Setja á bakvakt í stað næturviðveru sjúkraflutningamanna í Rangárþingi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. janúar 2019 20:30 Sjúkraflutningum á Suðurlandi hefur fjölgað um rúm fimm prósent á einu ári en samt sem áður stendur til að fækka sjúkraflutningamönnum um næstu mánaðamót. Þingmaður segir sjúkraflutninga í Rangárþingi að fullu fjármagnaða í fjárlögum þetta árið. Sjúkraflutningum á Suðurlandi fjölgaði um tæplega tvö hundruð á árinu 2018 frá árinu áður. En aukningin nemur rúmum 5%. Starfsstöðvar sjúkraflutningamanna eru fimm sem reknar eru frá Heilbrigðisstofnuninni Selfossi. Starfssvæðið er víðfeðmasta svæði landsins eða um 30.000 ferkílómetrar frá Hellisheiði í vestri og austur að Höfn í Hornafirði. Innan þess svæðis eru vinsælustu ferðamannastaðir landsins og á svæðinu er stærsta sumarhúsabyggð landsins. Starfssvæði sjúkraflutninga á SuðurlandiVísir/Stöð 2Á árinu 2018 fóru sjúkraflutningamenn í tæplega 4100 sjúkraflutninga, þar af 1714 forgangsútköll, þar sem lífi fólks var ógnað. Eins og fréttastofan greindi frá skömmu fyrir áramót stendur til að fækka sjúkraflutningamönnum á svæðinu þrátt fyrir aukið álag og alvarlegri útköll. Á síðustu fimm árum hefur fjöldi sjúkraflutninga á svæðinu vaxið um 40% og á síðustu tveimur árum hefur kostnaðurinn aukist um á bilinu 120-150 milljónir. Aukning í sjúkraflutningum á SelfossiVísir/Stöð 2Breytingin verður hvað helst í Rangárþingi þar sem sólarhringsvakt hefur verið síðastliðið eitt og hálft ár vegna fjölgunar sjúkraflutninga „Breytingin er fólgin í því að 1. febrúar að þá ætlum við á nóttunni, frá klukkan sjö á kvöldin til klukkan sjö á morgnanna setja inn bakvaktir í stað staðbundinna vakta í Rangárþingi,“ sagði Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofunnar Suðurlands í viðtali sem tekið var við hana 30. desember síðastliðinn.Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar SuðurlandsVísir/Stöð 2Forstjóri Heilbrigðisstofnunnar Suðurlands fullyrðir að með þessum niðurskurði komi þjónustan ekki til með að skerðast en til þess að geta verið á bakvakt þurfa sjúkraflutningamenn að vera búsettir nærri starfstöð. Sjúkraflutningamenn í Rangárþingi hafa þurft að aðstoða samstarfsmenn sína allt austur til Kirkjubæjarklausturs vegna alvarlegra slysa og kollegar þeirra reiða sig á viðbragð starfstöðvarinnar sem er í miðju umdæminu. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi tjáði sig um málið á samfélagsmiðlum fyrir áramótin en í pistli sínum sagði hann; „Sjúkraflutningar í Rangárþingi fengu fulla fjármögnun á fjárlögum 2018 og fá áfram til að vera með sólarhringsvakt á Hvolsvelli vegna aukinna verkefna. Því eru þessar ráðstafanir hjá HSU alveg óskiljanlegar.“ Heilbrigðismál Rangárþing eystra Sjúkraflutningar Skaftárhreppur Tengdar fréttir Yfirlýsing vegna pistils forstjóra HSu Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofunnar Suðurlands, segir í yfirlýsingu á vef stofnunarinnar í gærkvöldi að fyrirsögn á frétt Vísis um fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi sé villandi og ósönn. 31. desember 2018 08:08 Hefur áhyggjur af fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi Formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna segir ekki rétt hjá forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands að fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi sé gerð í samráði við Landssambandið. 31. desember 2018 13:06 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Sjá meira
