Gríðarlegur áhugi á þýska liðinu fyrir leikinn á móti Íslandi Tómas Þór Þórðarson í Köln skrifar 18. janúar 2019 17:45 Silvio Heinevetter, markvörður Þýskalands, var léttur og spjallaði við Einar Örn Jónsson á RÚV. vísir/tom Þýska landsliðið í handbolta æfði í Lanxess-höllinni í Köln klukkan 17.00 að staðartíma í kvöld en gríðarlegur áhugi er á liðinu fyrir milliriðilinn hér í borg enda gestgjafarnir hefja leik í honum gegn strákunum okkar annað kvöld. Aragrúi fjölmiðlamanna er mættur á svæðið og var þeim öllum haldið fyrir utan keppnissalinn í Köln eftir slysið sem gerðist á æfingu spænska liðsins. Það æfði á undan Þjóðverjunum og meiddist markvörður Spánar þegar að auglýsingaskilti féllu á hann. Fjölmiðlahópurinn stóð allur fyrir utan stórar dyr og mátti ekki fara inn áður en þýska liðið væri komið inn á gólf en leikmenn Þýskalands þurftu að ganga í gegnum fjölmiðlaskarann og fór næstum illa þegar að einn þýskur rakst í myndavél sem lá á gólfinu. Hann hrasaði en ekkert meir kom fyrir. Þýska liðið hitaði upp í fótbolta og er svo sannarlega vonandi að leikmenn heimamanna séu jafngóðir í fótbolta og þeir eru í handbolta því þá þurfa íslensku strákarnir ekkert að óttast. Ljóst er að enginn mun eiga feril í fótboltanum eftir að handboltanum lýkur. Búið er svo að raða upp þýskum fánum á hvert einasta sæti í höllinni fyrir morgundaginn en Þjóðverjar eiga næstum alla 20.000 miðana sem í boði eru á leikinn gegn Íslandi annað kvöld. Hér að neðan má sjá myndir frá æfingunni hjá þeim þýsku.Allar sjónvarpsstöðvar Þýskalands eru mættar.vísir/tomUwe Gensheimer fær sér vatn.vísir/tomHendrik Pekeler á æfingunni í kvöld.vísir/tomÞýska liðið hitaði upp í fótbolta og gat ekkert.vísir/tom HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Arnór efstur á palli með tveimur stórstjörnum PSG-liðsins Aðeins einn leikmaður á heimsmeistaramótinu í handbolta skoraði fleiri mörk en Arnór Þór Gunnarsson í riðlakeppni HM 2019. 18. janúar 2019 16:30 Íslenska landsliðið það langyngsta í milliriðlinum en Danir reka lestina á tveimur listum Tólf landslið eru komin áfram í milliriðil á heimsmeistaramótinu í handbolta í Þýskalandi og Danmörku og eiga því enn möguleika á heimsmeistaratitlinum. 18. janúar 2019 14:00 Aðeins náðist að bjarga miðum fyrir fjölskyldur leikmanna HSÍ fær ekki fleiri miða á milliriðilinn í Köln. 18. janúar 2019 14:14 Markvörður Spánar meiddur eftir að auglýsingaskilti féllu á hann í Köln Rodrigo Corales, markvörður spænska landsliðsins, spilar tæplega á morgun. 18. janúar 2019 17:19 Elvar Örn fékk nýja bolamynd af sér með Bjögga Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson birti frábærar myndir á Instagram í dag í tengslum við tíu ára áskorunina sem tröllríður nú öllu. 18. janúar 2019 14:30 Mest lesið Í beinni: Manchester United - Arsenal | Stórleikur í Leikhúsi draumanna Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Fleiri fréttir Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Sjá meira
