Telur kjötskatt gott lýðheilsu- og loftslagsmál Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. janúar 2019 18:30 Stjórnarþingmaður telur að sérstakur kjötskattur gæti verið rökrétt skref, jafnt til að bregðast við áhrifum kjötneyslu á heilsufar en ekki síður sem liður í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum. Skatturinn þyrfti að vera hár til að hafa merkjanleg áhrif á neyslu fólks að mati kjötsala. Kjötneysla Íslendinga jókst um næstum 25 kíló á hvert mannsbarn frá árinu 1995 til 2015 og neytir meðal-Íslendingurinn nú næstum 90 kílóa af kjöti á hverju ári. Landlæknir hefur hins vegar ráðlagt fólki að neyta kjöts í hófi og að takmarka sérstaklega neyslu á unnum kjötvörum, sem taldar eru geta aukið líkurnar á ristilkrabbameini. Í aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum kemur jafnframt fram að losun frá íslenskum landbúnaði sé um 600.000 tonn CO2-ígilda, á ári - og að miðað við óbreytta framleiðslu séu margir þröskuldar á vegi þess að draga úr losun frá landbúnaði.Sjá einnig: Algengustu rangfærslurnar um loftslagsbreytingarAndrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, er því þeirrar skoðunar að minni kjötneysla kynni að hafa margvísleg jákvæð áhrif í för með sér. Hann varpaði því fram á Facebook hvort rétt væri að reyna að hafa áhrif á eftirspurn eftir kjötvörum með því að auka opinberar álögur. „Ég sá breskan þingmann leggja til að tekinn yrði upp sérstakur kjötskattur, til að bregðast við áhrifum kjötframleiðslu á loftslagsmál. Mig langaði því að velta upp hvort við ættum að skoða þetta hér á landi, sem lið í því að bregðast við loftslagsbreytingum.“ Andrés segir að jafnframt mætti endurskoða núverandi fyrirkomulag landbúnaðarstyrkja til aðstoða bændur við að gera framleiðslu sína vistvænni. Þeir fjármunir sem safnast myndu með kjötskatti mætti einnig nota til að stuðla að grænni landbúnaði. „Hjá bændum hefur náttúrulega verið stefnt að því að koma með sterkari umhverfisáherslur í styrkjakerfið. Það er eitthvað sem forystumenn bænda eru mjög áfram um.“ Andrés segist jafnframt vona að við endurskoðun fyrrnefndrar loftslagsáætlunar verði litið til lausna eins og kjötskatts, til þess að auðvelda neytendum að velja umhverfisvænari framleiðslu. „Þetta væri neyslustýring í grunninn en svo væri auðvitað hægt að nýta þessa fjármuni til að skipta yfir í framleiðslu á vörum sem eru betri fyrir umhverfið út frá loftslagssjónarmiðum," segir Andrés. Kjötiðnaðarmeistarinn Geir Rúnar Birgisson efast þó um að skattur sem þessi myndi gjörbreyta kjötneyslu fólks. Smávægilegar verðbreytingar hafi alla jafna ekki mikil áhrif á eftirspurn og því þyrfti hækkun kjötverðs að vera há, ef henni er ætlað að draga úr eftirspurn. „Hún þyrfti að vera umtalsverð. Ég myndi skjóta á hátt í 20, 30 prósent svo að það fari að hafa þau áhrif að fólk fari að neita sér um kjöt," segir Geir. Heilbrigðismál Landbúnaður Loftslagsmál Skattar og tollar Tengdar fréttir Aukning í losun gróðurhúsalofttegunda sú mesta í sjö ár Váleg tíðindi um afturför í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum berast á meðan Sameinuðu þjóðirnar funda um loftslagsmál í kolahéraði í Póllandi. 6. desember 2018 10:57 Þarf að margfalda aðgerðir í loftslagsmálum Nauðsynlegt er að fimmfalda aðgerðir í loftslagsmálum til þess að halda hnattrænni hlýnun innan 1,5 gráða og þrefalda til þess að halda henni innan tveggja gráða. 28. nóvember 2018 08:00 Algengustu rangfærslurnar um loftslagsbreytingar Þýða fyrri loftslagsbreytingar eða kuldi og snjókoma virkilega að ekkert sé að marka loftslagsvísindi? 17. desember 2018 09:30 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Fleiri fréttir Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Sjá meira
