Vítabaninn Björgvin vaknaður Kristinn Páll Teitsson skrifar 19. janúar 2019 10:00 Fréttablaðið Enginn markvörður hefur varið fleiri víti en Björgvin Páll Gústavsson eftir riðlakeppnina á HM í handbolta. Vafasöm vítaköst Barein virtust kveikja á Björgvini sem hefur ekki litið um öxl eftir það. Eftir slaka frammistöðu í fyrsta leik Íslands á HM í handbolta gegn Króatíu hefur Björgvin Páll Gústavsson hrokkið í gang og átti reynslumesti leikmaður Íslands stóran þátt í því að ungt lið Íslands komst í milliriðlana sem hefjast í dag. Hinn 33 ára gamli Björgvin Páll er síðasti meðlimur silfurhópsins frá Peking sem er enn í liðinu og lang reynslumesti leikmaður liðsins með 217 landsleiki, 83 leikjum meira en næsti maður sem er Aron Pálmarsson. Björgvin hefur átt það til í gegnum tíðina að stíga upp á stórmótum í handbolta og er það vonandi fyrir íslenska liðið að Björgvin haldi áfram á sömu braut í næstu leikjum. Þegar rýnt er í tölfræðina kemur í ljós að hann er sá markvörður sem varði flest vítaköst í riðlakeppninni sem lauk á fimmtudaginn. Alls varði hann sjö af þeim sautján vítaköstum sem mótherjar Íslands hafa fengið í keppninni. Í fyrstu tveimur leikjum Íslands í keppninni gegn Króötum og Spánverjum varði Björgvin Páll aðeins eitt víti af fimm og náði sér ekki á strik í leikjunum en lærisveinum Arons Kristjánssonar tókst að skjóta Björgvin Pál í stuð. Mohamed Habib var réttilega vísað upp í stúku á fyrstu mínútum leiksins þegar hann skaut beint í höfuðið á Björgvini og áttu Bareinar eftir að skjóta tvisvar til viðbótar í höfuðhæð hjá Björgvini án þess að þeim væri refsað. Það efldi Björgvin sem átti besta leik sinn til þessa á mótinu gegn Barein og fylgdi því eftir með góðum leikjum gegn Japan og Makedóníu þar sem hann hefur haldið áfram 50% markvörslu úr vítaköstum andstæðinganna. Hann er því samtals með sjö varin víti af sautján eða 41% markvörslu eftir riðlakeppnina. Enginn markvörður á HM hefur varið fleiri víti til þessa og aðeins þrír markverðir, Nikola Marinovic frá Austurríki, Niklas Landin frá Danmörku og Leonel Carlos Maciel frá Argentínu eru með betra hlutfall þegar kemur að því að verja vítaköst eftir riðlakeppnina. Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Valur - Blomberg-Lippe | Elín Rósa og Díana mæta á gamla heimavöllinn Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sjá meira
Enginn markvörður hefur varið fleiri víti en Björgvin Páll Gústavsson eftir riðlakeppnina á HM í handbolta. Vafasöm vítaköst Barein virtust kveikja á Björgvini sem hefur ekki litið um öxl eftir það. Eftir slaka frammistöðu í fyrsta leik Íslands á HM í handbolta gegn Króatíu hefur Björgvin Páll Gústavsson hrokkið í gang og átti reynslumesti leikmaður Íslands stóran þátt í því að ungt lið Íslands komst í milliriðlana sem hefjast í dag. Hinn 33 ára gamli Björgvin Páll er síðasti meðlimur silfurhópsins frá Peking sem er enn í liðinu og lang reynslumesti leikmaður liðsins með 217 landsleiki, 83 leikjum meira en næsti maður sem er Aron Pálmarsson. Björgvin hefur átt það til í gegnum tíðina að stíga upp á stórmótum í handbolta og er það vonandi fyrir íslenska liðið að Björgvin haldi áfram á sömu braut í næstu leikjum. Þegar rýnt er í tölfræðina kemur í ljós að hann er sá markvörður sem varði flest vítaköst í riðlakeppninni sem lauk á fimmtudaginn. Alls varði hann sjö af þeim sautján vítaköstum sem mótherjar Íslands hafa fengið í keppninni. Í fyrstu tveimur leikjum Íslands í keppninni gegn Króötum og Spánverjum varði Björgvin Páll aðeins eitt víti af fimm og náði sér ekki á strik í leikjunum en lærisveinum Arons Kristjánssonar tókst að skjóta Björgvin Pál í stuð. Mohamed Habib var réttilega vísað upp í stúku á fyrstu mínútum leiksins þegar hann skaut beint í höfuðið á Björgvini og áttu Bareinar eftir að skjóta tvisvar til viðbótar í höfuðhæð hjá Björgvini án þess að þeim væri refsað. Það efldi Björgvin sem átti besta leik sinn til þessa á mótinu gegn Barein og fylgdi því eftir með góðum leikjum gegn Japan og Makedóníu þar sem hann hefur haldið áfram 50% markvörslu úr vítaköstum andstæðinganna. Hann er því samtals með sjö varin víti af sautján eða 41% markvörslu eftir riðlakeppnina. Enginn markvörður á HM hefur varið fleiri víti til þessa og aðeins þrír markverðir, Nikola Marinovic frá Austurríki, Niklas Landin frá Danmörku og Leonel Carlos Maciel frá Argentínu eru með betra hlutfall þegar kemur að því að verja vítaköst eftir riðlakeppnina.
Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Valur - Blomberg-Lippe | Elín Rósa og Díana mæta á gamla heimavöllinn Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sjá meira