Leggja til aukið frelsi við ráðstöfun séreignarsparnaðar Þorbjörn Þórðarson skrifar 5. janúar 2019 08:00 Höfundar hvítbókar ríkisstjórnarinnar leggja til að frelsi við ráðstöfun viðbótarlífeyrissparnaðar verði aukið og öðrum en lífeyrissjóðum falin ávöxtun fjárins, til dæmis fjárfestingarsjóðum. Framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins segir tillöguna góða en að misskilnings virðist gæta hjá höfundum hvítbókarinnar um takmarkanir á ráðstöfun viðbótarlífeyrissparnaðar. Hvítbók sem ríkisstjórnin lét vinna um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið á Íslandi var kynnt í fjármála- og efnahagsráðuneytinu 10. desember. Á meðal þess sem kemur fram í hvítbókinni en hefur fengið litla athygli eru tillögur höfunda um lífeyrissparnað landsmanna. Þar kemur fram að æskilegt sé að auka frelsi einstaklinga við ráðstöfun viðbótarlífeyrissparnaðar en hún er nú á forræði lífeyrissjóðanna. Í hvítbókinni segir: „Ein leið til þess að fjölga markaðsaðilum væri sú að gefa öðrum aðilum – þ.e. viðurkenndum fjárfestingarsjóðum – færi á því að taka að sér ávöxtun séreignasparnaðar.“Gunnar Baldvinsson framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins.Gunnar Baldvinsson framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins segir að hugmyndin sé góð þótt tillagan sé ekki útfærð. „Tillagan í hvítbókinni er reyndar ekki útfærð og ég veit ekki hvort það er misskilningur hjá höfundum bókarinnar þegar þeir tala um að sparnaðurinn hafi bara verið hjá lífeyrissjóðum. Það er hægt að fjárfesta viðbótarlífeyrissparnaði í dag meðal annars hjá bönkum og erlendum líftryggingarfélögum. Heilt yfir er ég hlynntur því að fólk ráðstafi sínum eigin sparnaði þar sem því hentar,“ segir Gunnar. Hér á landi hefur verið heimilt í nokkurn tíma að ráðstafa séreignarsparnaði skattfrjálst inn á höfuðstól íbúðalána og verður heimildin í gildi til 30. júní á þessu ári. Gunnar segir eðlilegt að þetta verði gert varanlegt svo fólk hafi þennan valkost til frambúðar. „Ég er hlynntur því að fólk geti notað viðbótarlífeyrissparnaðinn sinn til að fjárfesta í eigin húsnæði. Það er síðan pólitísk spurning að hversu miklu leyti það eigi að vera skattfrjálst eins og þau úrræði sem hafa verið í gangi.“ Efnahagsmál Hvítbók fyrir fjármálakerfið Tengdar fréttir Aðkoma erlends banka sögð ólíkleg Hins vegar sé möguleiki á því að stór norrænn banki sjái hag sinn í því að gera íslenskan banka að útibúi. 12. desember 2018 09:00 Leggja til að Íslandsbanki verði seldur í heild eða að hluta til erlends banka Starfshópur fjármála- og efnahagsráðherra sem vann hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið telur æskilegt að stjórnvöld selji Íslandsbanka í heild eða að hluta til erlends banka. 11. desember 2018 12:30 Ríkisstjórnin vill draga úr eignarhaldi á bönkum Bjarni Benediktsson kynnir Hvítbók um fjármálakerfið. 10. desember 2018 16:24 Leggja til miðlægan skuldagrunn og þak á fjárfestingarbankastarfsemi Koma þarf á fót miðlægum skuldagrunni í íslenska bankakerfinu þar sem safnað er saman á einn stað öllum skuldum einstaklinga og fyrirtækja. Þá þarf að setja varnarlínu vegna umfangs fjárfestingabankastarfsemi til að sporna við því að hún verði of umfangsmikil. Þetta er á meðal tillagna starfshóps fjármála- og efnahagsráðherra sem vann Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið. 10. desember 2018 19:15 Fylgifiskar krónunnar hafa kælt áhuga erlendra banka Oft hefur verið reynt að vekja áhuga erlendra banka á fjárfestingu í íslensku bönkunum en sveiflur og óstöðugleiki sem tengjast krónunni hafa fælt þá frá. Þetta segir dósent í hagfræði. Starfshópur sem vann hvítbók um fjármálakerfið leggur til að stjórnvöld reyni að selja Íslandsbanka í heild eða að hluta til erlends banka. 16. desember 2018 21:15 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Höfundar hvítbókar ríkisstjórnarinnar leggja til að frelsi við ráðstöfun viðbótarlífeyrissparnaðar verði aukið og öðrum en lífeyrissjóðum falin ávöxtun fjárins, til dæmis fjárfestingarsjóðum. Framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins segir tillöguna góða en að misskilnings virðist gæta hjá höfundum hvítbókarinnar um takmarkanir á ráðstöfun viðbótarlífeyrissparnaðar. Hvítbók sem ríkisstjórnin lét vinna um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið á Íslandi var kynnt í fjármála- og efnahagsráðuneytinu 10. desember. Á meðal þess sem kemur fram í hvítbókinni en hefur fengið litla athygli eru tillögur höfunda um lífeyrissparnað landsmanna. Þar kemur fram að æskilegt sé að auka frelsi einstaklinga við ráðstöfun viðbótarlífeyrissparnaðar en hún er nú á forræði lífeyrissjóðanna. Í hvítbókinni segir: „Ein leið til þess að fjölga markaðsaðilum væri sú að gefa öðrum aðilum – þ.e. viðurkenndum fjárfestingarsjóðum – færi á því að taka að sér ávöxtun séreignasparnaðar.