Þýska landsliðið í handbolta æfði í Lanxess-höllinni í Köln klukkan 17.00 að staðartíma í kvöld en gríðarlegur áhugi er á liðinu fyrir milliriðilinn hér í borg enda gestgjafarnir hefja leik í honum gegn strákunum okkar annað kvöld. Aragrúi fjölmiðlamanna er mættur á svæðið og var þeim öllum haldið fyrir utan keppnissalinn í Köln eftir slysið sem gerðist á æfingu spænska liðsins. Það æfði á undan Þjóðverjunum og meiddist markvörður Spánar þegar að auglýsingaskilti féllu á hann. Fjölmiðlahópurinn stóð allur fyrir utan stórar dyr og mátti ekki fara inn áður en þýska liðið væri komið inn á gólf en leikmenn Þýskalands þurftu að ganga í gegnum fjölmiðlaskarann og fór næstum illa þegar að einn þýskur rakst í myndavél sem lá á gólfinu. Hann hrasaði en ekkert meir kom fyrir. Þýska liðið hitaði upp í fótbolta og er svo sannarlega vonandi að leikmenn heimamanna séu jafngóðir í fótbolta og þeir eru í handbolta því þá þurfa íslensku strákarnir ekkert að óttast. Ljóst er að enginn mun eiga feril í fótboltanum eftir að handboltanum lýkur. Búið er svo að raða upp þýskum fánum á hvert einasta sæti í höllinni fyrir morgundaginn en Þjóðverjar eiga næstum alla 20.000 miðana sem í boði eru á leikinn gegn Íslandi annað kvöld. Hér að neðan má sjá myndir frá æfingunni hjá þeim þýsku.Allar sjónvarpsstöðvar Þýskalands eru mættar.vísir/tomUwe Gensheimer fær sér vatn.vísir/tomHendrik Pekeler á æfingunni í kvöld.vísir/tomÞýska liðið hitaði upp í fótbolta og gat ekkert.vísir/tom
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Arnór efstur á palli með tveimur stórstjörnum PSG-liðsins Aðeins einn leikmaður á heimsmeistaramótinu í handbolta skoraði fleiri mörk en Arnór Þór Gunnarsson í riðlakeppni HM 2019. 18. janúar 2019 16:30 Íslenska landsliðið það langyngsta í milliriðlinum en Danir reka lestina á tveimur listum Tólf landslið eru komin áfram í milliriðil á heimsmeistaramótinu í handbolta í Þýskalandi og Danmörku og eiga því enn möguleika á heimsmeistaratitlinum. 18. janúar 2019 14:00 Aðeins náðist að bjarga miðum fyrir fjölskyldur leikmanna HSÍ fær ekki fleiri miða á milliriðilinn í Köln. 18. janúar 2019 14:14 Markvörður Spánar meiddur eftir að auglýsingaskilti féllu á hann í Köln Rodrigo Corales, markvörður spænska landsliðsins, spilar tæplega á morgun. 18. janúar 2019 17:19 Elvar Örn fékk nýja bolamynd af sér með Bjögga Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson birti frábærar myndir á Instagram í dag í tengslum við tíu ára áskorunina sem tröllríður nú öllu. 18. janúar 2019 14:30 Mest lesið Í beinni: Manchester United - Arsenal | Stórleikur í Leikhúsi draumanna Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Fleiri fréttir Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Sjá meira
Arnór efstur á palli með tveimur stórstjörnum PSG-liðsins Aðeins einn leikmaður á heimsmeistaramótinu í handbolta skoraði fleiri mörk en Arnór Þór Gunnarsson í riðlakeppni HM 2019. 18. janúar 2019 16:30
Íslenska landsliðið það langyngsta í milliriðlinum en Danir reka lestina á tveimur listum Tólf landslið eru komin áfram í milliriðil á heimsmeistaramótinu í handbolta í Þýskalandi og Danmörku og eiga því enn möguleika á heimsmeistaratitlinum. 18. janúar 2019 14:00
Aðeins náðist að bjarga miðum fyrir fjölskyldur leikmanna HSÍ fær ekki fleiri miða á milliriðilinn í Köln. 18. janúar 2019 14:14
Markvörður Spánar meiddur eftir að auglýsingaskilti féllu á hann í Köln Rodrigo Corales, markvörður spænska landsliðsins, spilar tæplega á morgun. 18. janúar 2019 17:19
Elvar Örn fékk nýja bolamynd af sér með Bjögga Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson birti frábærar myndir á Instagram í dag í tengslum við tíu ára áskorunina sem tröllríður nú öllu. 18. janúar 2019 14:30