma störf Guðna. Það væri aðildarfélaganna.Klippa: Bítið - Geir Þorsteinsson býður sig fram til formennsku í KSÍ á nýjan leik Íslenski boltinn Tengdar fréttir Mikil togstreita hefur myndast Geir Þorsteinsson býður sig fram til formanns KSÍ en gegndi þeirri stöðu á árunum 2007-17. Hann vill efla félögin í landinu og breyta skipulagi KSÍ. Hann segir nauðsynlegt að lægja öldurnar í íslenskum fótbolta. 7. janúar 2019 08:00 Guðni vonast eftir málefnalegri baráttu um formannsstöðuna Guðni Bergsson, formaður KSÍ, var í viðtali við Hörð Magnússon í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem leitað var viðbragða hans við framboði Geirs Þorsteinssonar. 5. janúar 2019 19:58 Geir býður sig fram gegn Guðna: Formannsslagur í febrúar Guðni Bergsson, formaður KSÍ, mun fá mótframboð á ársþingi KSÍ í febrúar en Geir Þorsteinsson hefur ákveðið að bjóða sig fram á nýjan leik. 5. janúar 2019 12:15 Geir: Átök innan hreyfingarinnar sem eru ekki á yfirborðinu Geir Þorsteinsson segir að það þurfi að gera róttækar breytingar á KSÍ og íslenskum fótbolta. 5. janúar 2019 13:16 Geir vill breyta skipulagi íslenskrar knattspyrnu Geir Þorsteinsson mun bjóða sig fram til formanns KSÍ á ársþingi sambandsins í febrúar. Hann ræddi ákvörðun sína við Hörð Magnússon í kvöldfréttum Stöðvar 2. 5. janúar 2019 19:40 Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti Dagskráin: Fótbolti, hestar og NBA í dag og kvöld en formúla í nótt Sport Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Fótbolti „Vorum með bakið upp við vegg og urðum að vinna“ Sport Fleiri fréttir Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Sjá meira
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, viðurkennir það á Twitter reikningi sínum að hann hafi ekki átt von á því að vera fara í formannskjör á móti Geir Þorsteinssyni. Geir Þorsteinsson tilkynnti það um helgina að hann ætli að bjóða sig fram sem formann KSÍ á 73. ársþingi KSÍ sem fer fram á Hilton Reykjavík Nordica þann 9. febrúar næstkomandi. Geir var formaður KSÍ í tíu ár frá 2007 til 2017 en þar á undan hafði hann verið framkvæmdastjóri knattspyrnusambandsins í áratug. Árin 2017 og 2018 voru því tvö fyrstu árin í tvo áratugi þar sem Geir var ekki innanbúðarmaður hjá Knattspyrnusambandi Íslands. Nú vill Geir komast aftur að kjötkötlunum.Ekki átti ég nú von á að fara í formannsslag við heiðursformann sambandsins. Það hefur verið unnið gott starf hér innan KSÍ síðustu 2 árin. Höfum verið framsækin og kraftmikil - ég er til í baráttuna #fotboltinet — Guðni Bergsson (@gudnibergs) January 7, 2019 Guðni Bergsson tók við formennsku af Geir á 71. ársþingi KSÍ í Höllinni í Vestmannaeyjum 11. febrúar 2017. Guðni segist þrátt fyrir óvænt framboð vera til í baráttuna. „Ekki átti ég nú von á að fara í formannsslag við heiðursformann sambandsins. Það hefur verið unnið gott starf hér innan KSÍ síðustu 2 árin. Höfum verið framsækin og kraftmikil - ég er til í baráttuna,“ skrifaði Guðni. Á umræddu ársþingi KSÍ sem fór fram í Vestmannaeyjum í febrúar 2017 var Geir Þorsteinsson kosinn heiðursformaður sambandsins. Samkvæmt 43. grein í lögum KSÍ þá hefur heiðursformaður rétt til setu og málfrelsi á stjórnarfundum KSÍ og kemur fram fyrir hönd sambandsins þegar stjórn þess óskar eftir. Heiðursformenn KSÍ eru nú þrír; þeir Geir Þorsteinsson, Eggert Magnússon og Ellert B Schram. Geir Þorsteinsson var í spjalli í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði það ekki hlutverk sitt að dæma störf Guðna. Það væri aðildarfélaganna.Klippa: Bítið - Geir Þorsteinsson býður sig fram til formennsku í KSÍ á nýjan leik
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Mikil togstreita hefur myndast Geir Þorsteinsson býður sig fram til formanns KSÍ en gegndi þeirri stöðu á árunum 2007-17. Hann vill efla félögin í landinu og breyta skipulagi KSÍ. Hann segir nauðsynlegt að lægja öldurnar í íslenskum fótbolta. 7. janúar 2019 08:00 Guðni vonast eftir málefnalegri baráttu um formannsstöðuna Guðni Bergsson, formaður KSÍ, var í viðtali við Hörð Magnússon í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem leitað var viðbragða hans við framboði Geirs Þorsteinssonar. 5. janúar 2019 19:58 Geir býður sig fram gegn Guðna: Formannsslagur í febrúar Guðni Bergsson, formaður KSÍ, mun fá mótframboð á ársþingi KSÍ í febrúar en Geir Þorsteinsson hefur ákveðið að bjóða sig fram á nýjan leik. 5. janúar 2019 12:15 Geir: Átök innan hreyfingarinnar sem eru ekki á yfirborðinu Geir Þorsteinsson segir að það þurfi að gera róttækar breytingar á KSÍ og íslenskum fótbolta. 5. janúar 2019 13:16 Geir vill breyta skipulagi íslenskrar knattspyrnu Geir Þorsteinsson mun bjóða sig fram til formanns KSÍ á ársþingi sambandsins í febrúar. Hann ræddi ákvörðun sína við Hörð Magnússon í kvöldfréttum Stöðvar 2. 5. janúar 2019 19:40 Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti Dagskráin: Fótbolti, hestar og NBA í dag og kvöld en formúla í nótt Sport Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Fótbolti „Vorum með bakið upp við vegg og urðum að vinna“ Sport Fleiri fréttir Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Sjá meira
Mikil togstreita hefur myndast Geir Þorsteinsson býður sig fram til formanns KSÍ en gegndi þeirri stöðu á árunum 2007-17. Hann vill efla félögin í landinu og breyta skipulagi KSÍ. Hann segir nauðsynlegt að lægja öldurnar í íslenskum fótbolta. 7. janúar 2019 08:00
Guðni vonast eftir málefnalegri baráttu um formannsstöðuna Guðni Bergsson, formaður KSÍ, var í viðtali við Hörð Magnússon í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem leitað var viðbragða hans við framboði Geirs Þorsteinssonar. 5. janúar 2019 19:58
Geir býður sig fram gegn Guðna: Formannsslagur í febrúar Guðni Bergsson, formaður KSÍ, mun fá mótframboð á ársþingi KSÍ í febrúar en Geir Þorsteinsson hefur ákveðið að bjóða sig fram á nýjan leik. 5. janúar 2019 12:15
Geir: Átök innan hreyfingarinnar sem eru ekki á yfirborðinu Geir Þorsteinsson segir að það þurfi að gera róttækar breytingar á KSÍ og íslenskum fótbolta. 5. janúar 2019 13:16
Geir vill breyta skipulagi íslenskrar knattspyrnu Geir Þorsteinsson mun bjóða sig fram til formanns KSÍ á ársþingi sambandsins í febrúar. Hann ræddi ákvörðun sína við Hörð Magnússon í kvöldfréttum Stöðvar 2. 5. janúar 2019 19:40