Telur kjötskatt gott lýðheilsu- og loftslagsmál Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. janúar 2019 18:30 Stjórnarþingmaður telur að sérstakur kjötskattur gæti verið rökrétt skref, jafnt til að bregðast við áhrifum kjötneyslu á heilsufar en ekki síður sem liður í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum. Skatturinn þyrfti að vera hár til að hafa merkjanleg áhrif á neyslu fólks að mati kjötsala. Kjötneysla Íslendinga jókst um næstum 25 kíló á hvert mannsbarn frá árinu 1995 til 2015 og neytir meðal-Íslendingurinn nú næstum 90 kílóa af kjöti á hverju ári. Landlæknir hefur hins vegar ráðlagt fólki að neyta kjöts í hófi og að takmarka sérstaklega neyslu á unnum kjötvörum, sem taldar eru geta aukið líkurnar á ristilkrabbameini. Í aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum kemur jafnframt fram að losun frá íslenskum landbúnaði sé um 600.000 tonn CO2-ígilda, á ári - og að miðað við óbreytta framleiðslu séu margir þröskuldar á vegi þess að draga úr losun frá landbúnaði.Sjá einnig: Algengustu rangfærslurnar um loftslagsbreytingarAndrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, er því þeirrar skoðunar að minni kjötneysla kynni að hafa margvísleg jákvæð áhrif í för með sér. Hann varpaði því fram á Facebook hvort rétt væri að reyna að hafa áhrif á eftirspurn eftir kjötvörum með því að auka opinberar álögur. „Ég sá breskan þingmann leggja til að tekinn yrði upp sérstakur kjötskattur, til að bregðast við áhrifum kjötframleiðslu á loftslagsmál. Mig langaði því að velta upp hvort við ættum að skoða þetta hér á landi, sem lið í því að bregðast við loftslagsbreytingum.“ Andrés segir að jafnframt mætti endurskoða núverandi fyrirkomulag landbúnaðarstyrkja til aðstoða bændur við að gera framleiðslu sína vistvænni. Þeir fjármunir sem safnast myndu með kjötskatti mætti einnig nota til að stuðla að grænni landbúnaði. „Hjá bændum hefur náttúrulega verið stefnt að því að koma með sterkari umhverfisáherslur í styrkjakerfið. Það er eitthvað sem forystumenn bænda eru mjög áfram um.“ Andrés segist jafnframt vona að við endurskoðun fyrrnefndrar loftslagsáætlunar verði litið til lausna eins og kjötskatts, til þess að auðvelda neytendum að velja umhverfisvænari framleiðslu. „Þetta væri neyslustýring í grunninn en svo væri auðvitað hægt að nýta þessa fjármuni til að skipta yfir í framleiðslu á vörum sem eru betri fyrir umhverfið út frá loftslagssjónarmiðum," segir Andrés. Kjötiðnaðarmeistarinn Geir Rúnar Birgisson efast þó um að skattur sem þessi myndi gjörbreyta kjötneyslu fólks. Smávægilegar verðbreytingar hafi alla jafna ekki mikil áhrif á eftirspurn og því þyrfti hækkun kjötverðs að vera há, ef henni er ætlað að draga úr eftirspurn. „Hún þyrfti að vera umtalsverð. Ég myndi skjóta á hátt í 20, 30 prósent svo að það fari að hafa þau áhrif að fólk fari að neita sér um kjöt," segir Geir. Heilbrigðismál Landbúnaður Loftslagsmál Skattar og tollar Tengdar fréttir Aukning í losun gróðurhúsalofttegunda sú mesta í sjö ár Váleg tíðindi um afturför í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum berast á meðan Sameinuðu þjóðirnar funda um loftslagsmál í kolahéraði í Póllandi. 6. desember 2018 10:57 Þarf að margfalda aðgerðir í loftslagsmálum Nauðsynlegt er að fimmfalda aðgerðir í loftslagsmálum til þess að halda hnattrænni hlýnun innan 1,5 gráða og þrefalda til þess að halda henni innan tveggja gráða. 28. nóvember 2018 08:00 Algengustu rangfærslurnar um loftslagsbreytingar Þýða fyrri loftslagsbreytingar eða kuldi og snjókoma virkilega að ekkert sé að marka loftslagsvísindi? 