Það var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi lenda í viðureign Houston Texans og Indianapolis Colts sem mættust í fyrri leik laugardagsins sem jafnframt var fyrsti leikur úrslitakeppninnar í NFL deildinni. Um helgina fer fram Wild-Card helgin og lýkur henni með tveimur leikjum í dag.
Colts áttu ekki í miklum vandræðum með Texans þrátt fyrir að leikið væri á heimavelli Texans í Houston.
Leikstjórnandi Colts, Andrew Luck, átti stórleik enda var hann í raun á heimavelli þar sem hann ólst upp í Houston. Spilamennska hans lagði grunninn að öruggum 21-7 sigri Colts en eina mark heimamanna var skorað í fjórða og síðasta leikhlutanum.
Það var öllu meiri spenna í Dallas þar sem Dallas Cowboys fengu Seattle Seahawks í heimsókn í Þjóðardeildinni.
Eftir hörkuleik voru það heimamenn sem báru sigur úr býtum, 24-22 eftir svakalegan loka leikhluta sem fór 14-8 fyrir Cowboys.
Dallas Cowboys og Indianapolis Colts eru því komin áfram í úrslitakeppni NFL deildarinnar en í kvöld eru tveir leikir á dagskrá og lýkur þar með Wild-Card helginni.
Sunnudagur:
Kl. 18:05 Baltimore Ravens - LA Chargers (Stöð 2 Sport 3)
Kl. 21:40 Chicago Bears - Philadelphia Eagles (Stöð 2 Sport)
Houston Texans og Seattle Seahawks úr leik
Arnar Geir Halldórsson skrifar

Mest lesið

„Hann hefði getað fótbrotið mig“
Enski boltinn


VAR í Bestu deildina?
Íslenski boltinn

Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum
Enski boltinn






Fleiri fréttir
