Neikvæðni-skekkjan og geðheilbrigði Hjálmar S. Ásbjörnsson skrifar 4. janúar 2019 16:49 Veltum aðeins fyrir okkur hvaðan þessi hrifning okkar á skuggalegri hliðum lífsins kemur. Hvers vegna toga til dæmis neikvæðar fréttir frekar í athygli okkar en jákvæðar fréttir? Af hverju eru glæpasögur svona vinsælar? Og hvernig stendur á því að eftir venjulegan dag flögrar oft eina neikvæða reynsla dagsins um í huganum þegar lagst er á koddann að kvöldi? Erum við mannfólkið svona illa haldin af kvalaþorsta á hæsta stigi? Nei, það er frekar að við erum með heila sem elskar hættur. Þetta eru slæmar fréttir (og ætti auðveldlega að ná athygli þinni). Heilinn er ekki víraður fyrir langvarandi hamingju. Í gegnum þróunarsöguna hefur það haft alvarlegri afleiðingar fyrir afkomu að taka ekki eftir hættumerkjum (og verða jafnvel hádegisverður rándýrs) heldur en að missa af ilminum af ný-útsprungdum rósum. Þannig hefur þróast það sem kallað er neikvæðni-skekkja (e. negativity bias) en það er þegar neikvæðar upplýsingar fá skjótari og umfangsmeiri úrvinnslu í huganum heldur en jákvæðar upplýsingar. Eða eins og sálfræðingurinn Rick Hanson orðar það: Neikvæðir hlutir eru eins og franskur rennilás á hugann en jákvæðir hlutir eins og Teflon. Frábært! Þetta eru heldur engar smá fréttir. Hugurinn hefur innbyggða tilhneigingu til að beina athygli okkar á það neikvæða. Tvennt leiðir af þessu: Í fyrsta lagi förum við að horfa öðruvísi á geðheilbrigði. Til að mynda verða þunglyndi, kvíði og streita skiljanlegri þegar við höldum til haga að hugurinn hefur náttúrulega tilhneigingu til að stilla sig inn á ógn og neikvæðar upplifanir. Í öðru lagi þá förum við eðlilega að spyrja okkur: Hvað getum við gert til að vinna gegn þessum verksmiðjustillingum hugans? Menntun á ekki bara að snúast um að læra þekkingu. Hún á einnig að snúast um að læra á sjálfan sig. Hversu mikið læra börn í dag um hugann? Hljóta þau einhverja þjálfun í að meðhöndla tilfinningar eða athygli? Þjálfun og fræðsla um hugann og tilfinningar voru ekki hluti af námskránni á minni skólagöngu. Og þar hefur hundurinn legið grafinn lengi. Við höldum að þetta komi af sjálfu sér. Neikvæðni-skekkjan er hins vegar bara eitt dæmi um forstillta eiginleika hugans sem geta sent okkur niður óheilbrigðar brautir hvort sem okkur líkar betur eða verr. Það er engum blöðum um það að fletta að geðheilbrigði er almennt á niðurleið í heiminum. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni er þunglyndi núna til að mynda megin orsök heilsubrests og örorku um allan heim. Tölur frá Landlæknisembættinu gefa til kynna að geðheilbrigði ungs fólks á Íslandi fari hrakandi. Algengasta orsök örorku á Íslandi eru nú geðraskanir. Leyfum þessum staðreyndum að sökkva aðeins inn. Geðheilbrigði kemur alls ekki af sjálfu sér. Það er ljóst á þessu að fjöldi fólks upplifir vanlíðan án þess að hafa lært bjargráð sem gætu hjálpað þeim yfir versta hjallann. Slík bjargráð eru eitt af viðfangsefnum jákvæðrar sálfræði. Þar snýst hugmyndafræðin m.a. um að þjálfa fólk upp í að verða betri í að meðhöndla mótlæti og vanlíðan, einskonar heilsufræði hugans. Fyrirbrigði eins og neikvæðni-skekkjan undirstrika mikilvægi þess að búa yfir tólum til að takast á við neikvæðari öfl hugans. Oft var þörf, nú er nauðsyn. Undir yfirborðinu eru þó farnir að krauma jákvæðir hlutir. Tilraunaverkefni standa nú yfir með það að markmiði að innleiða aðferðir jákvæðrar sálfræði inn í menntakerfið, það sem kallað er jákvæð menntun. Landlæknisembættið hélt á síðasta ári vel sótta ráðstefnu um jákvæða menntun í heilsueflandi skólastarfi. Það eru skref í rétta átt. Eðli hugans hefur of lengi staðið utan hefðbundinnar menntunar. Neikvæðni-skekkjan er bara eitt dæmi um hvernig hugurinn getur leitt okkur í hamlandi gildrur og undirstrikar nauðsyn þess að veita fræðslu og þjálfun í að vinna gegn slíkum tilhneigingum. Það er vissulega að fæðast glæta í myrkrinu. Og þó að heilinn beini mér annað, þá þýðir ekkert annað en að vera