„Alrangt“ að Lindex hafi sérstaklega hækkað verð fyrir útsölur Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. janúar 2019 21:41 Albert Þór Magnússon og Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir, umboðsaðilar Lindex á Íslandi. Mynd/Lindex Umboðsaðilar Lindex á Íslandi hafna því alfarið að verð í verslunum þeirra hafi verið hækkað á útsölu, líkt og gefið er í skyn í myndbandi sem birt var á Facebook í dag. Verðbreytinguna megi rekja til verðhækkunar sem tilkynnt var um í nóvember síðastliðnum. Í myndbandinu má sjá handskrifaðan verðmiða á vöru í Lindex-verslun. Þegar miðanum er flett sést annað verð undir sem virðist lægra en hitt. Myndbandið hefur hlotið töluverða deilingu á Facebook og virðast notendur margir standa í þeirri trú að verð í Lindex hafi verið hækkað sérstaklega fyrir útsölur í janúar. Albert Þór Magnússon og Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir, umboðsaðilar Lindex á Íslandi, segja í samtali við Vísi að slíkt eigi ekki við nokkur rök að styðjast. „Þarna er í raun verið að endurnýja gamla umræðu sem varð í kringum verðhækkun um miðjan nóvember síðastliðinn. Þarna sjást tvö verð, verð fyrir hækkunina í nóvember og eftir hana,“ segir Albert.Skjáskot úr umræddu myndbandi. Hér má sjá flett ofan af verðmiðanum.Skjáskot/FacebookHækkuðu verð í fyrsta sinn frá upphafi Þau segjast ætíð hafa verið mjög opinská hvað varðar verðbreytingar í verslunum sínum og taka fram að verðið hafi lækkað fjórum sinnum frá byrjun árs 2016. Þannig vísa þau í tilkynningu sem send var út til vildarvina Lindex á Íslandi í nóvember þar sem greint var frá fyrirhuguðum verðhækkunum í takt við veikingu krónunnar og mikla hækkun á innkaupakostnaði í kjölfarið. „Við teljum það því ábyrgðarhlutverk, líkt og þegar um gengisstyrkingu er að ræða, að bregðast rétt við þeirri veikingu krónu sem hefur átt sér stað undanfarið með verðbreytingu. […] Það er því með miklum trega að við drögum að hluta til baka þær verðlækkanir sem við höfum tilkynnt um s.l. tvö ár með hækkun verðs í fyrsta sinn frá upphafi um að meðaltali 5,9%,“ segir m.a. í tilkynningunni.Sjá einnig: Lindex lækkar verð vegna styrkingar krónunnar Ekki rétt farið með staðreyndir Albert og Lóa segja verðbreytinguna sem sýnd var í myndbandinu eiga rætur sínar í umræddri verðhækkun. Því sé það beinlínis rangt sem haldið er fram í myndbandinu og í umræðu á samfélagsmiðlum að verð hafi sérstaklega verið hækkað í aðdraganda janúarútsölunnar. „Það var í raun ekkert haldreipi annað til en það sem við gerðum þarna í nóvember. Það að setja þetta upp með þeim hætti að við séum að hækka verð fyrir útsölu er alrangt. Útsölumiðarnir eru allt öðruvísi, þetta er ekki útsöluvara. Þarna er ekki farið rétt með staðreyndir. Okkur þykir það auðvitað miður,“ segir Albert. Neytendur Tengdar fréttir Ár breytinga hjá Lindex Albert Þór Magnússon og Lóa D. Kristjánsdóttir eru umboðsaðilar Lindex á Íslandi. Árið hefur verið viðburðaríkt hjá starfsfólki Lindex en verslunum Lindex hefur fjölgað um helming á þessu ári. Í ársbyrjun voru 4 Lindex verslanir á Íslandi en nú eru þær orðnar 8, að netverslun meðtalinni. 19. desember 2017 12:00 Lindex lækkar verð vegna styrkingar krónunnar Lindex á Íslandi hefur ákveðið að lækka verð í verslunum sínum um allt að 24 prósent vegna styrkingar krónunnar en verðlækkunin nemur 11 prósentum að meðaltali. 31. mars 2017 11:19 Lindex opnar verslun á Akranesi Lindex hyggst opna verslun í miðbæ Akraness þann 4. nóvember. 13. september 2017 09:43 Mest lesið Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Innkalla eitrað te Neytendur „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Sjá meira