“Gunnar Baldvinsson framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins.Gunnar Baldvinsson framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins segir að hugmyndin sé góð þótt tillagan sé ekki útfærð. „Tillagan í hvítbókinni er reyndar ekki útfærð og ég veit ekki hvort það er misskilningur hjá höfundum bókarinnar þegar þeir tala um að sparnaðurinn hafi bara verið hjá lífeyrissjóðum. Það er hægt að fjárfesta viðbótarlífeyrissparnaði í dag meðal annars hjá bönkum og erlendum líftryggingarfélögum. Heilt yfir er ég hlynntur því að fólk ráðstafi sínum eigin sparnaði þar sem því hentar,“ segir Gunnar. Hér á landi hefur verið heimilt í nokkurn tíma að ráðstafa séreignarsparnaði skattfrjálst inn á höfuðstól íbúðalána og verður heimildin í gildi til 30. júní á þessu ári. Gunnar segir eðlilegt að þetta verði gert varanlegt svo fólk hafi þennan valkost til frambúðar. „Ég er hlynntur því að fólk geti notað viðbótarlífeyrissparnaðinn sinn til að fjárfesta í eigin húsnæði. Það er síðan pólitísk spurning að hversu miklu leyti það eigi að vera skattfrjálst eins og þau úrræði sem hafa verið í gangi.“
Efnahagsmál Hvítbók fyrir fjármálakerfið Tengdar fréttir Aðkoma erlends banka sögð ólíkleg Hins vegar sé möguleiki á því að stór norrænn banki sjái hag sinn í því að gera íslenskan banka að útibúi. 12. desember 2018 09:00 Leggja til að Íslandsbanki verði seldur í heild eða að hluta til erlends banka Starfshópur fjármála- og efnahagsráðherra sem vann hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið telur æskilegt að stjórnvöld selji Íslandsbanka í heild eða að hluta til erlends banka. 11. desember 2018 12:30 Ríkisstjórnin vill draga úr eignarhaldi á bönkum Bjarni Benediktsson kynnir Hvítbók um fjármálakerfið. 10. desember 2018 16:24 Leggja til miðlægan skuldagrunn og þak á fjárfestingarbankastarfsemi Koma þarf á fót miðlægum skuldagrunni í íslenska bankakerfinu þar sem safnað er saman á einn stað öllum skuldum einstaklinga og fyrirtækja. Þá þarf að setja varnarlínu vegna umfangs fjárfestingabankastarfsemi til að sporna við því að hún verði of umfangsmikil. Þetta er á meðal tillagna starfshóps fjármála- og efnahagsráðherra sem vann Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið. 10. desember 2018 19:15 Fylgifiskar krónunnar hafa kælt áhuga erlendra banka Oft hefur verið reynt að vekja áhuga erlendra banka á fjárfestingu í íslensku bönkunum en sveiflur og óstöðugleiki sem tengjast krónunni hafa fælt þá frá. Þetta segir dósent í hagfræði. Starfshópur sem vann hvítbók um fjármálakerfið leggur til að stjórnvöld reyni að selja Íslandsbanka í heild eða að hluta til erlends banka. 16. desember 2018 21:15 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Aðkoma erlends banka sögð ólíkleg Hins vegar sé möguleiki á því að stór norrænn banki sjái hag sinn í því að gera íslenskan banka að útibúi. 12. desember 2018 09:00
Leggja til að Íslandsbanki verði seldur í heild eða að hluta til erlends banka Starfshópur fjármála- og efnahagsráðherra sem vann hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið telur æskilegt að stjórnvöld selji Íslandsbanka í heild eða að hluta til erlends banka. 11. desember 2018 12:30
Ríkisstjórnin vill draga úr eignarhaldi á bönkum Bjarni Benediktsson kynnir Hvítbók um fjármálakerfið. 10. desember 2018 16:24
Leggja til miðlægan skuldagrunn og þak á fjárfestingarbankastarfsemi Koma þarf á fót miðlægum skuldagrunni í íslenska bankakerfinu þar sem safnað er saman á einn stað öllum skuldum einstaklinga og fyrirtækja. Þá þarf að setja varnarlínu vegna umfangs fjárfestingabankastarfsemi til að sporna við því að hún verði of umfangsmikil. Þetta er á meðal tillagna starfshóps fjármála- og efnahagsráðherra sem vann Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið. 10. desember 2018 19:15
Fylgifiskar krónunnar hafa kælt áhuga erlendra banka Oft hefur verið reynt að vekja áhuga erlendra banka á fjárfestingu í íslensku bönkunum en sveiflur og óstöðugleiki sem tengjast krónunni hafa fælt þá frá. Þetta segir dósent í hagfræði. Starfshópur sem vann hvítbók um fjármálakerfið leggur til að stjórnvöld reyni að selja Íslandsbanka í heild eða að hluta til erlends banka. 16. desember 2018 21:15