Verður T.J. Dillashaw tvöfaldur meistari? Pétur Marinó Jónsson skrifar 19. janúar 2019 08:00 Henry Cejudo og T.J. Dillashaw í skrautlegum klæðnaði á blaðamannafundinum. Vísir/Getty Í kvöld mætast þeir Henry Cejudo og T.J. Dillashaw um fluguvigtartitil UFC. Dillashaw getur skrifað nafn sitt á spjöld sögunnar með sigri en það gæti reynst dýrt fyrir aðra bardagamenn. Ríkjandi bantamvigtarmeistari (61 kg), T.J. Dillashaw, fer niður í fluguvigt (57 kg) og skorar á meistarann Henry Cejudo. Aðeins þremur keppendum hefur tekist að verða meistari í tveimur þyngdarflokkum á sama tíma í UFC og ætlar Dillashaw að verða sá fjórði. Árið 2018 var ár ofurbardaganna enda urðu þau Daniel Cormier og Amanda Nunes tvöfaldir meistarar á síðasta ári en fram að því hafði aðeins Conor McGregor leikið það eftir. Dillashaw þurfti að leggja mikið á sig til að geta komið sér niður í 125 pundin. Dillashaw náði tilsettri þyngd í gær og sagði að niðurskurðurinn hefði verið gífurlega vísindalega undirbúinn. Hann var eðlilega grennri og meira skorinn en oft áður en Dillashaw leit ekki út fyrir að vera þjáður og skraufþurr í vigtuninni í gær. Fluguvigtin í UFC hefur oft átt undir högg að sækja og ekki alltaf fengið náð fyrir augum bardagaaðdáenda. Nokkrir bardagamenn í fluguvigtinni hafa fengið sparkið á síðustu mánuðum og fengið þau skilaboð að UFC ætli að leggja niður þyngdarflokkinn. Demetrious Johnson var fyrsti og eini meistarinn í sögu þyngdarflokkins í UFC þar til Henry Cejudo sigraði hann í fyrra. Nú er talið að ef Dillashaw vinni fluguvigtarbeltið verði flokkurinn hreinlega lagður niður í UFC. Henry Cejudo er því ekki bara að verja sinn titil heldur mögulega að verja starfsöryggi kollega í þyngdarflokknum. Á blaðamannafundinum á fimmtudaginn mætti Cejudo með gervisnák en Dillashaw var kallaður „snákur í grasinu“ af Conor McGregor og svikari. Dillashaw hefur aftur á móti tekið þessu viðurnefni opnum örmum og er kennimerki hans í dag snákur. Cejudo tók gervisnák úr poka og lamdi honum í gólfið til marks um hvað hann ætli sér að gera við Dillashaw í kvöld. Menn fara greinilega sínar leiðir til að vekja athygli. Bardagakvöldið í kvöld markar nýtt upphaf hjá UFC í Bandaríkjunum en það verður það fyrsta sem sýnt verður á ESPN sjónvarpsstöðinni. Fyrrum NFL-maðurinn Greg Hardy er í næstsíðasta bardaga kvöldsins þrátt fyrir að vera aðeins að berjast sinn fyrsta bardaga í UFC. Kvöldið er hlaðið skemmtilegum bardögum og verður sýnt í beinni á Stöð 2 Sport kl. 3 í nótt. MMA Tengdar fréttir Nýtt belti hjá UFC um helgina | Conor spenntur UFC tilkynnti í dag að barist verði um nýtt belti hjá bardagasambandinu um helgina. Legacy championship belt kalla þeir nýja beltið. 18. janúar 2019 18:30 Dana: Ég tek ekki þátt í þessu kjaftæði með ykkur Fyrrum leikmaður Dallas Cowboys, Greg Hardy, þreytir frumraun sína hjá UFC um helgina. UFC hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir að semja við Hardy sem á skrautlega fortíð. 18. janúar 2019 13:00 Mætti á sviðið með Ólympíugull um hálsinn og „snák“ í poka | Myndband Það er rosalegur bardagi á dagskrá hjá UFC um helgina er tveir meistarar mætast. Þeir hittust í gær og sú uppákoma var afar sérstök. 18. janúar 2019 15:45 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Sjá meira
Í kvöld mætast þeir Henry Cejudo og T.J. Dillashaw um fluguvigtartitil UFC. Dillashaw getur skrifað nafn sitt á spjöld sögunnar með sigri en það gæti reynst dýrt fyrir aðra bardagamenn. Ríkjandi bantamvigtarmeistari (61 kg), T.J. Dillashaw, fer niður í fluguvigt (57 kg) og skorar á meistarann Henry Cejudo. Aðeins þremur keppendum hefur tekist að verða meistari í tveimur þyngdarflokkum á sama tíma í UFC og ætlar Dillashaw að verða sá fjórði. Árið 2018 var ár ofurbardaganna enda urðu þau Daniel Cormier og Amanda Nunes tvöfaldir meistarar á síðasta ári en fram að því hafði aðeins Conor McGregor leikið það eftir. Dillashaw þurfti að leggja mikið á sig til að geta komið sér niður í 125 pundin. Dillashaw náði tilsettri þyngd í gær og sagði að niðurskurðurinn hefði verið gífurlega vísindalega undirbúinn. Hann var eðlilega grennri og meira skorinn en oft áður en Dillashaw leit ekki út fyrir að vera þjáður og skraufþurr í vigtuninni í gær. Fluguvigtin í UFC hefur oft átt undir högg að sækja og ekki alltaf fengið náð fyrir augum bardagaaðdáenda. Nokkrir bardagamenn í fluguvigtinni hafa fengið sparkið á síðustu mánuðum og fengið þau skilaboð að UFC ætli að leggja niður þyngdarflokkinn. Demetrious Johnson var fyrsti og eini meistarinn í sögu þyngdarflokkins í UFC þar til Henry Cejudo sigraði hann í fyrra. Nú er talið að ef Dillashaw vinni fluguvigtarbeltið verði flokkurinn hreinlega lagður niður í UFC. Henry Cejudo er því ekki bara að verja sinn titil heldur mögulega að verja starfsöryggi kollega í þyngdarflokknum. Á blaðamannafundinum á fimmtudaginn mætti Cejudo með gervisnák en Dillashaw var kallaður „snákur í grasinu“ af Conor McGregor og svikari. Dillashaw hefur aftur á móti tekið þessu viðurnefni opnum örmum og er kennimerki hans í dag snákur. Cejudo tók gervisnák úr poka og lamdi honum í gólfið til marks um hvað hann ætli sér að gera við Dillashaw í kvöld. Menn fara greinilega sínar leiðir til að vekja athygli. Bardagakvöldið í kvöld markar nýtt upphaf hjá UFC í Bandaríkjunum en það verður það fyrsta sem sýnt verður á ESPN sjónvarpsstöðinni. Fyrrum NFL-maðurinn Greg Hardy er í næstsíðasta bardaga kvöldsins þrátt fyrir að vera aðeins að berjast sinn fyrsta bardaga í UFC. Kvöldið er hlaðið skemmtilegum bardögum og verður sýnt í beinni á Stöð 2 Sport kl. 3 í nótt.
MMA Tengdar fréttir Nýtt belti hjá UFC um helgina | Conor spenntur UFC tilkynnti í dag að barist verði um nýtt belti hjá bardagasambandinu um helgina. Legacy championship belt kalla þeir nýja beltið. 18. janúar 2019 18:30 Dana: Ég tek ekki þátt í þessu kjaftæði með ykkur Fyrrum leikmaður Dallas Cowboys, Greg Hardy, þreytir frumraun sína hjá UFC um helgina. UFC hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir að semja við Hardy sem á skrautlega fortíð. 18. janúar 2019 13:00 Mætti á sviðið með Ólympíugull um hálsinn og „snák“ í poka | Myndband Það er rosalegur bardagi á dagskrá hjá UFC um helgina er tveir meistarar mætast. Þeir hittust í gær og sú uppákoma var afar sérstök. 18. janúar 2019 15:45 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Sjá meira
Nýtt belti hjá UFC um helgina | Conor spenntur UFC tilkynnti í dag að barist verði um nýtt belti hjá bardagasambandinu um helgina. Legacy championship belt kalla þeir nýja beltið. 18. janúar 2019 18:30
Dana: Ég tek ekki þátt í þessu kjaftæði með ykkur Fyrrum leikmaður Dallas Cowboys, Greg Hardy, þreytir frumraun sína hjá UFC um helgina. UFC hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir að semja við Hardy sem á skrautlega fortíð. 18. janúar 2019 13:00
Mætti á sviðið með Ólympíugull um hálsinn og „snák“ í poka | Myndband Það er rosalegur bardagi á dagskrá hjá UFC um helgina er tveir meistarar mætast. Þeir hittust í gær og sú uppákoma var afar sérstök. 18. janúar 2019 15:45