Dýr mistök gegn silfurliðinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. janúar 2019 08:30 Gísli Þorgeir Kristjánsson átti fína innkomu í leiknum gegn Noregi í gær og skoraði fjögur mörk úr jafn mörgum skotum. Fréttablaðið/Anton Brink Eftir góða byrjun gegn Noregi í fyrsta leik íslenska karlalandsliðsins á Gjensidige Cup fór að halla undan fæti um miðbik fyrri hálfleiks. Norðmenn breyttu stöðunni úr 6-7 í 10-7 og eftir það voru Íslendingar í eltingarleik. Staðan í hálfleik var 16-14 Noregi í vil og silfurliðið frá síðasta heimsmeistaramóti var svo sterkari aðilinn í seinni hálfleik og vann á endanum sex marka sigur, 31-25. Þetta var fyrsta tap Íslands í sjö leikjum. „Við byrjuðum mjög vel og ég var sáttur með leik liðsins. En svo fórum við að skjóta alltof snemma og flýta okkur um of í sókninni. Það kom í bakið á okkur. Við áttum líka í basli með fríköstin hjá þeim. Við réðum ekki nógu vel við [Sander] Sagosen í þeirri stöðu. En að öðru leyti var fyrri hálfleikurinn fínn á móti frábæru liði,“ sagði landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson í samtali við Fréttablaðið eftir leikinn. „Við byrjuðum seinni hálfleikinn ekki nógu vel. Við fengum mjög klaufalega brottvísun og gerðum okkur seka um tæknimistök. Þetta breyttist fljótt í fimm marka forskot. Við vorum að elta allan seinni hálfleikinn og það voru þyngsli yfir nokkrum lykilmönnum. Þetta var á köflum þyngslalegt í sókninni.“ Torbjørn Bergerud átti góðan leik í norska markinu og varði alls 16 skot. Björgvin Páll Gústavsson varði ekkert þeirra tólf skota sem hann fékk á sig og Ágúst Elí Björgvinsson leysti hann af hólmi eftir um 20 mínútur, kláraði leikinn og varði sex skot. „Markvarslan var ekki góð stóran hluta í fyrri hálfleik. Hún skánaði með innkomu Ágústs og hann kemur ágætlega út úr þessum leik,“ sagði Guðmundur. Ánægður með margt í vörninni Þrátt fyrir að Ísland hafi fengið á sig 31 mark sá landsliðsþjálfarinn jákvæða hluti í íslensku vörninni. „Þeir eru erfiðir við að eiga og mjög sterkir maður á móti manni. Góður hluti marka þeirra komu eftir hraðaupphlaup og í yfirtölu. Mér fannst margt jákvætt við varnarleik okkar,“ sagði Guðmundur og bætti við að litlu atriðin telji mikið gegn jafn sterku liði og Noregi. „Við klúðruðum fullt af dauðafærum sem er ólíkt lykilmönnum, tvö víti fóru í súginn og mér finnst við eiga töluvert inni. Norðmenn refsa fyrir öll mistök og þeir eru bara komnir lengra en við. Við erum ekki jafn góðir og þeir í dag. Það er ljóst.“ Guðmundur kallaði þá Óðin Þór Ríkharðsson og Bjarka Má Elísson til Noregs vegna meiðsla Sigvalda Guðjónssonar og veikinda Stefáns Rafns Sigurmannssonar. Þá er Arnar Freyr Arnarsson enn að jafna sig eftir að hafa nefbrotnað í leik með Kristianstad. Sigvaldi ekki með um helgina „Stefán Rafn er að koma til en það var ákveðið að hann kæmi ekki með út. Við vorum að vonast til að hann væri búinn að jafna sig en svo er ekki. Hann verður heima. Sigvaldi gat því miður ekki tekið þátt í leiknum og við ætlum að hvíla hann fram yfir helgi. Hann tognaði lítils háttar og í samráði við lækna var ákveðið að hvíla hann,“ sagði Guðmundur. „Arnar Freyr er við æfingar á Íslandi en þó ekki í „kontakt“ á meðan þetta er að gróa. En okkur hefur verið tjáð að þetta eigi að vera gróið fyrir HM.“ Ísland mætir Brasilíu á morgun og Hollandi á sunnudaginn í seinni tveimur leikjum sínum á Gjensidige Cup. Báðir leikirnir hefjast klukkan 14.30 að íslenskum tíma. Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira
Eftir góða byrjun gegn Noregi í fyrsta leik íslenska karlalandsliðsins á Gjensidige Cup fór að halla undan fæti um miðbik fyrri hálfleiks. Norðmenn breyttu stöðunni úr 6-7 í 10-7 og eftir það voru Íslendingar í eltingarleik. Staðan í hálfleik var 16-14 Noregi í vil og silfurliðið frá síðasta heimsmeistaramóti var svo sterkari aðilinn í seinni hálfleik og vann á endanum sex marka sigur, 31-25. Þetta var fyrsta tap Íslands í sjö leikjum. „Við byrjuðum mjög vel og ég var sáttur með leik liðsins. En svo fórum við að skjóta alltof snemma og flýta okkur um of í sókninni. Það kom í bakið á okkur. Við áttum líka í basli með fríköstin hjá þeim. Við réðum ekki nógu vel við [Sander] Sagosen í þeirri stöðu. En að öðru leyti var fyrri hálfleikurinn fínn á móti frábæru liði,“ sagði landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson í samtali við Fréttablaðið eftir leikinn. „Við byrjuðum seinni hálfleikinn ekki nógu vel. Við fengum mjög klaufalega brottvísun og gerðum okkur seka um tæknimistök. Þetta breyttist fljótt í fimm marka forskot. Við vorum að elta allan seinni hálfleikinn og það voru þyngsli yfir nokkrum lykilmönnum. Þetta var á köflum þyngslalegt í sókninni.“ Torbjørn Bergerud átti góðan leik í norska markinu og varði alls 16 skot. Björgvin Páll Gústavsson varði ekkert þeirra tólf skota sem hann fékk á sig og Ágúst Elí Björgvinsson leysti hann af hólmi eftir um 20 mínútur, kláraði leikinn og varði sex skot. „Markvarslan var ekki góð stóran hluta í fyrri hálfleik. Hún skánaði með innkomu Ágústs og hann kemur ágætlega út úr þessum leik,“ sagði Guðmundur. Ánægður með margt í vörninni Þrátt fyrir að Ísland hafi fengið á sig 31 mark sá landsliðsþjálfarinn jákvæða hluti í íslensku vörninni. „Þeir eru erfiðir við að eiga og mjög sterkir maður á móti manni. Góður hluti marka þeirra komu eftir hraðaupphlaup og í yfirtölu. Mér fannst margt jákvætt við varnarleik okkar,“ sagði Guðmundur og bætti við að litlu atriðin telji mikið gegn jafn sterku liði og Noregi. „Við klúðruðum fullt af dauðafærum sem er ólíkt lykilmönnum, tvö víti fóru í súginn og mér finnst við eiga töluvert inni. Norðmenn refsa fyrir öll mistök og þeir eru bara komnir lengra en við. Við erum ekki jafn góðir og þeir í dag. Það er ljóst.“ Guðmundur kallaði þá Óðin Þór Ríkharðsson og Bjarka Má Elísson til Noregs vegna meiðsla Sigvalda Guðjónssonar og veikinda Stefáns Rafns Sigurmannssonar. Þá er Arnar Freyr Arnarsson enn að jafna sig eftir að hafa nefbrotnað í leik með Kristianstad. Sigvaldi ekki með um helgina „Stefán Rafn er að koma til en það var ákveðið að hann kæmi ekki með út. Við vorum að vonast til að hann væri búinn að jafna sig en svo er ekki. Hann verður heima. Sigvaldi gat því miður ekki tekið þátt í leiknum og við ætlum að hvíla hann fram yfir helgi. Hann tognaði lítils háttar og í samráði við lækna var ákveðið að hvíla hann,“ sagði Guðmundur. „Arnar Freyr er við æfingar á Íslandi en þó ekki í „kontakt“ á meðan þetta er að gróa. En okkur hefur verið tjáð að þetta eigi að vera gróið fyrir HM.“ Ísland mætir Brasilíu á morgun og Hollandi á sunnudaginn í seinni tveimur leikjum sínum á Gjensidige Cup. Báðir leikirnir hefjast klukkan 14.30 að íslenskum tíma.
Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira