Sönnun á því fékkst um nýliðna helgi þegar maður reyndi að ræna brasilísku bardagakonuna Polyana Viana í Ríó.
Maðurinn vatt sér upp að Viana og ætlaði að ræna af henni símanum. Hún svaraði með því að kýla hann tvisvar og sparka einnig einu sinni í manninn. Það stórsá á honum eins og sjá má hér að neðan í þessu tísti frá forseta UFC, Dana White.
On the left is @Polyana_VianaDF, one of our @UFC fighters and on the right is the guy who tried to rob her #badfuckingideapic.twitter.com/oHBVpS2TQt
— Dana White (@danawhite) January 7, 2019
„Ég var því fljót að bregðast við með tveimur höggum og sparki. Hann féll og þá fór ég í hengingartak. Ég hélt honum þannig þar til lögreglan kom og hirti hann.“
Viana grjóthörð en hún er 1-1 í UFC.