Bush færði öryggissveit sinni flatbökur vegna lokunar alríkisstofnana Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. janúar 2019 16:04 Forsetinn fyrrverandi færir hér fjársveltum öryggisvörðum flatbökur. George Bush/Instagram George W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, setti í dag inn færslu á Instagram-reikning sinn þar sem hann sést færa meðlimum öryggissveitar sinnar flatbökur. Öryggisverðir Bush eru meðal þeirra ríkisstarfsmanna sem vinna nú launalaust vegna lokunar margra alríkisstofnanna Bandaríkjanna. Í færslunni sagðist Bush þakklátur fyrir „það leyniþjónustufólk og þúsundir opinberra starfsmanna sem nú vinna hörðum höndum í þágu landsins án launa.“ Þá þakkaði hann þeim almennu borgurum sem stæðu þétt við bakið á starfsmönnunum sem um ræðir. „Það er kominn tími til þess að leiðtogar okkar beggja megin borðsins leggi stjórnmálin til hliðar, vinni saman og bindi enda á þessa lokun,“ segir Bush í lok færslunnar. Lokunin sem um ræðir nær til ýmissa alríkisstofnanna Bandaríkjanna og veldur því að starfsmenn þeirra þurfa ýmist að vinna launalaust eða taka sér ótímabundið launalaust leyfi, þar sem ekki er búið að úthluta fjármagni til að halda stofnununum gangandi. Ástandið sem nú er uppi er til komið vegna ágreinings Demókrata og Repúblikana um fjárveitingu til byggingar múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Donald Trump, núverandi forseti Bandaríkjanna, er ötull talsmaður þess að múrinn rísi sem fyrst. Um 800 þúsund alríkisstarfsmenn vinna nú launalaust eða eru frá vinnu. Þar af eru sex þúsund starfsmenn leyniþjónustunnar. Áætlað er að um 85% þeirra starfi nú launalaust sökum lokunarinnar, sem er orðin rúmlega fjögurra vikna löng og því orðin sú lengsta í sögu Bandaríkjanna. @LauraWBush and I are grateful to our Secret Service personnel and the thousands of Federal employees who are working hard for our country without a paycheck. And we thank our fellow citizens who are supporting them. It’s time for leaders on both sides to put politics aside, come together, and end this shutdown. A post shared by George W. Bush (@georgewbush) on Jan 18, 2019 at 12:58pm PST Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump neitar að gefa eftir varðandi vegginn Útlit er fyrir að alríkisstofnunum verði lokað eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, neitaði að skrifa undir fjárlagafrumvarp sem öldungadeild Bandaríkjaþings hafði samþykkt. 20. desember 2018 18:48 Hótar því að stöðva fjárveitingar vegna skógarelda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hótað því að stöðva fjárveitingar til Kaliforníu vegna skógar- og kjarrelda. 9. janúar 2019 16:15 Hvíta húsið kannar að lýsa yfir neyðarástandi Slíkt myndi veita Donald Trump, forseta, vald til að byggja múr á landamærunum, án aðkomu þingsins. Meðal þess sem verið er að skoða er hvort slíkt væri lögum samkvæmt. 7. janúar 2019 21:45 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Sjá meira
George W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, setti í dag inn færslu á Instagram-reikning sinn þar sem hann sést færa meðlimum öryggissveitar sinnar flatbökur. Öryggisverðir Bush eru meðal þeirra ríkisstarfsmanna sem vinna nú launalaust vegna lokunar margra alríkisstofnanna Bandaríkjanna. Í færslunni sagðist Bush þakklátur fyrir „það leyniþjónustufólk og þúsundir opinberra starfsmanna sem nú vinna hörðum höndum í þágu landsins án launa.“ Þá þakkaði hann þeim almennu borgurum sem stæðu þétt við bakið á starfsmönnunum sem um ræðir. „Það er kominn tími til þess að leiðtogar okkar beggja megin borðsins leggi stjórnmálin til hliðar, vinni saman og bindi enda á þessa lokun,“ segir Bush í lok færslunnar. Lokunin sem um ræðir nær til ýmissa alríkisstofnanna Bandaríkjanna og veldur því að starfsmenn þeirra þurfa ýmist að vinna launalaust eða taka sér ótímabundið launalaust leyfi, þar sem ekki er búið að úthluta fjármagni til að halda stofnununum gangandi. Ástandið sem nú er uppi er til komið vegna ágreinings Demókrata og Repúblikana um fjárveitingu til byggingar múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Donald Trump, núverandi forseti Bandaríkjanna, er ötull talsmaður þess að múrinn rísi sem fyrst. Um 800 þúsund alríkisstarfsmenn vinna nú launalaust eða eru frá vinnu. Þar af eru sex þúsund starfsmenn leyniþjónustunnar. Áætlað er að um 85% þeirra starfi nú launalaust sökum lokunarinnar, sem er orðin rúmlega fjögurra vikna löng og því orðin sú lengsta í sögu Bandaríkjanna. @LauraWBush and I are grateful to our Secret Service personnel and the thousands of Federal employees who are working hard for our country without a paycheck. And we thank our fellow citizens who are supporting them. It’s time for leaders on both sides to put politics aside, come together, and end this shutdown. A post shared by George W. Bush (@georgewbush) on Jan 18, 2019 at 12:58pm PST
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump neitar að gefa eftir varðandi vegginn Útlit er fyrir að alríkisstofnunum verði lokað eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, neitaði að skrifa undir fjárlagafrumvarp sem öldungadeild Bandaríkjaþings hafði samþykkt. 20. desember 2018 18:48 Hótar því að stöðva fjárveitingar vegna skógarelda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hótað því að stöðva fjárveitingar til Kaliforníu vegna skógar- og kjarrelda. 9. janúar 2019 16:15 Hvíta húsið kannar að lýsa yfir neyðarástandi Slíkt myndi veita Donald Trump, forseta, vald til að byggja múr á landamærunum, án aðkomu þingsins. Meðal þess sem verið er að skoða er hvort slíkt væri lögum samkvæmt. 7. janúar 2019 21:45 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Sjá meira
Trump neitar að gefa eftir varðandi vegginn Útlit er fyrir að alríkisstofnunum verði lokað eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, neitaði að skrifa undir fjárlagafrumvarp sem öldungadeild Bandaríkjaþings hafði samþykkt. 20. desember 2018 18:48
Hótar því að stöðva fjárveitingar vegna skógarelda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hótað því að stöðva fjárveitingar til Kaliforníu vegna skógar- og kjarrelda. 9. janúar 2019 16:15
Hvíta húsið kannar að lýsa yfir neyðarástandi Slíkt myndi veita Donald Trump, forseta, vald til að byggja múr á landamærunum, án aðkomu þingsins. Meðal þess sem verið er að skoða er hvort slíkt væri lögum samkvæmt. 7. janúar 2019 21:45