17. desember 2018 09:30 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Stjórnarþingmaður telur að sérstakur kjötskattur gæti verið rökrétt skref, jafnt til að bregðast við áhrifum kjötneyslu á heilsufar en ekki síður sem liður í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum. Skatturinn þyrfti að vera hár til að hafa merkjanleg áhrif á neyslu fólks að mati kjötsala. Kjötneysla Íslendinga jókst um næstum 25 kíló á hvert mannsbarn frá árinu 1995 til 2015 og neytir meðal-Íslendingurinn nú næstum 90 kílóa af kjöti á hverju ári. Landlæknir hefur hins vegar ráðlagt fólki að neyta kjöts í hófi og að takmarka sérstaklega neyslu á unnum kjötvörum, sem taldar eru geta aukið líkurnar á ristilkrabbameini. Í aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum kemur jafnframt fram að losun frá íslenskum landbúnaði sé um 600.000 tonn CO2-ígilda, á ári - og að miðað við óbreytta framleiðslu séu margir þröskuldar á vegi þess að draga úr losun frá landbúnaði.Sjá einnig: Algengustu rangfærslurnar um loftslagsbreytingarAndrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, er því þeirrar skoðunar að minni kjötneysla kynni að hafa margvísleg jákvæð áhrif í för með sér. Hann varpaði því fram á Facebook hvort rétt væri að reyna að hafa áhrif á eftirspurn eftir kjötvörum með því að auka opinberar álögur. „Ég sá breskan þingmann leggja til að tekinn yrði upp sérstakur kjötskattur, til að bregðast við áhrifum kjötframleiðslu á loftslagsmál. Mig langaði því að velta upp hvort við ættum að skoða þetta hér á landi, sem lið í því að bregðast við loftslagsbreytingum.“ Andrés segir að jafnframt mætti endurskoða núverandi fyrirkomulag landbúnaðarstyrkja til aðstoða bændur við að gera framleiðslu sína vistvænni. Þeir fjármunir sem safnast myndu með kjötskatti mætti einnig nota til að stuðla að grænni landbúnaði. „Hjá bændum hefur náttúrulega verið stefnt að því að koma með sterkari umhverfisáherslur í styrkjakerfið. Það er eitthvað sem forystumenn bænda eru mjög áfram um.“ Andrés segist jafnframt vona að við endurskoðun fyrrnefndrar loftslagsáætlunar verði litið til lausna eins og kjötskatts, til þess að auðvelda neytendum að velja umhverfisvænari framleiðslu. „Þetta væri neyslustýring í grunninn en svo væri auðvitað hægt að nýta þessa fjármuni til að skipta yfir í framleiðslu á vörum sem eru betri fyrir umhverfið út frá loftslagssjónarmiðum," segir Andrés. Kjötiðnaðarmeistarinn Geir Rúnar Birgisson efast þó um að skattur sem þessi myndi gjörbreyta kjötneyslu fólks. Smávægilegar verðbreytingar hafi alla jafna ekki mikil áhrif á eftirspurn og því þyrfti hækkun kjötverðs að vera há, ef henni er ætlað að draga úr eftirspurn. „Hún þyrfti að vera umtalsverð. Ég myndi skjóta á hátt í 20, 30 prósent svo að það fari að hafa þau áhrif að fólk fari að neita sér um kjöt," segir Geir.
Heilbrigðismál Landbúnaður Loftslagsmál Skattar og tollar Tengdar fréttir Aukning í losun gróðurhúsalofttegunda sú mesta í sjö ár Váleg tíðindi um afturför í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum berast á meðan Sameinuðu þjóðirnar funda um loftslagsmál í kolahéraði í Póllandi. 6. desember 2018 10:57 Þarf að margfalda aðgerðir í loftslagsmálum Nauðsynlegt er að fimmfalda aðgerðir í loftslagsmálum til þess að halda hnattrænni hlýnun innan 1,5 gráða og þrefalda til þess að halda henni innan tveggja gráða. 28. nóvember 2018 08:00 Algengustu rangfærslurnar um loftslagsbreytingar Þýða fyrri loftslagsbreytingar eða kuldi og snjókoma virkilega að ekkert sé að marka loftslagsvísindi? 17. desember 2018 09:30 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Aukning í losun gróðurhúsalofttegunda sú mesta í sjö ár Váleg tíðindi um afturför í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum berast á meðan Sameinuðu þjóðirnar funda um loftslagsmál í kolahéraði í Póllandi. 6. desember 2018 10:57
Þarf að margfalda aðgerðir í loftslagsmálum Nauðsynlegt er að fimmfalda aðgerðir í loftslagsmálum til þess að halda hnattrænni hlýnun innan 1,5 gráða og þrefalda til þess að halda henni innan tveggja gráða. 28. nóvember 2018 08:00
Algengustu rangfærslurnar um loftslagsbreytingar Þýða fyrri loftslagsbreytingar eða kuldi og snjókoma virkilega að ekkert sé að marka loftslagsvísindi? 17. desember 2018 09:30