Trump kvikar ekki frá kröfunni um landamæramúrinn Kjartan Kjartansson skrifar 6. janúar 2019 23:09 Trump er sagður trúa því að deilan um múrinn hjálpi sér að treysta stuðnings baklands síns. Á meðan fá hundruð þúsunda opinberra starfsmanna ekki greidd laun. Vísir/EPA Hvíta húsið hefur sent leiðtogum flokkanna á Bandaríkjaþingi bréf þar sem kröfu Donalds Trump forseta um á sjötta milljarð dollara fyrir landamæramúr er haldið til streitu. Þriðjungur alríkisstofnana hefur verið lokaður í á þriðju viku vegna deilunnar um múrinn. Rekstur stofnananna stöðvaðist þegar Trump lýsti því yfir að hann myndi ekki skrifa undir útgjaldafrumvörp sem leiðtogar repúblikana og demókrata höfðu náð saman um til að fjármagna rekstur þeirra tímabundið rétt fyrir jól. Trump krefst 5,6 milljarða dollara fyrir múr á suðurlandamærunum að Mexíkó sem demókratar vilja ekki heyra á minnst. Í bréfi sem starfandi forstöðumaður fjárlagaskrifstofu Hvíta hússins sendi leiðtogum á þingi segir að múrinn sé „nauðsynlegur áformum“ ríkisstjórnarinnar. Þar er krafist fjármögnunar á byggingu 376 kílómetra langs hluta múrsins umdeilda, að sögn Washington Post. Trump hefur haft í hótunum vegna deilunnar, meðal annars um að hann muni halda alríkisstofnununum lokuðum í vikur eða jafnvel ár eða að hann lýsi yfir neyðarástandi til að byggja múrinn án samþykkis þingsins. Upphaflega lofaði Trump því að mexíkósk stjórnvöld kæmu til með að greiða fyrir múrinn. Með bréfinu krefst Trump nú stálgirðingar frekar en steinsteypta múrsins sem hann lofaði. Í því er einnig að finna boð um 800 milljón dollara fjárveitingu til „áríðandi mannúðarþarfa“ og til aðstoðar barna sem koma að landamærunum eins síns liðs sem demókratar eru sagðir hafa lagt áherslu á. Á meðan sitja hundruð þúsunda alríkisstarfsmanna annað hvort heima eða vinna launalaust. Trump var spurður að því í dag hvort að hann gæti skilið stöðu ríkisstarfsmanna sem fá ekki greitt. „Ég tengi við það og ég er viss um að fólk sem verður fyrir því geri ráðstafanir, það gerir það alltaf,“ svaraði Trump og hélt því fram að margir opinberu starfsmannanna styddu það að hann neitaði að opna stofnanirnar aftur til að knýja á um byggingu múrsins. Ekki er ljóst hvað forsetinn telur sig hafa fyrir sér um það. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ekkert þokast í útgjaldadeilu Trump og Bandaríkjaþings Þriðjungur alríkisstofnana hefur nú verið lokaður í tvær vikur. 5. janúar 2019 22:44 Hugmynd um múrinn í fyrstu ætluð til að minna Trump á að tala um innflytjendur Áður en að hugmyndin um landamæramúr á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna varð að miðpunkti í kosningabaráttu og forsetatíð Donald Trump Bandaríkjaforseta var hún í upphafi einfaldlega ætluð til þess að minna Trump á að tala um innflytjendur í kosningabaráttunni. 6. janúar 2019 10:15 Trump segist tilbúinn að halda alríkisstofnunum lokuðum í fleiri ár Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vera viðbúinn því að lokun stórs hluta alríkisstofnana Bandaríkjanna, sem til er komin vegna ágreinings Demókrata og Repúblikana um fjármögnun til byggingar múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, muni vara lengi, jafnvel til margra ára. 4. janúar 2019 20:23 Demókratar samþykktu að opna alríkisstofnanir Nær öruggt er að Trump forseti neiti að skrifa undir og repúblikanar í öldungadeildinni ætla ekki að taka frumvörp fulltrúadeildarinnar til umræðu vegna þess. 4. janúar 2019 06:30 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Fleiri fréttir Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Sjá meira