Sjúkraflutningum á Suðurlandi hefur fjölgað um rúm fimm prósent á einu ári en samt sem áður stendur til að fækka sjúkraflutningamönnum um næstu mánaðamót. Þingmaður segir sjúkraflutninga í Rangárþingi að fullu fjármagnaða í fjárlögum þetta árið. Sjúkraflutningum á Suðurlandi fjölgaði um tæplega tvö hundruð á árinu 2018 frá árinu áður. En aukningin nemur rúmum 5%. Starfsstöðvar sjúkraflutningamanna eru fimm sem reknar eru frá Heilbrigðisstofnuninni Selfossi. Starfssvæðið er víðfeðmasta svæði landsins eða um 30.000 ferkílómetrar frá Hellisheiði í vestri og austur að Höfn í Hornafirði. Innan þess svæðis eru vinsælustu ferðamannastaðir landsins og á svæðinu er stærsta sumarhúsabyggð landsins. Starfssvæði sjúkraflutninga á SuðurlandiVísir/Stöð 2Á árinu 2018 fóru sjúkraflutningamenn í tæplega 4100 sjúkraflutninga, þar af 1714 forgangsútköll, þar sem lífi fólks var ógnað. Eins og fréttastofan greindi frá skömmu fyrir áramót stendur til að fækka sjúkraflutningamönnum á svæðinu þrátt fyrir aukið álag og alvarlegri útköll. Á síðustu fimm árum hefur fjöldi sjúkraflutninga á svæðinu vaxið um 40% og á síðustu tveimur árum hefur kostnaðurinn aukist um á bilinu 120-150 milljónir. Aukning í sjúkraflutningum á SelfossiVísir/Stöð 2Breytingin verður hvað helst í Rangárþingi þar sem sólarhringsvakt hefur verið síðastliðið eitt og hálft ár vegna fjölgunar sjúkraflutninga „Breytingin er fólgin í því að 1. febrúar að þá ætlum við á nóttunni, frá klukkan sjö á kvöldin til klukkan sjö á morgnanna setja inn bakvaktir í stað staðbundinna vakta í Rangárþingi,“ sagði Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofunnar Suðurlands í viðtali sem tekið var við hana 30. desember síðastliðinn.Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar SuðurlandsVísir/Stöð 2Forstjóri Heilbrigðisstofnunnar Suðurlands fullyrðir að með þessum niðurskurði komi þjónustan ekki til með að skerðast en til þess að geta verið á bakvakt þurfa sjúkraflutningamenn að vera búsettir nærri starfstöð. Sjúkraflutningamenn í Rangárþingi hafa þurft að aðstoða samstarfsmenn sína allt austur til Kirkjubæjarklausturs vegna alvarlegra slysa og kollegar þeirra reiða sig á viðbragð starfstöðvarinnar sem er í miðju umdæminu. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi tjáði sig um málið á samfélagsmiðlum fyrir áramótin en í pistli sínum sagði hann; „Sjúkraflutningar í Rangárþingi fengu fulla fjármögnun á fjárlögum 2018 og fá áfram til að vera með sólarhringsvakt á Hvolsvelli vegna aukinna verkefna. Því eru þessar ráðstafanir hjá HSU alveg óskiljanlegar.“
Heilbrigðismál Rangárþing eystra Sjúkraflutningar Skaftárhreppur Tengdar fréttir Yfirlýsing vegna pistils forstjóra HSu Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofunnar Suðurlands, segir í yfirlýsingu á vef stofnunarinnar í gærkvöldi að fyrirsögn á frétt Vísis um fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi sé villandi og ósönn. 31. desember 2018 08:08 Hefur áhyggjur af fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi Formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna segir ekki rétt hjá forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands að fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi sé gerð í samráði við Landssambandið. 31. desember 2018 13:06 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Sjá meira
Yfirlýsing vegna pistils forstjóra HSu Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofunnar Suðurlands, segir í yfirlýsingu á vef stofnunarinnar í gærkvöldi að fyrirsögn á frétt Vísis um fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi sé villandi og ósönn. 31. desember 2018 08:08
Hefur áhyggjur af fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi Formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna segir ekki rétt hjá forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands að fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi sé gerð í samráði við Landssambandið. 31. desember 2018 13:06