Daginn lengt um sextán mínútur í Reykjavík en þrjátíu í Grímsey Kristján Már Unnarsson skrifar 1. janúar 2019 11:32 Frá Árbæjarsafni í Reykjavík í gær, gamlársdag. Geislar sólar rétt náðu að skína á gömlu bæjarhúsin. Vísir/KMU. Sólris í Reykjavík í dag, 1. janúar, er klukkan 11.19 en sólarlag klukkan 15.43. Dagurinn er 4 stundir og 23 mínútur, eða sextán mínútum lengri en hann var á vetrarsólstöðum 21. desember. Hádegi í borginni er klukkan 13.31 og nær sólin þá 3,1 gráðu upp á sjóndeildarhringinn. Upplýsingar um sólarganginn má nálgast á alþjóðlegum sólarreiknisíðum en einnig á Almanaki Háskóla Íslands og Veðurstofu Íslands. Lenging dagsins fyrst eftir vetrarsólstöður er það lítil að stundum er talað um hænufet á dag. „Fyrsta sólarhring frá sólstöðum lengist sólargangurinn í Reykjavík um 9 sekúndur. Annan daginn lengist hann um 27 sekúndur og þriðja daginn um 44 sekúndur,“ segir í pistli Þorsteins Sæmundssonar í Almanaki Háskólans um „hænufetið“. Lengingin verður þannig stöðugt örari, frá því í gær í Reykjavík 2 mínútur og 49 sekúndur. Hún verður yfir þrjár mínútur á dag næstu vikuna, og yfir fjórar mínútur á dag í þarnæstu viku, og síðar nærri sjö mínútur á dag.Sólin nær ekki að lyfta sér upp fyrir Breiðholtið til að skína á endurnar og álftirnar á Árbæjarlóni.Vísir/KMU.Breytingin er misjöfn eftir því hvar á landinu menn eru staddir. Þannig hefur daginn lengt frá vetrarsólstöðum um 30 mínútur í Grímsey, nyrstu byggð landsins, en um 14 og hálfa mínútu í Vestmannaeyjum, syðstu byggð landsins. Eyjamenn njóta hins vegar lengsta sólargangs landsmanna, hjá þeim er hann 4 stundir og 44 mínútur í dag en hjá Grímseyingum 2 stundir og 42 mínútur. Á Akureyri er hann 3 stundir og 26 mínútur í dag. Í Vestmannaeyjum fer sólin 3,8 gráður upp á sjóndeildarhring í dag, á Akureyri 1,6 gráður en í Grímsey 0,9 gráður. „Þegar daginn fer að lengja fyrst eftir vetrarsólstöður, virðast áhrifin meiri síðdegis en að morgninum. Fyrstu dagana seinkar jafnvel sólarupprásinni, gagnstætt því sem búast mætti við, svo að sólin kemur upp örlítið seinna á jólum en á sólstöðunum. Þetta stafar af því að hádegið - sá tími þegar sól er hæst á lofti - er að færast til, það er hádeginu seinkar eftir klukkunni að dæma,“ segir í Almanaki Háskólans. Grímsey Reykjavík Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Sólris í Reykjavík í dag, 1. janúar, er klukkan 11.19 en sólarlag klukkan 15.43. Dagurinn er 4 stundir og 23 mínútur, eða sextán mínútum lengri en hann var á vetrarsólstöðum 21. desember. Hádegi í borginni er klukkan 13.31 og nær sólin þá 3,1 gráðu upp á sjóndeildarhringinn. Upplýsingar um sólarganginn má nálgast á alþjóðlegum sólarreiknisíðum en einnig á Almanaki Háskóla Íslands og Veðurstofu Íslands. Lenging dagsins fyrst eftir vetrarsólstöður er það lítil að stundum er talað um hænufet á dag. „Fyrsta sólarhring frá sólstöðum lengist sólargangurinn í Reykjavík um 9 sekúndur. Annan daginn lengist hann um 27 sekúndur og þriðja daginn um 44 sekúndur,“ segir í pistli Þorsteins Sæmundssonar í Almanaki Háskólans um „hænufetið“. Lengingin verður þannig stöðugt örari, frá því í gær í Reykjavík 2 mínútur og 49 sekúndur. Hún verður yfir þrjár mínútur á dag næstu vikuna, og yfir fjórar mínútur á dag í þarnæstu viku, og síðar nærri sjö mínútur á dag.Sólin nær ekki að lyfta sér upp fyrir Breiðholtið til að skína á endurnar og álftirnar á Árbæjarlóni.Vísir/KMU.Breytingin er misjöfn eftir því hvar á landinu menn eru staddir. Þannig hefur daginn lengt frá vetrarsólstöðum um 30 mínútur í Grímsey, nyrstu byggð landsins, en um 14 og hálfa mínútu í Vestmannaeyjum, syðstu byggð landsins. Eyjamenn njóta hins vegar lengsta sólargangs landsmanna, hjá þeim er hann 4 stundir og 44 mínútur í dag en hjá Grímseyingum 2 stundir og 42 mínútur. Á Akureyri er hann 3 stundir og 26 mínútur í dag. Í Vestmannaeyjum fer sólin 3,8 gráður upp á sjóndeildarhring í dag, á Akureyri 1,6 gráður en í Grímsey 0,9 gráður. „Þegar daginn fer að lengja fyrst eftir vetrarsólstöður, virðast áhrifin meiri síðdegis en að morgninum. Fyrstu dagana seinkar jafnvel sólarupprásinni, gagnstætt því sem búast mætti við, svo að sólin kemur upp örlítið seinna á jólum en á sólstöðunum. Þetta stafar af því að hádegið - sá tími þegar sól er hæst á lofti - er að færast til, það er hádeginu seinkar eftir klukkunni að dæma,“ segir í Almanaki Háskólans.
Grímsey Reykjavík Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira