Blaðamenn handteknir og aðgerðasinnar á flótta undan stjórnvöldum í Níkaragva Kjartan Kjartansson skrifar 3. janúar 2019 12:32 Vopnaðir lögreglumenn á skrifstofu fréttamiðilsins La Confidencial sem var lokað 14. desember. AP/Alfredo Zuniga Ógnaröld er sögð ríkja í Níkaragva þar sem ríkisstjórn Daníels Ortega hefur handtekið blaðamenn og mannréttindabaráttufólk flýr í felur. Ríkisstjórnin hefur svipt níu félagasamtök lagalegri stöðu sinni og lagt hald á eigur þeirra að undanförnu.Washington Post segir að fjölmiðlum sem eru gagnrýnir á Ortega og ríkisstjórn hans hafi verið lokað og sumir ritstjórar þeirra hafa verið ákærðir fyrir ýmsa glæpi, þar á meðal samsæri um að fremja hryðjuverk. Blaðamenn á vefmiðlum eru sagðir skrifa fréttir sínar á leynilegum stöðum. „Ríkisstjórnin er að reyna að loka á allt pólitískt andóf og koma á stjórn ótta og ógnar sem beinist að andstæðingum hennar,“ segir Paulo Abrão, framkvæmdastjóri mannréttindanefndar Samtaka Ameríkuríkja. Aðgerðir ríkisstjórnar Ortega eru liður í mánaðalöngum tilraunum hennar til að bæla niður mótmælaöldu sem hófst í apríl. Lögreglumenn og vopnaðar sveitir sem styðja ríkisstjórnina hafa skotið á mótmælendur. Opinberar tölur segja að 198 hafi látist í mótmælunum, þar af 21 lögreglumaður. Samtök Ameríkuríkja telja að 324 hafi fallið. Sjálfstæð rannsóknarnefnd á vegum samtakanna komst að þeirri niðurstöðu að viðbrögð ríkisstjórnar Ortega við mótmælunum gætu talist glæpur gegn mannkyninu. Merki væri um að lögreglan hefði tekið við skipunum frá „æðstu stöðum“. Níkaragvönsk stjórnvöld svöruðu með því að vísa rannsakendunum úr landi og sökuðu þá um að ganga erinda Bandaríkjanna.Fyrrverandi félagar fengið að kenna á því Ortega var leiðtogi sandínista, marxískra uppreisnarmanna sem steyptu Anastasio Somoza Debayle einræðisherra af stóli árið 1979, og var forseti til ársins 1990. Hann náði aftur kjöri sem forseti árið 2006 og hefur setið á valdastóli síðan. Í embætti hefur Ortega aukið völd sín og er sakaður um að deila út gæðum ríkisins til fjölskyldu sinnar. Eiginkona hans Rosario Murillo er þannig varaforseti og stýrir mörgum stofnunum þess. Sumir þeirra sem Ortega hefur ráðist gegn að undanförnu eru gamlir bandamenn úr sandínistahreyfingunni. Carlos Fernando Chamorro, stjórnandi Confidencial, stærsta sjálfstæða fréttamiðils landsins, var þannig áður ritstjóri Barricada, dagblaðs sandínista. Ortega lét loka miðlinum um miðjan desember. Viku síðar var sjónvarpsstöðinni 100% Noticias lokað og tveir ritstjórar hennar fangelsaðir. Blaðamenn Confidencial hafa engu síður haldi áfram að uppfæra vefsíðuna í felum. „Allir Níkaragvamenn eiga þann möguleika á hættu að þeir búi til ákærur úr lögunum sem þeir diktuðu upp. Enginn er öruggur hér. Lögin vernda engan vegna þess að réttarríkið er ekki til staðar í Níkaragva,“ sagði Chamorro þegar skrifstofum Confidencial var lokað. Mið-Ameríka Níkaragva Tengdar fréttir Lögregla barði blaðamenn í Níkaragva Hundruð manns hafa látist í átökum í landinu síðan í apríl. 16. desember 2018 07:36 Fulltrúum Níkaragva meinað að sækja innsetningarathöfn Bolsonaro Verðandi Brasilíu vill með þessu mótmæla ofsóknum stjórnar Daniel Ortega gegn eigin borgurum. 23. desember 2018 22:12 Blóðugasti dagur mótmælanna í Níkaragva Mannréttindasamtök í Níkaragva segja að 38 manns hafi fallið í mótmælum á sunnudag, flestir þeirra mótmælendur. 10. júlí 2018 16:44 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Ógnaröld er sögð ríkja í Níkaragva þar sem ríkisstjórn Daníels Ortega hefur handtekið blaðamenn og mannréttindabaráttufólk flýr í felur. Ríkisstjórnin hefur svipt níu félagasamtök lagalegri stöðu sinni og lagt hald á eigur þeirra að undanförnu.Washington Post segir að fjölmiðlum sem eru gagnrýnir á Ortega og ríkisstjórn hans hafi verið lokað og sumir ritstjórar þeirra hafa verið ákærðir fyrir ýmsa glæpi, þar á meðal samsæri um að fremja hryðjuverk. Blaðamenn á vefmiðlum eru sagðir skrifa fréttir sínar á leynilegum stöðum. „Ríkisstjórnin er að reyna að loka á allt pólitískt andóf og koma á stjórn ótta og ógnar sem beinist að andstæðingum hennar,“ segir Paulo Abrão, framkvæmdastjóri mannréttindanefndar Samtaka Ameríkuríkja. Aðgerðir ríkisstjórnar Ortega eru liður í mánaðalöngum tilraunum hennar til að bæla niður mótmælaöldu sem hófst í apríl. Lögreglumenn og vopnaðar sveitir sem styðja ríkisstjórnina hafa skotið á mótmælendur. Opinberar tölur segja að 198 hafi látist í mótmælunum, þar af 21 lögreglumaður. Samtök Ameríkuríkja telja að 324 hafi fallið. Sjálfstæð rannsóknarnefnd á vegum samtakanna komst að þeirri niðurstöðu að viðbrögð ríkisstjórnar Ortega við mótmælunum gætu talist glæpur gegn mannkyninu. Merki væri um að lögreglan hefði tekið við skipunum frá „æðstu stöðum“. Níkaragvönsk stjórnvöld svöruðu með því að vísa rannsakendunum úr landi og sökuðu þá um að ganga erinda Bandaríkjanna.Fyrrverandi félagar fengið að kenna á því Ortega var leiðtogi sandínista, marxískra uppreisnarmanna sem steyptu Anastasio Somoza Debayle einræðisherra af stóli árið 1979, og var forseti til ársins 1990. Hann náði aftur kjöri sem forseti árið 2006 og hefur setið á valdastóli síðan. Í embætti hefur Ortega aukið völd sín og er sakaður um að deila út gæðum ríkisins til fjölskyldu sinnar. Eiginkona hans Rosario Murillo er þannig varaforseti og stýrir mörgum stofnunum þess. Sumir þeirra sem Ortega hefur ráðist gegn að undanförnu eru gamlir bandamenn úr sandínistahreyfingunni. Carlos Fernando Chamorro, stjórnandi Confidencial, stærsta sjálfstæða fréttamiðils landsins, var þannig áður ritstjóri Barricada, dagblaðs sandínista. Ortega lét loka miðlinum um miðjan desember. Viku síðar var sjónvarpsstöðinni 100% Noticias lokað og tveir ritstjórar hennar fangelsaðir. Blaðamenn Confidencial hafa engu síður haldi áfram að uppfæra vefsíðuna í felum. „Allir Níkaragvamenn eiga þann möguleika á hættu að þeir búi til ákærur úr lögunum sem þeir diktuðu upp. Enginn er öruggur hér. Lögin vernda engan vegna þess að réttarríkið er ekki til staðar í Níkaragva,“ sagði Chamorro þegar skrifstofum Confidencial var lokað.
Mið-Ameríka Níkaragva Tengdar fréttir Lögregla barði blaðamenn í Níkaragva Hundruð manns hafa látist í átökum í landinu síðan í apríl. 16. desember 2018 07:36 Fulltrúum Níkaragva meinað að sækja innsetningarathöfn Bolsonaro Verðandi Brasilíu vill með þessu mótmæla ofsóknum stjórnar Daniel Ortega gegn eigin borgurum. 23. desember 2018 22:12 Blóðugasti dagur mótmælanna í Níkaragva Mannréttindasamtök í Níkaragva segja að 38 manns hafi fallið í mótmælum á sunnudag, flestir þeirra mótmælendur. 10. júlí 2018 16:44 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Lögregla barði blaðamenn í Níkaragva Hundruð manns hafa látist í átökum í landinu síðan í apríl. 16. desember 2018 07:36
Fulltrúum Níkaragva meinað að sækja innsetningarathöfn Bolsonaro Verðandi Brasilíu vill með þessu mótmæla ofsóknum stjórnar Daniel Ortega gegn eigin borgurum. 23. desember 2018 22:12
Blóðugasti dagur mótmælanna í Níkaragva Mannréttindasamtök í Níkaragva segja að 38 manns hafi fallið í mótmælum á sunnudag, flestir þeirra mótmælendur. 10. júlí 2018 16:44