Hvíta húsið hefur sent leiðtogum flokkanna á Bandaríkjaþingi bréf þar sem kröfu Donalds Trump forseta um á sjötta milljarð dollara fyrir landamæramúr er haldið til streitu. Þriðjungur alríkisstofnana hefur verið lokaður í á þriðju viku vegna deilunnar um múrinn. Rekstur stofnananna stöðvaðist þegar Trump lýsti því yfir að hann myndi ekki skrifa undir útgjaldafrumvörp sem leiðtogar repúblikana og demókrata höfðu náð saman um til að fjármagna rekstur þeirra tímabundið rétt fyrir jól. Trump krefst 5,6 milljarða dollara fyrir múr á suðurlandamærunum að Mexíkó sem demókratar vilja ekki heyra á minnst. Í bréfi sem starfandi forstöðumaður fjárlagaskrifstofu Hvíta hússins sendi leiðtogum á þingi segir að múrinn sé „nauðsynlegur áformum“ ríkisstjórnarinnar. Þar er krafist fjármögnunar á byggingu 376 kílómetra langs hluta múrsins umdeilda, að sögn Washington Post. Trump hefur haft í hótunum vegna deilunnar, meðal annars um að hann muni halda alríkisstofnununum lokuðum í vikur eða jafnvel ár eða að hann lýsi yfir neyðarástandi til að byggja múrinn án samþykkis þingsins. Upphaflega lofaði Trump því að mexíkósk stjórnvöld kæmu til með að greiða fyrir múrinn. Með bréfinu krefst Trump nú stálgirðingar frekar en steinsteypta múrsins sem hann lofaði. Í því er einnig að finna boð um 800 milljón dollara fjárveitingu til „áríðandi mannúðarþarfa“ og til aðstoðar barna sem koma að landamærunum eins síns liðs sem demókratar eru sagðir hafa lagt áherslu á. Á meðan sitja hundruð þúsunda alríkisstarfsmanna annað hvort heima eða vinna launalaust. Trump var spurður að því í dag hvort að hann gæti skilið stöðu ríkisstarfsmanna sem fá ekki greitt. „Ég tengi við það og ég er viss um að fólk sem verður fyrir því geri ráðstafanir, það gerir það alltaf,“ svaraði Trump og hélt því fram að margir opinberu starfsmannanna styddu það að hann neitaði að opna stofnanirnar aftur til að knýja á um byggingu múrsins. Ekki er ljóst hvað forsetinn telur sig hafa fyrir sér um það.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ekkert þokast í útgjaldadeilu Trump og Bandaríkjaþings Þriðjungur alríkisstofnana hefur nú verið lokaður í tvær vikur. 5. janúar 2019 22:44 Hugmynd um múrinn í fyrstu ætluð til að minna Trump á að tala um innflytjendur Áður en að hugmyndin um landamæramúr á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna varð að miðpunkti í kosningabaráttu og forsetatíð Donald Trump Bandaríkjaforseta var hún í upphafi einfaldlega ætluð til þess að minna Trump á að tala um innflytjendur í kosningabaráttunni. 6. janúar 2019 10:15 Trump segist tilbúinn að halda alríkisstofnunum lokuðum í fleiri ár Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vera viðbúinn því að lokun stórs hluta alríkisstofnana Bandaríkjanna, sem til er komin vegna ágreinings Demókrata og Repúblikana um fjármögnun til byggingar múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, muni vara lengi, jafnvel til margra ára. 4. janúar 2019 20:23 Demókratar samþykktu að opna alríkisstofnanir Nær öruggt er að Trump forseti neiti að skrifa undir og repúblikanar í öldungadeildinni ætla ekki að taka frumvörp fulltrúadeildarinnar til umræðu vegna þess. 4. janúar 2019 06:30 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Fleiri fréttir Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Sjá meira
Ekkert þokast í útgjaldadeilu Trump og Bandaríkjaþings Þriðjungur alríkisstofnana hefur nú verið lokaður í tvær vikur. 5. janúar 2019 22:44
Hugmynd um múrinn í fyrstu ætluð til að minna Trump á að tala um innflytjendur Áður en að hugmyndin um landamæramúr á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna varð að miðpunkti í kosningabaráttu og forsetatíð Donald Trump Bandaríkjaforseta var hún í upphafi einfaldlega ætluð til þess að minna Trump á að tala um innflytjendur í kosningabaráttunni. 6. janúar 2019 10:15
Trump segist tilbúinn að halda alríkisstofnunum lokuðum í fleiri ár Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vera viðbúinn því að lokun stórs hluta alríkisstofnana Bandaríkjanna, sem til er komin vegna ágreinings Demókrata og Repúblikana um fjármögnun til byggingar múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, muni vara lengi, jafnvel til margra ára. 4. janúar 2019 20:23
Demókratar samþykktu að opna alríkisstofnanir Nær öruggt er að Trump forseti neiti að skrifa undir og repúblikanar í öldungadeildinni ætla ekki að taka frumvörp fulltrúadeildarinnar til umræðu vegna þess. 4. janúar 2019 06:30