Umboðsaðilar Lindex á Íslandi hafna því alfarið að verð í verslunum þeirra hafi verið hækkað á útsölu, líkt og gefið er í skyn í myndbandi sem birt var á Facebook í dag. Verðbreytinguna megi rekja til verðhækkunar sem tilkynnt var um í nóvember síðastliðnum. Í myndbandinu má sjá handskrifaðan verðmiða á vöru í Lindex-verslun. Þegar miðanum er flett sést annað verð undir sem virðist lægra en hitt. Myndbandið hefur hlotið töluverða deilingu á Facebook og virðast notendur margir standa í þeirri trú að verð í Lindex hafi verið hækkað sérstaklega fyrir útsölur í janúar. Albert Þór Magnússon og Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir, umboðsaðilar Lindex á Íslandi, segja í samtali við Vísi að slíkt eigi ekki við nokkur rök að styðjast. „Þarna er í raun verið að endurnýja gamla umræðu sem varð í kringum verðhækkun um miðjan nóvember síðastliðinn. Þarna sjást tvö verð, verð fyrir hækkunina í nóvember og eftir hana,“ segir Albert.Skjáskot úr umræddu myndbandi. Hér má sjá flett ofan af verðmiðanum.Skjáskot/FacebookHækkuðu verð í fyrsta sinn frá upphafi Þau segjast ætíð hafa verið mjög opinská hvað varðar verðbreytingar í verslunum sínum og taka fram að verðið hafi lækkað fjórum sinnum frá byrjun árs 2016. Þannig vísa þau í tilkynningu sem send var út til vildarvina Lindex á Íslandi í nóvember þar sem greint var frá fyrirhuguðum verðhækkunum í takt við veikingu krónunnar og mikla hækkun á innkaupakostnaði í kjölfarið. „Við teljum það því ábyrgðarhlutverk, líkt og þegar um gengisstyrkingu er að ræða, að bregðast rétt við þeirri veikingu krónu sem hefur átt sér stað undanfarið með verðbreytingu. […] Það er því með miklum trega að við drögum að hluta til baka þær verðlækkanir sem við höfum tilkynnt um s.l. tvö ár með hækkun verðs í fyrsta sinn frá upphafi um að meðaltali 5,9%,“ segir m.a. í tilkynningunni.Sjá einnig: Lindex lækkar verð vegna styrkingar krónunnar Ekki rétt farið með staðreyndir Albert og Lóa segja verðbreytinguna sem sýnd var í myndbandinu eiga rætur sínar í umræddri verðhækkun. Því sé það beinlínis rangt sem haldið er fram í myndbandinu og í umræðu á samfélagsmiðlum að verð hafi sérstaklega verið hækkað í aðdraganda janúarútsölunnar. „Það var í raun ekkert haldreipi annað til en það sem við gerðum þarna í nóvember. Það að setja þetta upp með þeim hætti að við séum að hækka verð fyrir útsölu er alrangt. Útsölumiðarnir eru allt öðruvísi, þetta er ekki útsöluvara. Þarna er ekki farið rétt með staðreyndir. Okkur þykir það auðvitað miður,“ segir Albert.
Neytendur Tengdar fréttir Ár breytinga hjá Lindex Albert Þór Magnússon og Lóa D. Kristjánsdóttir eru umboðsaðilar Lindex á Íslandi. Árið hefur verið viðburðaríkt hjá starfsfólki Lindex en verslunum Lindex hefur fjölgað um helming á þessu ári. Í ársbyrjun voru 4 Lindex verslanir á Íslandi en nú eru þær orðnar 8, að netverslun meðtalinni. 19. desember 2017 12:00 Lindex lækkar verð vegna styrkingar krónunnar Lindex á Íslandi hefur ákveðið að lækka verð í verslunum sínum um allt að 24 prósent vegna styrkingar krónunnar en verðlækkunin nemur 11 prósentum að meðaltali. 31. mars 2017 11:19 Lindex opnar verslun á Akranesi Lindex hyggst opna verslun í miðbæ Akraness þann 4. nóvember. 13. september 2017 09:43 Mest lesið Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Innkalla eitrað te Neytendur „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Sjá meira
Ár breytinga hjá Lindex Albert Þór Magnússon og Lóa D. Kristjánsdóttir eru umboðsaðilar Lindex á Íslandi. Árið hefur verið viðburðaríkt hjá starfsfólki Lindex en verslunum Lindex hefur fjölgað um helming á þessu ári. Í ársbyrjun voru 4 Lindex verslanir á Íslandi en nú eru þær orðnar 8, að netverslun meðtalinni. 19. desember 2017 12:00
Lindex lækkar verð vegna styrkingar krónunnar Lindex á Íslandi hefur ákveðið að lækka verð í verslunum sínum um allt að 24 prósent vegna styrkingar krónunnar en verðlækkunin nemur 11 prósentum að meðaltali. 31. mars 2017 11:19
Lindex opnar verslun á Akranesi Lindex hyggst opna verslun í miðbæ Akraness þann 4. nóvember. 13. september 2017 09:43