Lélegar jólagjafir verði gefnar Góða hirðinum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 3. janúar 2019 06:15 Jólaösin í Sorpu eykst áfram eins og annað hjá fyrirtækinu. Fréttablaðið/Ernir Fyrir jólin gaf Sorpa út leiðbeiningar um það hvernig eigi að flokka það sem til fellur um hátíðarnar. Þar kemur meðal annars fram að notaðir flugeldar fara í almennt sorp en ónotaðir séu þeir spilliefni. Lélegar jólagjafir fara í Góða hirðinn. „Ég heyri ekki annað en að fólk standi sig alveg ágætlega í að flokka það sem til fellur um hátíðarnar, segir Guðmundur Tryggvi Ólafsson, rekstrarstjóri endurvinnslustöðva hjá Sorpu. Guðmundur segir sama takt og undanfarin ár halda sér í jólasorpinu eins og sorpi almennt. „Það er náttúrlega búin að vera gríðarleg aukning á öllu og er ekkert lát á. Það er góðæri,“ segir hann. Flugeldaafgangar streyma nú inn á endurvinnslustöðvarnar í stórum stíl. Guðmundur segir umbúðir utan af flugeldum sumar vera pappa en aðrar plast og fari þær þá eðlilega í plast- og pappírsflokkana. „Aftur á móti skotkökurnar sem búið er að skjóta og flugeldar sem koma niður aftur eru að jafnaði blanda af efnum; í kökunum er pappi, leir og brunnar púðurleifar. Það er ekki endurvinnsluefni heldur úrgangur til urðunar sem við tökum í blönduðu gámana.“ Á heimasíðu Sorpu er nú að finna leiðbeiningar um hvernig eigi að flokka jóla- og áramótaruslið. Þar er meðal annars að finna efnisflokkinn „lélegar gjafir“ sem Guðmundur viðurkennir að sé fyrst og fremst á listanum til að létta yfirbragðið. Öllu gamni fylgir þó alvara því þótt það sé undantekning berast stundum nýir hlutir á endurvinnslustöðvarnar. „Ég hef ekki heyrt að það sé meira af því en venjulega en við vitum að það hitta ekki allar gjafir í mark,“ bendir Guðmundur á. Eins og aðrir nytjahlutir fari þessir hlutir í Góða hirðinn og verða þar á boðstólum. Þá segir á listanum að jólapeysur flokkist sem föt og klæði – eðlilega. Guðmundur segir peysurnar geta farið í fatagáma frá Rauða krossinum. „En það er náttúrlega tilvalið, og ég mæli eindregið með því, að ef jólapeysurnar eru heilar að setja þær upp í skáp og nota næstu jól. Það koma alltaf jól aftur.“ Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira
Fyrir jólin gaf Sorpa út leiðbeiningar um það hvernig eigi að flokka það sem til fellur um hátíðarnar. Þar kemur meðal annars fram að notaðir flugeldar fara í almennt sorp en ónotaðir séu þeir spilliefni. Lélegar jólagjafir fara í Góða hirðinn. „Ég heyri ekki annað en að fólk standi sig alveg ágætlega í að flokka það sem til fellur um hátíðarnar, segir Guðmundur Tryggvi Ólafsson, rekstrarstjóri endurvinnslustöðva hjá Sorpu. Guðmundur segir sama takt og undanfarin ár halda sér í jólasorpinu eins og sorpi almennt. „Það er náttúrlega búin að vera gríðarleg aukning á öllu og er ekkert lát á. Það er góðæri,“ segir hann. Flugeldaafgangar streyma nú inn á endurvinnslustöðvarnar í stórum stíl. Guðmundur segir umbúðir utan af flugeldum sumar vera pappa en aðrar plast og fari þær þá eðlilega í plast- og pappírsflokkana. „Aftur á móti skotkökurnar sem búið er að skjóta og flugeldar sem koma niður aftur eru að jafnaði blanda af efnum; í kökunum er pappi, leir og brunnar púðurleifar. Það er ekki endurvinnsluefni heldur úrgangur til urðunar sem við tökum í blönduðu gámana.“ Á heimasíðu Sorpu er nú að finna leiðbeiningar um hvernig eigi að flokka jóla- og áramótaruslið. Þar er meðal annars að finna efnisflokkinn „lélegar gjafir“ sem Guðmundur viðurkennir að sé fyrst og fremst á listanum til að létta yfirbragðið. Öllu gamni fylgir þó alvara því þótt það sé undantekning berast stundum nýir hlutir á endurvinnslustöðvarnar. „Ég hef ekki heyrt að það sé meira af því en venjulega en við vitum að það hitta ekki allar gjafir í mark,“ bendir Guðmundur á. Eins og aðrir nytjahlutir fari þessir hlutir í Góða hirðinn og verða þar á boðstólum. Þá segir á listanum að jólapeysur flokkist sem föt og klæði – eðlilega. Guðmundur segir peysurnar geta farið í fatagáma frá Rauða krossinum. „En það er náttúrlega tilvalið, og ég mæli eindregið með því, að ef jólapeysurnar eru heilar að setja þær upp í skáp og nota næstu jól. Það koma alltaf jól aftur.“
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira