Kominn með „hundleið“ á Klaustursmálinu Sylvía Hall skrifar 1. janúar 2019 22:27 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Vísir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, mætti ásamt formönnum flokkanna í Kryddsíldina í gær þar sem farið var yfir helstu mál ársins. Eitt af þeim málum sem stóðu upp úr á árinu var vafalítið Klaustursmálið svokallaða þar sem upptökur náðust af samtali þingmanna á Klaustur bar. Í Kryddsíldinni í gær sagðist Bjarni ekki hafa áhuga á því að framlengja umræðu um þessar upptökur og hann væri kominn með „hundleið“ á málinu. „Ef ég á að segja alveg eins og er þá er ég kominn með hundleið á þessu máli. Ég skil alveg það sem Sigmundur Davíð er að benda á og hérna tel að vilji menn láta reyna á rétt sinn til þess að kalla fram frekari gögn og upplýsingar þá sé mjög hæpið að menn reyni að leggja stein í götu þeirra,“ sagði Bjarni. „Einhver kynni að halda að ég vildi helst framlengja þessa umræðu og athyglin væri bara þarna, ég hef bara engan áhuga á því. Ég held að flest fólk sem er að stunda vinnu og reka heimili og ala upp börn og er að fást við allskonar krefjandi verkefni úti í samfélaginu það fái nákvæmlega ekki neitt út úr þessari umræðu.“ Bjarni sagði umræðuna standa í vegi fyrir því að stjórnmálin færu að skila sínu í þágu fólksins í samfélaginu. Fólk gerði væntingar til þess að fólkið inni á þingi myndi sinna þeim störfum sem ætlast er til af þeim. „Á meðan við erum föst í einhverju svona, þá gerist ekkert í hinu.“Væri óheiðarlegt að segjast ekki hafa setið fundi þar sem samstarfsfólk er til umræðu Aðspurður sagðist Bjarni ekki geta neitað því að hafa setið fundi þar sem aðrir stjórnmálamenn og flokkar séu ræddir, það sama ætti sér stað á kaffistofum um allan bæ. Það þýddi þó ekki að umræðan færi fram á svipuðum nótum og í Klaustursmálinu umtalaða. „Það væri óheiðarlegt að segja að maður hafi ekki oft setið fundi þar sem er verið að baktala aðra stjórnmálamenn, og lýsa því að þessi sé nú ekki nógu góður eða þessi sé nú upprennandi og svo framvegis,“ sagði Bjarni. Þá benti hann á að þeir sem heyrðust í upptökunum hefðu stigið fram og beðist afsökunar á framferði sínu. „Um þetta mál er ég bara þeirrar skoðunar að ég er búinn að fá nóg af þessu máli, ég hef engan áhuga á að framlengja umræðu um það og mér finnst að ýmsir palladómar, og ég hef verið beðinn um að lýsa minni skoðun á þessu. Ég hef bara áhuga á að þingið fari að starfa í þágu mála sem brenna á fólki í landinu, ég hef miklu meiri áhuga á því,“ sagði Bjarni að lokum. Umræðurnar má sjá í spilaranum hér að neðan. Hægt er að horfa á Kryddsíldina í fullri lengd hér. Klippa: Bjarni hundleiður á Klaustursmálinu Stj.mál Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Ari Eldjárn birtir Klaustursatriðið úr Áramótaskopi sínu Grínistinn Ari Eldjárn segir gaman að sjá hvað ást Íslendinga á þáttunum Staupasteini (e. Cheers) sé enn mikil. 1. janúar 2019 13:11 Formenn skiptust á skotum um Klaustursmálið Kryddsíldin 2018 hófst á því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagðist hafa átt fjölda sambærilegra funda og þann sem tekinn var upp á Klaustur Bar í síðasta mánuði. 