Ný Boeing-þota enn biluð og situr föst í Íran Garðar Örn Úlfarsson skrifar 5. janúar 2019 09:30 Nýja Boeing 737 Max 8 sést hér í einkennislitum Norwegian. Mynd/Boeing Boeing 737 Max 8 þota flugfélagsins Norwegian er enn föst á flugvellinum í Shiraz í Íran eftir að hafa nauðlent þar á leið frá Dúbaí til Óslóar 14. desember síðastliðinn. Önnur þota var send eftir farþegunum og þeir fluttir til Óslóar. Staðan er sérstaklega flókin þar sem Íran sætir efnahagsþvingunum og viðskiptabanni þannig að ekki er hægt að selja þangað varahluti í Boeing-þotur sem framleiddar eru í Bandaríkjunum. Eins og Fréttablaðið sagði frá daginn sem Norwegian-þotunni var lent í Íran, kom upp bilun í öðrum hreyfli vélarinnar skömmu eftir flugtak frá Dúbaí þannig að þotan lét ekki vel að stjórn og flugið var nokkuð skrykkjótt. Slökkt var á hreyflinum og síðan lent eðlilega í Shiraz. Um var að ræða aðeins tveggja mánaða gamla þotu, af gerðinni Boeing 737 Max 8 – sömu nýju tegundinni og hrapaði þrettán mínútum eftir flugtak frá Djakarta í Indónesíu 29. október eftir að flugmenn Lion Air misstu stjórn á vélinni. Allir um borð í Lion Air-þotunni, 189 manns, fórust. Af þessum sökum er áríðandi að skera úr um orsakir neyðarlendingarinnar í Íran. Til dæmis að svara því hvort um sams konar bilun var að ræða í þotunum tveimur, sem báðar voru svo gott sem nýjar úr kassanum. Icelandair hefur tekið hinar nýju Boeing 737 Max 8 þotur í notkun. Ein þeirra hefur verið úr leik í ellefu daga eftir að hún fauk á landgang í Leifsstöð á jóladagskvöld. „Þú verður að hafa samband við Norwegian varðandi stöðuna á flugvél þeirra,“ segir í svari frá Paul R. Bergman, fjölmiðlafulltrúa Boeing, í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins um ástæður þess að þota Norwegian lenti í Íran, hvers vegna vélin er þar enn og hvort rekja megi bilunina til hins sama og grandaði Boeing þotu Lion Air. Fréttablaðið hefur einmitt frá því fyrir áramót ítrekað óskað eftir upplýsingum frá Norwegian um það hvers vegna þotu félagsins var nauðlent í Íran og hvað valdi því að þotan er þar enn. Svör hafa ekki borist frá flugfélaginu. Fyrirspurn blaðsins frá því á miðvikudag til Rannsóknarnefndar flugslysa í Noregi um hvaða upplýsingum um atvikið nefndin býr yfir hefur heldur ekki verið svarað enn. Fjallað var um málið á fréttavefnum airlive.net á fimmtudag. Þar kemur meðal annars fram að útlit væri fyrir að viðgerðarliði sem Norwegian sendi til Shiraz hefði ekki tekist að gera við bilaða hreyfilinn og að skipta þyrfti hreyflinum út. Vegna fyrrgreinds viðskiptabanns þurfi hins vegar að koma til sérstakir samningar milli yfirvalda í Íran og Bandaríkjunum til að koma nýjum hreyfli inn í Íran. Neyðarlendingin í Íran gæti einnig haft í för með sér óþægilegar afleiðingar fyrir þá sem voru um borð í Norwegian-vélinni. Þar sem þetta fólk, sem flest er norskt, hefur farið til Írans gæti það framvegis þurft að sækja um vegabréfsáritanir til að komast til Bandaríkjanna vegna reglna sem gilda nú þar í landi. Birtist í Fréttablaðinu Boeing Fréttir af flugi Íran Norðurlönd Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Boeing 737 Max 8 þota flugfélagsins Norwegian er enn föst á flugvellinum í Shiraz í Íran eftir að hafa nauðlent þar á leið frá Dúbaí til Óslóar 14. desember síðastliðinn. Önnur þota var send eftir farþegunum og þeir fluttir til Óslóar. Staðan er sérstaklega flókin þar sem Íran sætir efnahagsþvingunum og viðskiptabanni þannig að ekki er hægt að selja þangað varahluti í Boeing-þotur sem framleiddar eru í Bandaríkjunum. Eins og Fréttablaðið sagði frá daginn sem Norwegian-þotunni var lent í Íran, kom upp bilun í öðrum hreyfli vélarinnar skömmu eftir flugtak frá Dúbaí þannig að þotan lét ekki vel að stjórn og flugið var nokkuð skrykkjótt. Slökkt var á hreyflinum og síðan lent eðlilega í Shiraz. Um var að ræða aðeins tveggja mánaða gamla þotu, af gerðinni Boeing 737 Max 8 – sömu nýju tegundinni og hrapaði þrettán mínútum eftir flugtak frá Djakarta í Indónesíu 29. október eftir að flugmenn Lion Air misstu stjórn á vélinni. Allir um borð í Lion Air-þotunni, 189 manns, fórust. Af þessum sökum er áríðandi að skera úr um orsakir neyðarlendingarinnar í Íran. Til dæmis að svara því hvort um sams konar bilun var að ræða í þotunum tveimur, sem báðar voru svo gott sem nýjar úr kassanum. Icelandair hefur tekið hinar nýju Boeing 737 Max 8 þotur í notkun. Ein þeirra hefur verið úr leik í ellefu daga eftir að hún fauk á landgang í Leifsstöð á jóladagskvöld. „Þú verður að hafa samband við Norwegian varðandi stöðuna á flugvél þeirra,“ segir í svari frá Paul R. Bergman, fjölmiðlafulltrúa Boeing, í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins um ástæður þess að þota Norwegian lenti í Íran, hvers vegna vélin er þar enn og hvort rekja megi bilunina til hins sama og grandaði Boeing þotu Lion Air. Fréttablaðið hefur einmitt frá því fyrir áramót ítrekað óskað eftir upplýsingum frá Norwegian um það hvers vegna þotu félagsins var nauðlent í Íran og hvað valdi því að þotan er þar enn. Svör hafa ekki borist frá flugfélaginu. Fyrirspurn blaðsins frá því á miðvikudag til Rannsóknarnefndar flugslysa í Noregi um hvaða upplýsingum um atvikið nefndin býr yfir hefur heldur ekki verið svarað enn. Fjallað var um málið á fréttavefnum airlive.net á fimmtudag. Þar kemur meðal annars fram að útlit væri fyrir að viðgerðarliði sem Norwegian sendi til Shiraz hefði ekki tekist að gera við bilaða hreyfilinn og að skipta þyrfti hreyflinum út. Vegna fyrrgreinds viðskiptabanns þurfi hins vegar að koma til sérstakir samningar milli yfirvalda í Íran og Bandaríkjunum til að koma nýjum hreyfli inn í Íran. Neyðarlendingin í Íran gæti einnig haft í för með sér óþægilegar afleiðingar fyrir þá sem voru um borð í Norwegian-vélinni. Þar sem þetta fólk, sem flest er norskt, hefur farið til Írans gæti það framvegis þurft að sækja um vegabréfsáritanir til að komast til Bandaríkjanna vegna reglna sem gilda nú þar í landi.
Birtist í Fréttablaðinu Boeing Fréttir af flugi Íran Norðurlönd Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira