Húsið sem hrundi snemma á gamlársdag var tíu hæða. Aðstæður til björgunarstarfs hafa verið erfiðar bæði vegna mikils kulda, auk þess að haldið hefur áfram að hrynja úr húsinu.
Alls hefur tekist að bjarga sex manns á lífi úr rústunum og er fjögurra enn saknað.
Enginn hefur fundist á lífi í rústunum síðan á þriðjudag þegar tíu mánaða drengur fannst á lífi 35 tímum eftir að húsið hrundi.
Byggingin var hluti íbúðabyggingasamstæðu þar sem um 1.100 manns búa.