Guðmundur og aðstoðarmenn hans hafa nú ákveðið að kalla þá Bjarka Má Elísson og Óðinn Þór Ríkharðsson til móts við A-landslið karla sem tekur þátt í Gjendsidige Cup í Osló.
Bjarki Már og Óðinn Þór voru báðir í 28 manna hópnum en voru ekki valdir upphaflega í tuttugu manna æfingahóp Guðmundar fyrir HM í Þýskalandi og Danmörku.
Ástæðan fyrir breytingunni eru meiðsli Sigvalda Guðjónssonar og veikindi Stefáns Rafns Sigurmannssonar hjá landsliðinu og fljúga þeir Bjarki og Óðinn til Noregs í fyrramálið.
Bjarki hefur ekkert verið með liðinu en Óðinn Þór stóð sig frábærlega í sigri á Barein í leik liðanna í Laugardalshöllinni rétt fyrir áramót.
Bjarki og Óðinn verða því ekki með í fyrsta leik á móti Norðmönnum klukkan 17.15 í kvöld.