jákvæður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Veltum aðeins fyrir okkur hvaðan þessi hrifning okkar á skuggalegri hliðum lífsins kemur. Hvers vegna toga til dæmis neikvæðar fréttir frekar í athygli okkar en jákvæðar fréttir? Af hverju eru glæpasögur svona vinsælar? Og hvernig stendur á því að eftir venjulegan dag flögrar oft eina neikvæða reynsla dagsins um í huganum þegar lagst er á koddann að kvöldi? Erum við mannfólkið svona illa haldin af kvalaþorsta á hæsta stigi? Nei, það er frekar að við erum með heila sem elskar hættur. Þetta eru slæmar fréttir (og ætti auðveldlega að ná athygli þinni). Heilinn er ekki víraður fyrir langvarandi hamingju. Í gegnum þróunarsöguna hefur það haft alvarlegri afleiðingar fyrir afkomu að taka ekki eftir hættumerkjum (og verða jafnvel hádegisverður rándýrs) heldur en að missa af ilminum af ný-útsprungdum rósum. Þannig hefur þróast það sem kallað er neikvæðni-skekkja (e. negativity bias) en það er þegar neikvæðar upplýsingar fá skjótari og umfangsmeiri úrvinnslu í huganum heldur en jákvæðar upplýsingar. Eða eins og sálfræðingurinn Rick Hanson orðar það: Neikvæðir hlutir eru eins og franskur rennilás á hugann en jákvæðir hlutir eins og Teflon. Frábært! Þetta eru heldur engar smá fréttir. Hugurinn hefur innbyggða tilhneigingu til að beina athygli okkar á það neikvæða. Tvennt leiðir af þessu: Í fyrsta lagi förum við að horfa öðruvísi á geðheilbrigði. Til að mynda verða þunglyndi, kvíði og streita skiljanlegri þegar við höldum til haga að hugurinn hefur náttúrulega tilhneigingu til að stilla sig inn á ógn og neikvæðar upplifanir. Í öðru lagi þá förum við eðlilega að spyrja okkur: Hvað getum við gert til að vinna gegn þessum verksmiðjustillingum hugans? Menntun á ekki bara að snúast um að læra þekkingu. Hún á einnig að snúast um að læra á sjálfan sig. Hversu mikið læra börn í dag um hugann? Hljóta þau einhverja þjálfun í að meðhöndla tilfinningar eða athygli? Þjálfun og fræðsla um hugann og tilfinningar voru ekki hluti af námskránni á minni skólagöngu. Og þar hefur hundurinn legið grafinn lengi. Við höldum að þetta komi af sjálfu sér. Neikvæðni-skekkjan er hins vegar bara eitt dæmi um forstillta eiginleika hugans sem geta sent okkur niður óheilbrigðar brautir hvort sem okkur líkar betur eða verr. Það er engum blöðum um það að fletta að geðheilbrigði er almennt á niðurleið í heiminum. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni er þunglyndi núna til að mynda megin orsök heilsubrests og örorku um allan heim. Tölur frá Landlæknisembættinu gefa til kynna að geðheilbrigði ungs fólks á Íslandi fari hrakandi. Algengasta orsök örorku á Íslandi eru nú geðraskanir. Leyfum þessum staðreyndum að sökkva aðeins inn. Geðheilbrigði kemur alls ekki af sjálfu sér. Það er ljóst á þessu að fjöldi fólks upplifir vanlíðan án þess að hafa lært bjargráð sem gætu hjálpað þeim yfir versta hjallann. Slík bjargráð eru eitt af viðfangsefnum jákvæðrar sálfræði. Þar snýst hugmyndafræðin m.a. um að þjálfa fólk upp í að verða betri í að meðhöndla mótlæti og vanlíðan, einskonar heilsufræði hugans. Fyrirbrigði eins og neikvæðni-skekkjan undirstrika mikilvægi þess að búa yfir tólum til að takast á við neikvæðari öfl hugans. Oft var þörf, nú er nauðsyn. Undir yfirborðinu eru þó farnir að krauma jákvæðir hlutir. Tilraunaverkefni standa nú yfir með það að markmiði að innleiða aðferðir jákvæðrar sálfræði inn í menntakerfið, það sem kallað er jákvæð menntun. Landlæknisembættið hélt á síðasta ári vel sótta ráðstefnu um jákvæða menntun í heilsueflandi skólastarfi. Það eru skref í rétta átt. Eðli hugans hefur of lengi staðið utan hefðbundinnar menntunar. Neikvæðni-skekkjan er bara eitt dæmi um hvernig hugurinn getur leitt okkur í hamlandi gildrur og undirstrikar nauðsyn þess að veita fræðslu og þjálfun í að vinna gegn slíkum tilhneigingum. Það er vissulega að fæðast glæta í myrkrinu. Og þó að heilinn beini mér annað, þá þýðir ekkert annað en að vera jákvæður.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar