Vængir Júpíters urðu um helgina Íslandsmeistarar innanhúss í knattspyrnu karla eftir eins marks sigur á Augnablik í úrslitaleik í Laugardalshöllinni.
Vængir Júpíters unnu 4-3 sigur á Augnablik í úrslitaleiknum en mörkin skoruðu þeir Eyþór Daði Hauksson, Daníel Rögnvaldsson, Geir Kristinsson og Brynjar Gauti Þorsteinsson.
Þetta er annað árið í röð sem Vængir Júpíters vinna Augnablik í úrslitaleiknum en Vængirnir unnu úrslitaleikinn 6-3 í fyrra. Eyþór Daði skoraði líka í úrslitaleiknum fyrrir ári síðan.
Með sigrinum tryggði lið Vængja Júpiters sér þátttökurétt í Evrópukeppninni en liðið tók þátt í henni í fyrsta sinn á síðasta ári.
Eyþór Daði var einnig þrennu í 5-4 sigri Vængja Júpíters á Víkingi Ó. í undanúrslitunum en Daníel skoraði þá úr tveimur vítaspyrnum.
Vængir Júpíters unnu Kormák/Hvöt 6-4 í átta liða úrslitum.
Augnabliksliðið komst í úrslitaleikinn eftir sigur á Leikni/KB í vítakeppni en hafði síðan unnið 15-2 stórsigur á Snæfelli í átta liða úrslitunum.
Arnar Páll Garðarsson og Magnús Haukur Harðarson voru þjálfarar liðsins á Íslandsmótinu í ár.
Tryggvi Guðmundsson var ekki með liðinu að þessu sinni en hann mun þjálfa Vængi Júpiters í útifótboltanum næsta sumar.
Leikmenn Vængja Júpiters liðsins í úrslitaleiknum voru eftirtaldir: Bragi Þór Kristinsson, Helgi Snær Agnarsson, Daníel Rögnvaldsson, Georg Guðjónsson, Eyþór Daði Hauksson, Kristinn Jóhann Konráðsson, Snæþór Haukur Sveinbjörnsson, Brynjar Gauti Þorsteinsson, Geir Kristinsson, Kolbeinn Kristinsson, Gunnar Hauksson, Marinó Þór Jakobsson, Gunnar Orri Guðmundsson og Daníel Þór Ágústsson.
Nýtt stórveldi í íslenska innanhússfótboltanum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Sjötíu ára titlaþurrð á enda
Enski boltinn

Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar
Enski boltinn


Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg
Handbolti

United nálgast efri hlutann
Enski boltinn


Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni
Enski boltinn



Segir Arnór líta ruddalega vel út
Fótbolti