Frá þessu greinir HSÍ á Facebook-síðu sinni en mikil ásókn hefur verið í miða á leiki strákanna okkar eftir að þeir unnu Makedóníu í gærkvöldi og tryggðu sér sæti í milliriðlinum í Köln.
Aðeins fengust miðar fyrir fjölskyldur leikmanna en þegar Vísir talaði við nokkra foreldra í Ólympíuhöllinni í gær vantaði móður Arons Pálmarssonar enn þá miða. Það hefur vonandi bjargast en fjölskyldur nær allra leikmanna liðsins eru í Þýskalandi.
HSÍ bendir á að enn þá eru einhverjir miðar lausir á miðasöluvef HM auk þess sem að ósóttir miðar geti aukist þegar að nær dregur leikjum. Eitthvað er sömuleiðis til af lausum miðum á miðvikudaginn í næstu viku en þá mætast Ísland og Brasilíu í fyrsta leik dagsins.
Í tölvupósti frá sambandinu segir svo að uppselt sé í Lanxess Arena í Köln sem tekur 20.000 áhorfendur en HSÍ hefur reynt ítrekað að fá fleiri miða fyrir íslenska áhorfendur án árangurs.
Hér má finna miðasöluvef HM 2019.