Fjölskylda meints njósnara segir hann saklausan Kjartan Kjartansson skrifar 2. janúar 2019 11:30 Paul Whelan er sagður öryggisstjóri bílapartabirgja í Michigan í Bandaríkjunum. Hann var handtekinn í Moskvu á föstudag. Vísir/EPA Bandarískur maður sem var handtekinn í Rússlandi fyrir meintar njósnir var þar til að vera viðstaddur brúðkaup og er saklaus, að sögn fjölskyldu hans. Rússnesk yfirvöld hafa ekki veitt frekari upplýsingar um meintar sakir mannsins. Paul Whelan er fyrrverandi landgönguliði úr Bandaríkjaher. Bróðir hans David segir að hann hafi horfið þegar hann var með hópi brúðkaupsgesta á hóteli í Moskvu. Rússneska ríkisöryggisþjónustan FSB sakar Whelan um njósnir og segist hafa handtekið hann á föstudag. „Sakleysi hans er óumdeilt og við treystum á að réttindi hans verði virt,“ sagði fjölskyldan Whelan í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér á nýársdag, að því er segir í frétt Reuters. David Whelan segir að bróðir sinn hafi farið margsinnis til Rússland, bæði í einkaerindinum og í vinnuferðir. Hann hafi verið leiðsögumaður fyrir hóp brúðkaupsgesta í brúðkaupi fyrrum félaga hans úr landgönguliðinu. Þegar hann hvarf skyndilega á föstudag hafi vinir hans tilkynnt um að hans væri saknað. Reuters hefur eftir fyrrverandi skrifstofustjóra bandarísku leyniþjónustunnar í Moskvu að mögulegt og jafnvel líklegt sé að Vladímír Pútín forseti hafi skipað fyrir um handtöku Whelan til að knýja á um skipti á honum og Maríu Butina, rússneskri konu sem var handtekin og játaði sig seka um njósnir í Bandaríkjunum. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segir að því hafi borist tilkynning frá Rússum um að bandarískur borgari hafi verið handtekinn. Það búist við því að sendistarfsmenn Bandaríkjanna í Rússlandi fái aðgang að Whelan eins og Vínarsáttmálinn kveður á um. Athygli vekur að myndin að ofan, sem fjölskyldan Whelan kom til erlendra fjölmiðla, er tekin á Íslandi. Bandaríkin Rússland Tengdar fréttir Bandaríkjamaður handtekinn fyrir njósnir í Moskvu Öryggisstofnun Rússlands, FSB, hefur handtekið bandarískan ríkisborgara og sakað hann um njósnir. 31. desember 2018 12:23 Rússneskur útsendari játaði njósnir í Bandaríkjunum Maria Butina er sögð hafa unnið með rússneskum embættismanni að því að fá bandaríska íhaldsmenn til að taka upp vinsamlegri stefnu í garð rússneskra stjórnvalda. 14. desember 2018 08:21 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Bandarískur maður sem var handtekinn í Rússlandi fyrir meintar njósnir var þar til að vera viðstaddur brúðkaup og er saklaus, að sögn fjölskyldu hans. Rússnesk yfirvöld hafa ekki veitt frekari upplýsingar um meintar sakir mannsins. Paul Whelan er fyrrverandi landgönguliði úr Bandaríkjaher. Bróðir hans David segir að hann hafi horfið þegar hann var með hópi brúðkaupsgesta á hóteli í Moskvu. Rússneska ríkisöryggisþjónustan FSB sakar Whelan um njósnir og segist hafa handtekið hann á föstudag. „Sakleysi hans er óumdeilt og við treystum á að réttindi hans verði virt,“ sagði fjölskyldan Whelan í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér á nýársdag, að því er segir í frétt Reuters. David Whelan segir að bróðir sinn hafi farið margsinnis til Rússland, bæði í einkaerindinum og í vinnuferðir. Hann hafi verið leiðsögumaður fyrir hóp brúðkaupsgesta í brúðkaupi fyrrum félaga hans úr landgönguliðinu. Þegar hann hvarf skyndilega á föstudag hafi vinir hans tilkynnt um að hans væri saknað. Reuters hefur eftir fyrrverandi skrifstofustjóra bandarísku leyniþjónustunnar í Moskvu að mögulegt og jafnvel líklegt sé að Vladímír Pútín forseti hafi skipað fyrir um handtöku Whelan til að knýja á um skipti á honum og Maríu Butina, rússneskri konu sem var handtekin og játaði sig seka um njósnir í Bandaríkjunum. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segir að því hafi borist tilkynning frá Rússum um að bandarískur borgari hafi verið handtekinn. Það búist við því að sendistarfsmenn Bandaríkjanna í Rússlandi fái aðgang að Whelan eins og Vínarsáttmálinn kveður á um. Athygli vekur að myndin að ofan, sem fjölskyldan Whelan kom til erlendra fjölmiðla, er tekin á Íslandi.
Bandaríkin Rússland Tengdar fréttir Bandaríkjamaður handtekinn fyrir njósnir í Moskvu Öryggisstofnun Rússlands, FSB, hefur handtekið bandarískan ríkisborgara og sakað hann um njósnir. 31. desember 2018 12:23 Rússneskur útsendari játaði njósnir í Bandaríkjunum Maria Butina er sögð hafa unnið með rússneskum embættismanni að því að fá bandaríska íhaldsmenn til að taka upp vinsamlegri stefnu í garð rússneskra stjórnvalda. 14. desember 2018 08:21 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Bandaríkjamaður handtekinn fyrir njósnir í Moskvu Öryggisstofnun Rússlands, FSB, hefur handtekið bandarískan ríkisborgara og sakað hann um njósnir. 31. desember 2018 12:23
Rússneskur útsendari játaði njósnir í Bandaríkjunum Maria Butina er sögð hafa unnið með rússneskum embættismanni að því að fá bandaríska íhaldsmenn til að taka upp vinsamlegri stefnu í garð rússneskra stjórnvalda. 14. desember 2018 08:21