Stjórnarþingmaður telur að sérstakur kjötskattur gæti verið rökrétt skref, jafnt til að bregðast við áhrifum kjötneyslu á heilsufar en ekki síður sem liður í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum. Skatturinn þyrfti að vera hár til að hafa merkjanleg áhrif á neyslu fólks að mati kjötsala. Kjötneysla Íslendinga jókst um næstum 25 kíló á hvert mannsbarn frá árinu 1995 til 2015 og neytir meðal-Íslendingurinn nú næstum 90 kílóa af kjöti á hverju ári. Landlæknir hefur hins vegar ráðlagt fólki að neyta kjöts í hófi og að takmarka sérstaklega neyslu á unnum kjötvörum, sem taldar eru geta aukið líkurnar á ristilkrabbameini. Í aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum kemur jafnframt fram að losun frá íslenskum landbúnaði sé um 600.000 tonn CO2-ígilda, á ári - og að miðað við óbreytta framleiðslu séu margir þröskuldar á vegi þess að draga úr losun frá landbúnaði.Sjá einnig: Algengustu rangfærslurnar um loftslagsbreytingarAndrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, er því þeirrar skoðunar að minni kjötneysla kynni að hafa margvísleg jákvæð áhrif í för með sér. Hann varpaði því fram á Facebook hvort rétt væri að reyna að hafa áhrif á eftirspurn eftir kjötvörum með því að auka opinberar álögur. „Ég sá breskan þingmann leggja til að tekinn yrði upp sérstakur kjötskattur, til að bregðast við áhrifum kjötframleiðslu á loftslagsmál. Mig langaði því að velta upp hvort við ættum að skoða þetta hér á landi, sem lið í því að bregðast við loftslagsbreytingum.“ Andrés segir að jafnframt mætti endurskoða núverandi fyrirkomulag landbúnaðarstyrkja til aðstoða bændur við að gera framleiðslu sína vistvænni. Þeir fjármunir sem safnast myndu með kjötskatti mætti einnig nota til að stuðla að grænni landbúnaði. „Hjá bændum hefur náttúrulega verið stefnt að því að koma með sterkari umhverfisáherslur í styrkjakerfið. Það er eitthvað sem forystumenn bænda eru mjög áfram um.“ Andrés segist jafnframt vona að við endurskoðun fyrrnefndrar loftslagsáætlunar verði litið til lausna eins og kjötskatts, til þess að auðvelda neytendum að velja umhverfisvænari framleiðslu. „Þetta væri neyslustýring í grunninn en svo væri auðvitað hægt að nýta þessa fjármuni til að skipta yfir í framleiðslu á vörum sem eru betri fyrir umhverfið út frá loftslagssjónarmiðum," segir Andrés. Kjötiðnaðarmeistarinn Geir Rúnar Birgisson efast þó um að skattur sem þessi myndi gjörbreyta kjötneyslu fólks. Smávægilegar verðbreytingar hafi alla jafna ekki mikil áhrif á eftirspurn og því þyrfti hækkun kjötverðs að vera há, ef henni er ætlað að draga úr eftirspurn. „Hún þyrfti að vera umtalsverð. Ég myndi skjóta á hátt í 20, 30 prósent svo að það fari að hafa þau áhrif að fólk fari að neita sér um kjöt," segir Geir.
Heilbrigðismál Landbúnaður Loftslagsmál Skattar og tollar Tengdar fréttir Aukning í losun gróðurhúsalofttegunda sú mesta í sjö ár Váleg tíðindi um afturför í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum berast á meðan Sameinuðu þjóðirnar funda um loftslagsmál í kolahéraði í Póllandi. 6. desember 2018 10:57 Þarf að margfalda aðgerðir í loftslagsmálum Nauðsynlegt er að fimmfalda aðgerðir í loftslagsmálum til þess að halda hnattrænni hlýnun innan 1,5 gráða og þrefalda til þess að halda henni innan tveggja gráða. 28. nóvember 2018 08:00 Algengustu rangfærslurnar um loftslagsbreytingar Þýða fyrri loftslagsbreytingar eða kuldi og snjókoma virkilega að ekkert sé að marka loftslagsvísindi? 17. desember 2018 09:30 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Fleiri fréttir Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Sjá meira
Aukning í losun gróðurhúsalofttegunda sú mesta í sjö ár Váleg tíðindi um afturför í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum berast á meðan Sameinuðu þjóðirnar funda um loftslagsmál í kolahéraði í Póllandi. 6. desember 2018 10:57
Þarf að margfalda aðgerðir í loftslagsmálum Nauðsynlegt er að fimmfalda aðgerðir í loftslagsmálum til þess að halda hnattrænni hlýnun innan 1,5 gráða og þrefalda til þess að halda henni innan tveggja gráða. 28. nóvember 2018 08:00
Algengustu rangfærslurnar um loftslagsbreytingar Þýða fyrri loftslagsbreytingar eða kuldi og snjókoma virkilega að ekkert sé að marka loftslagsvísindi? 17. desember 2018 09:30