31. desember 2018 15:00 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, mætti ásamt formönnum flokkanna í Kryddsíldina í gær þar sem farið var yfir helstu mál ársins. Eitt af þeim málum sem stóðu upp úr á árinu var vafalítið Klaustursmálið svokallaða þar sem upptökur náðust af samtali þingmanna á Klaustur bar. Í Kryddsíldinni í gær sagðist Bjarni ekki hafa áhuga á því að framlengja umræðu um þessar upptökur og hann væri kominn með „hundleið“ á málinu. „Ef ég á að segja alveg eins og er þá er ég kominn með hundleið á þessu máli. Ég skil alveg það sem Sigmundur Davíð er að benda á og hérna tel að vilji menn láta reyna á rétt sinn til þess að kalla fram frekari gögn og upplýsingar þá sé mjög hæpið að menn reyni að leggja stein í götu þeirra,“ sagði Bjarni. „Einhver kynni að halda að ég vildi helst framlengja þessa umræðu og athyglin væri bara þarna, ég hef bara engan áhuga á því. Ég held að flest fólk sem er að stunda vinnu og reka heimili og ala upp börn og er að fást við allskonar krefjandi verkefni úti í samfélaginu það fái nákvæmlega ekki neitt út úr þessari umræðu.“ Bjarni sagði umræðuna standa í vegi fyrir því að stjórnmálin færu að skila sínu í þágu fólksins í samfélaginu. Fólk gerði væntingar til þess að fólkið inni á þingi myndi sinna þeim störfum sem ætlast er til af þeim. „Á meðan við erum föst í einhverju svona, þá gerist ekkert í hinu.“Væri óheiðarlegt að segjast ekki hafa setið fundi þar sem samstarfsfólk er til umræðu Aðspurður sagðist Bjarni ekki geta neitað því að hafa setið fundi þar sem aðrir stjórnmálamenn og flokkar séu ræddir, það sama ætti sér stað á kaffistofum um allan bæ. Það þýddi þó ekki að umræðan færi fram á svipuðum nótum og í Klaustursmálinu umtalaða. „Það væri óheiðarlegt að segja að maður hafi ekki oft setið fundi þar sem er verið að baktala aðra stjórnmálamenn, og lýsa því að þessi sé nú ekki nógu góður eða þessi sé nú upprennandi og svo framvegis,“ sagði Bjarni. Þá benti hann á að þeir sem heyrðust í upptökunum hefðu stigið fram og beðist afsökunar á framferði sínu. „Um þetta mál er ég bara þeirrar skoðunar að ég er búinn að fá nóg af þessu máli, ég hef engan áhuga á að framlengja umræðu um það og mér finnst að ýmsir palladómar, og ég hef verið beðinn um að lýsa minni skoðun á þessu. Ég hef bara áhuga á að þingið fari að starfa í þágu mála sem brenna á fólki í landinu, ég hef miklu meiri áhuga á því,“ sagði Bjarni að lokum. Umræðurnar má sjá í spilaranum hér að neðan. Hægt er að horfa á Kryddsíldina í fullri lengd hér. Klippa: Bjarni hundleiður á Klaustursmálinu
Stj.mál Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Ari Eldjárn birtir Klaustursatriðið úr Áramótaskopi sínu Grínistinn Ari Eldjárn segir gaman að sjá hvað ást Íslendinga á þáttunum Staupasteini (e. Cheers) sé enn mikil. 1. janúar 2019 13:11 Formenn skiptust á skotum um Klaustursmálið Kryddsíldin 2018 hófst á því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagðist hafa átt fjölda sambærilegra funda og þann sem tekinn var upp á Klaustur Bar í síðasta mánuði. 31. desember 2018 15:00 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Ari Eldjárn birtir Klaustursatriðið úr Áramótaskopi sínu Grínistinn Ari Eldjárn segir gaman að sjá hvað ást Íslendinga á þáttunum Staupasteini (e. Cheers) sé enn mikil. 1. janúar 2019 13:11
Formenn skiptust á skotum um Klaustursmálið Kryddsíldin 2018 hófst á því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagðist hafa átt fjölda sambærilegra funda og þann sem tekinn var upp á Klaustur Bar í síðasta mánuði. 31. desember 2018 15:00